Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Side 98

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Side 98
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 201298 brottHvarf og nÁmSgengi nemenda í framHaldSSkÓla þessara nemenda mátti skynja nokkurn ótta við hið nýja og framandi skipulag. Þátt- takendum í B-hópnum stóð á hinn bóginn til boða að hefja nám í hvorum skólanum sem var. Þeir höfðu allir valið VMA, ekki síst vegna áfangakerfisins, nema einn en hann valdi skólann vegna þess að hann ætlaði í verknám. Þessir nemendur töldu áfangakerfið eiga betur við sig og kunnu að meta kosti þess á borð við sveigjanleika og tækifæri til að kynnast fleiri skólafélögum en ella. Einn piltanna komst svo að orði: Mér fannst þetta bara spennandi að sitja með svona mörgu fólki í tíma á hverjum degi. Maður nær kannski ekki að kynnast krökkum jafnvel og ef maður væri í bekk. Þar kynnist maður hópnum meira, en hérna kynnist maður fleirum í staðinn og kannski fjölbreyttari einstaklingum. Það eru minni truflanir í hópum þar sem allir þekkjast ekki. Trú á eigin getu og námsáhugi Fæstir þátttakendanna í A-hópnum höfðu á miklu að byggja þegar þeir hófu nám í skólanum. Átta af þessum tíu manna hópi höfðu mjög takmarkaða trú á eigin getu og jafnmargir höfðu verið greindir með annaðhvort leshömlun eða ofvirkni og athyglis- brest. Þeir voru engu að síður, sumir hverjir, spenntir að fá tækifæri á nýju upphafi en þó að sjálf umskiptin væru jákvæð hjá flestum dugðu góðar móttökur, sérstök náms- úrræði og þjónusta skólans ekki til þess að koma í veg fyrir að sex úr hópnum hættu fljótlega í skólanum, flestir á þriðju eða fjórðu önn, og héldu út á vinnumarkaðinn. Þeir virtust ekki hafa trú á að þeir gætu lokið einhverju skilgreindu námi úr fram- haldsskóla og höfðu jafnvel aldrei haft sérstakan áhuga á því. Flestir þessara nemenda létu lítið fyrir sér fara í kennslustundum. Þeir þorðu ekki að biðja kennara um aðstoð og leituðu heldur ekki til aðila innan skólans sem hefðu getað vísað þeim veginn, til dæmis námsráðgjafa. Að einum undanskildum sóttu þeir sem áttu við leshömlun eða ofvirkni og athyglisbrest að stríða ekki heldur námskeið sem skólinn bauð upp á til þess að fara með þeim yfir námstækni, prófkvíða, undir- búning fyrir próf og þar fram eftir götunum. Þegar B-hópurinn var skoðaður frá þessu sjónarhorni birtist önnur mynd. Undan- tekningarlaust höfðu þátttakendur miklar væntingar til skólagöngu sinnar í VMA og virtust hafa tekist strax á við námið. Ekki var það þó alltaf án erfiðis. Fimm þátttak- enda kváðust hafa átt við einhvers konar lestrarörðugleika að stríða en þeir hefðu ekki látið þá draga úr sér kjarkinn. Ein stúlknanna sagðist alltaf hafa þurft að leggja mikið á sig í grunnskóla og hún hefði haldið því áfram eftir að hún kom í VMA. önnur stúlka í hópnum kvaðst líka þurfa að hafa mikið fyrir náminu og væri hún mjög seinlæs: Ég reyni að útvega mér öll þau gögn sem ég get, eins og hljóðbækur. Það geri ég í gegnum bókasafnið í skólanum og Blindrabókasafnið. Ég hef aldrei látið þetta hefta mig neitt í náminu. Ég reyni bara að takast á við námið með opnum huga, ég veit að ég get þetta. Þrír þátttakendur til viðbótar kváðust hafa átt við einhverja leshömlun að stríða, einn reyndar aðeins í grunnskóla. Hann fullyrti samt að lestrarerfiðleikar hefðu ekki háð sér eftir 8. bekk.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.