Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Page 124

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Page 124
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012124 trú leikSkÓlabarna Á eigin getU fengið heitið „uppeldis(fræði)leg skráning“ eða „iðjuskráning“ (e. pedagogical docu- mentation), aðferð sem felur í sér marghliða ferli og túlkanir (Hoyuelos, í prentun, bls. 148–149; Rinaldi, 2006, bls. 61–64). Samkvæmt Sophie Alcock (2000) er uppeldis- fræðileg skráning víðfeðmari aðferð og veitir fjölbreyttari gögn en aðrar aðferðir við þátttökuathuganir, ekki síst vegna hinna fjölbreyttu verkfæra sem eru meðal annars myndavélar og vídeóupptökuvélar auk almennrar ritunar. Til dæmis ná myndir og hljóð atburðum sem erfitt getur reynst að nema með einberri skriflegri skráningu. Þarna geta leynst mikilvægir þættir í fari barnanna sem hinn fullorðni rannsakandi tekur ekki eftir fyrr en við ígrundun skráningarinnar eftirá. Hillevi Lenz Taguchi (1997, 2000, 2010), sem skrifað hefur allnokkuð um skráningar- aðferðina, bendir á hve erfitt er að skilgreina og lýsa henni, aðferðin feli í senn í sér viðhorf og samskipti. Það má segja að hér sé um að ræða mannfræðilega og eigind- lega gagnaöflunaraðferð til að rýna og ígrunda skólastarf, þar sem rannsakandi/ kennari og sá sem er rannsakaður/barn er bæði meðvitaður um gerð skráningarinnar og tekur þátt í að túlka og ígrunda hana (Kocher, 2008). Það sem skráningaraðferðin hefur umfram flestar aðrar er að hún veitir tækifæri til að fanga og sýna fjölþætt og flókin fyrirbæri, svo sem námsferli, námsaðferðir og hugmyndir barna um veröldina og þeirra eigin þátttöku í henni. Aðferðin byggist á þeirri sýn að sú þekking sem börn veita fullorðnum sé jafnmikilvæg og þekking sem fullorðnir veita börnum. Hér er því um að ræða aðra nálgun við skráningu og túlkun hennar en til að mynda hefð- bundnar atferlisathuganir eða þroskapróf á börnum (Barsotti, 1997; Edwards, Gandini og Forman, 1998). Hér verður nú varpað fram þeirri uppástungu að uppeldisfræðileg skráning geti hentað sem aðferð við að mæla trú barna á eigin getu. Að vísu var skráningaraðferð þessi upphaflega hugsuð til að fanga og varpa ljósi á námsaðferðir barns, án þess að það sé metið út frá skráningunum í ljósi fyrirfram gefinna staðla (Lenz Taguchi, 1997, 2000). Við lítum raunar þannig á hér sé ekki verið að meta barnið út frá ákveðnum stöðlum heldur að nota aðferðina til að fá innsýn í og upplýsingar um hugarheim og gjörðir barns sem síðan eru notaðar sem viðmiðanir um ætlaða trú á eigin getu. Skráningaraðferð þessi er einmitt sniðin til „hlustunar“ og hefur oft verið talað um að hún sé tæki „sjáanlegrar hlustunar“ (e. visible listening) (Rinaldi, 2006). Er þá átt við að það sem er sagt og gert er skráð til að fá innsýn í og skilja barn og námsaðferðir þess betur. Skráningaraðferðin er nokkurs konar gagnvirk iða skráninga milli þess sem skráir og þess sem skráður er, þannig að sá sem skráður er tekur líka þátt í að túlka skráningarnar. Segja má að markmið uppeldisfræðilegrar skráningar sé að yfirfæra skoðun skóla- starfs frá einberum huglægum mælikvörðum yfir í hlutlæga (Åberg og Lenz Taguchi, 2005; Lenz Taguchi 1997, 2000, 2010; Wehner-Godée, 2000). Við teljum að aðferðin geti hentað vel við rannsóknir á trú leikskólabarna á eigin getu þar sem a) hinir hefð- bundnu huglægu mælikvarðar sjálfsmatsprófa eru útilokaðir og b) börnin eru skoðuð við eðlilegar félagslegar aðstæður en ekki í tilraunaumhverfi. Því má ætla að nákvæm rýning gagna geti leitt margt í ljós um það hver raunveruleg trú barna á eigin getu er.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.