Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Síða 32

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Síða 32
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 201232 SJÁlfStJÓrnUn barna og Ungmenna byrjendalæsi. Hvað varðar íslenskan hluta niðurstaðnanna kom í ljós að tengsl sjálf- stjórnunar og forspárbreyta um gengi í skóla voru nokkuð flókin. Tengslin voru mis- sterk eftir því um hvora sjálfstjórnunarmælinguna var að ræða og hvaða fylgibreytur voru notaðar hverju sinni. Að auki voru sambönd á milli sjálfstjórnunar og útkomu- breyta ekki að öllu leyti sambærileg milli yngri og eldri hópsins. Þó voru skýr tengsl milli sjálfstjórnunar og forspárbreyta um námsgengi meðal íslensku barnanna. Meiri sjálfstjórnun, samkvæmt báðum mælingunum (HTKS og CBRS), tengdist betri orða- forða í leikskóla- og grunnskólahópunum. Að auki var mat kennara á sjálfstjórnun (CBRS) tengt hljóðkerfisvitund í báðum aldurshópum. Loks hafði ýmist önnur eða báðar sjálfstjórnunarmælingarnar jákvæð tengsl við allar fylgibreyturnar meðal barnanna í fyrsta bekk. Þessi tengsl voru staðfest eftir að tekið hafði verið tillit til áhrifa annarra bakgrunnsþátta, það er aldurs og kyns barns og menntunar móður. Einnig greina höfundar frá því að fjögurra ára stúlkur höfðu til að bera meiri sjálfstjórnun en drengir samkvæmt mati kennara. Sex ára stúlkurnar skoruðu hærra en drengir á báðum sjálfstjórnunarmælingum (von Suchodoletz o.fl., í prentun). Greinin sem hér hefur verið fjallað um byggist á samtímagögnum og þörf er á niðurstöðum úr lang- tímagögnum til að gefa betri mynd af þýðingu sjálfstjórnunarfærni fyrir gengi í skóla meðal íslenskra barna. Engu að síður eru niðurstöður hennar í samræmi við fjölda erlendra rannsókna sem sýnt hafa fram á mikilvægi þess að börn þrói með sér góða sjálfstjórnun á leikskólaaldri og við upphaf grunnskólagöngu fyrir farsælt námsgengi. Á síðasta ári var birt rannsóknargrein þar sem sjónum var beint að sjálfstjórnun íslenskra ungmenna. Markmið greinar Steinunnar Gestsdóttur, Sigrúnar Aðal- bjarnardóttur og Fanneyjar Þórsdóttur (2011) var að að meta hvort meðvituð sjálf- stjórnun íslenskra ungmenna samanstæði af aðgreindum undirþáttum líkt og gera má ráð fyrir meðal fullorðinna. Mælitækið Selection, Optimization, Compensation, eða SOC, var notað til að meta þrjú ferli sjálfstjórnar, þ.e. hvernig fólk setur sér markmið (S=selection) og leitar leiða til að ná markmiðum (O=optimization; C=compensation) (Freund og Baltes, 2002). Niðurstöður þessarar rannsóknar byggjast á gögnum rúm- lega 1000 ungmenna á aldrinum 14 og 18 ára og leiddu í ljós að sjálfstjórnun íslenskra ungmenna í báðum aldurshópum byggist á einum undirliggjandi þætti en ekki þremur aðgreindum þáttum. Þessi formgerð er í samræmi við niðurstöður sambærilegra rannsókna með bandarískum ungmennum á aldrinum 11 til 14 ára þar sem S-, O-, og C-ferlin eru ekki fullmótuð líkt og gera má ráð fyrir á fullorðinsaldri. Aftur á móti eru niðurstöður íslensku rannsóknarinnar ólíkar niðurstöðum með bandarískum ung- lingum um miðbik unglingsáranna, það er upp úr 14 ára aldri, en á þeim aldri virðast SOC-ferlin hafa þróast meira í átt að þeirri formgerð sem einkennir fullorðinsárin. Þetta ósamræmi kom nokkuð á óvart þar sem búist hafði verið við að ferlin þrjú væru aðgreind meðal 18 ára íslenskra ungmenna. Höfundar velta fyrir sér hvort rekja megi þann mun sem fram kom á sjálfstjórnun íslenskra og bandarískra ungmenna að ein- hverju leyti til mismunandi áherslna í uppeldi og menntun. Þeir benda á að í Banda- ríkjunum sé ríkari hefð fyrir því að hvetja nemendur til að nálgast viðfangsefni í skóla- starfi á kerfisbundinn hátt, það er til að nota sjálfstjórnun í námi. Einnig er bent á að viðfangsefni unglingsáranna séu um margt ólík í þessum tveimur löndum, til dæmis byrja flest ungmenni í Bandaríkjunum í háskóla um 18 ára aldur og flestir vinna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.