Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 98
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 201298
brottHvarf og nÁmSgengi nemenda í framHaldSSkÓla
þessara nemenda mátti skynja nokkurn ótta við hið nýja og framandi skipulag. Þátt-
takendum í B-hópnum stóð á hinn bóginn til boða að hefja nám í hvorum skólanum
sem var. Þeir höfðu allir valið VMA, ekki síst vegna áfangakerfisins, nema einn en
hann valdi skólann vegna þess að hann ætlaði í verknám. Þessir nemendur töldu
áfangakerfið eiga betur við sig og kunnu að meta kosti þess á borð við sveigjanleika
og tækifæri til að kynnast fleiri skólafélögum en ella. Einn piltanna komst svo að orði:
Mér fannst þetta bara spennandi að sitja með svona mörgu fólki í tíma á hverjum
degi. Maður nær kannski ekki að kynnast krökkum jafnvel og ef maður væri í bekk.
Þar kynnist maður hópnum meira, en hérna kynnist maður fleirum í staðinn og
kannski fjölbreyttari einstaklingum. Það eru minni truflanir í hópum þar sem allir
þekkjast ekki.
Trú á eigin getu og námsáhugi
Fæstir þátttakendanna í A-hópnum höfðu á miklu að byggja þegar þeir hófu nám í
skólanum. Átta af þessum tíu manna hópi höfðu mjög takmarkaða trú á eigin getu og
jafnmargir höfðu verið greindir með annaðhvort leshömlun eða ofvirkni og athyglis-
brest. Þeir voru engu að síður, sumir hverjir, spenntir að fá tækifæri á nýju upphafi en
þó að sjálf umskiptin væru jákvæð hjá flestum dugðu góðar móttökur, sérstök náms-
úrræði og þjónusta skólans ekki til þess að koma í veg fyrir að sex úr hópnum hættu
fljótlega í skólanum, flestir á þriðju eða fjórðu önn, og héldu út á vinnumarkaðinn.
Þeir virtust ekki hafa trú á að þeir gætu lokið einhverju skilgreindu námi úr fram-
haldsskóla og höfðu jafnvel aldrei haft sérstakan áhuga á því.
Flestir þessara nemenda létu lítið fyrir sér fara í kennslustundum. Þeir þorðu ekki
að biðja kennara um aðstoð og leituðu heldur ekki til aðila innan skólans sem hefðu
getað vísað þeim veginn, til dæmis námsráðgjafa. Að einum undanskildum sóttu þeir
sem áttu við leshömlun eða ofvirkni og athyglisbrest að stríða ekki heldur námskeið
sem skólinn bauð upp á til þess að fara með þeim yfir námstækni, prófkvíða, undir-
búning fyrir próf og þar fram eftir götunum.
Þegar B-hópurinn var skoðaður frá þessu sjónarhorni birtist önnur mynd. Undan-
tekningarlaust höfðu þátttakendur miklar væntingar til skólagöngu sinnar í VMA og
virtust hafa tekist strax á við námið. Ekki var það þó alltaf án erfiðis. Fimm þátttak-
enda kváðust hafa átt við einhvers konar lestrarörðugleika að stríða en þeir hefðu ekki
látið þá draga úr sér kjarkinn. Ein stúlknanna sagðist alltaf hafa þurft að leggja mikið á
sig í grunnskóla og hún hefði haldið því áfram eftir að hún kom í VMA. önnur stúlka
í hópnum kvaðst líka þurfa að hafa mikið fyrir náminu og væri hún mjög seinlæs:
Ég reyni að útvega mér öll þau gögn sem ég get, eins og hljóðbækur. Það geri ég í
gegnum bókasafnið í skólanum og Blindrabókasafnið. Ég hef aldrei látið þetta hefta
mig neitt í náminu. Ég reyni bara að takast á við námið með opnum huga, ég veit að
ég get þetta.
Þrír þátttakendur til viðbótar kváðust hafa átt við einhverja leshömlun að stríða, einn
reyndar aðeins í grunnskóla. Hann fullyrti samt að lestrarerfiðleikar hefðu ekki háð
sér eftir 8. bekk.