Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Side 31

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Side 31
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 31 S t e i n U n n g eS tS d Ót t i r rAnnsóknir á sjálfstjórnun íslEnskrA bArnA og ungmEnnA Sjálfstjórnun íslenskra barna og ungmenna hefur lítið verið rannsökuð en þó hafa niðurstöður nokkurra rannsókna verið birtar á allra síðustu árum. Hér verður gefið yfirlit yfir stöðu þekkingar á sjálfstjórnun íslenskra barna og ungmenna með umfjöllun um íslenskar rannsóknargreinar á þessu sviði. Í grein Steinunnar Gestsdóttur, Hrafnhildar Ragnarsdóttur og Freyju Birgisdóttur (2010) var lagt mat á áreiðanleika og réttmæti íslenskrar útgáfu tveggja sjálfstjórnun- armælinga. Annars vegar var um að ræða hegðunarmælinguna Head-Toes-Knees- Shoulder (HTKS) sem var í tveimur útgáfum, það er fyrir börn á leikskólaaldri og fyrir börn við upphaf grunnskóla (McClelland o.fl., 2010). Mælingin felst í því að börn eiga að hreyfa sig andstætt þeim fyrirmælum sem gefin eru, til dæmis eiga þau að snerta á sér tærnar þegar þeim er sagt að snerta á sér höfuðið og öfugt. Til þess að leysa verk- efnið þurfa börn að beita athygli sinni, nota vinnsluminni og halda aftur af hegðun. Þessi mæling hefur verið mikið notuð í rannsóknum í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu (sjá til dæmis McClelland og félaga, 2007; Wanless, McClelland, Acock, Chen og Chen, 2011), þar sem sýnt hefur verið fram á áreiðanleika og réttmæti mælingarinnar, auk samtíma- og langtímatengsla við gengi í skóla, svo sem orðaforða, byrjendalæsi og getu í stærðfræði. Hin mælingin, sem lagt var mat á í grein Steinunnar Gestsdóttur og félaga (2010), er matslisti fyrir kennara, Child Behavior Rating Scale (CBRS), sem samanstendur af tíu atriðum (Bronson, Tivnan og Seppanen, 1995). Rúmlega 200 börn tóku þátt í rannsókninni, helmingur þeirra var rúmlega fjögurra ára og hinn helm- ingurinn rúmlega sex ára. Höfundar greina frá því að dreifing skora við báðum mæl- ingum var góð, samkvæmni var á milli matsmanna sem notuðu HTKS, innri stöðug- leiki CBRS var góður og fylgni var á milli beggja sjálfstjórnunarmælinganna annars vegar og aldurs og forspárbreyta um gengi í skóla hins vegar. Því álykta höfundar sem svo að áreiðanleiki og réttmæti hinnar íslensku útgáfu þessara mælitækja hafi fullnægt kröfum og verið í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna. Höfundar benda þó á að dreifing í skorum á HTKS hafi verið lítil meðal barna í eldri hópnum og að dreifingin hafi verið skekkt, sem megi sennilega rekja til þess að börnin í þeim hópi hafi verið helst til gömul fyrir þá útgáfu mælingarinnar sem notuð var (Steinunn Gestsdóttir o.fl., 2010). Samkvæmt þessum niðurstöðum liggja fyrir áreiðanlegar og réttmætar íslenskar mælingar á sjálfstjórnun ungra barna, bæði bein mæling og mats- listi fyrir kennara, sem er forsenda áframhaldandi rannsókna á sjálfstjórnun barna á leik- og grunnskólaaldri á Íslandi. Grein von Suchodoletz og félaga (í prentun) byggist á sömu rannsókn og ofannefnd grein, en í henni er sjónum meðal annars beint að tengslum sjálfstjórnunar og forspár- breyta um skólagengi meðal íslenskra og þýskra barna á aldrinum fjögurra til sex ára, auk þess sem hugsanlegur munur á sjálfstjórnun stúlkna og drengja var kann- aður. Stuðst var við fyrrnefndar mælingar á sjálfstjórnun; hegðunarmælingu (HTKS) og mat kennara (CBRS). Börnin sem tóku þátt í rannsókninni voru annaðhvort enn í leikskóla eða í fyrsta bekk grunnskóla og þess vegna voru notaðar útkomumæling- ar sem spá fyrir um námsgengi síðar meir, svo sem hljóðkerfisvitund, orðaforði og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.