Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Qupperneq 34

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Qupperneq 34
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 201234 SJÁlfStJÓrnUn barna og Ungmenna sérstaklega við á Íslandi þar sem næstum öll börn sækja leikskóla áður en þau hefja nám í grunnskóla (Hagstofa Íslands, 2011). Því gefst gott færi á að stuðla að sjálfstjórn- un í leikskólastarfi hérlendis með það fyrir augum að öll börn hafi náð tökum á þeirri færni sem þau þurfa til að takast farsællega á við grunnskólanám. Um leið og hvatt er til þess að hugað sé að börnum sem kunna að vera í vanda hvað varðar sjálfstjórnun er bent á að fjalla verður um slaka sjálfstjórnun ungra barna af varfærni. Margs konar hegðun sem gefur til kynna slaka færni á þessu sviði, til dæmis að missa stjórn á skapi sínu, er eðlileg hegðun barns á leikskólaaldri. Þetta verður að hafa í huga í umræðu um sjálfstjórnun barna til að forðast hættu á ofgreiningum og ónauðsynlegri íhlutun eða meðferð (Bodrova og Leong, 2006; Shonkoff og Phillips, 2000). Ef vilji er fyrir hendi til að stuðla að sjálfstjórnun í leikskólastarfi þarf að taka nokkur skref. Fyrst má nefna að fræða þarf starfsfólk skóla um þessa færni og hversu mikilvæg hún er fyrir áframhaldandi þroska barna. Aukin þekking starfsfólks á birt- ingarmyndum og mikilvægi sjálfstjórnunar getur auðveldað því að stuðla markvisst að slíkri færni. Að auki þarf starfsfólk að fá þjálfun í notkun mælitækja sem geta gefið vísbendingar um að barn sé í áhættuhópi hvað þessa færni varðar. Einnig er æskilegt að innleiða bæði almenna kennsluhætti, svo og afmarkaða íhlutun, sem stuðla að auk- inni sjálfstjórnun barna í leik- og grunnskólum. Með almennum kennsluháttum er átt við starf sem öll börn í viðkomandi skóla eða deild taka þátt í og þar sem aðferðir til að stuðla að sjálfstjórnun eru fléttaðar inn í daglegt starf, líkt og gert var í áðurnefndri rannsókn Diamond og félaga (2007). En einnig er líklegt að börn sem eiga í greini- legum vanda með sjálfstjórnun þurfi sérstök úrræði og miðað við þær íslensku rann- sóknir sem hér hefur verið fjallað um eru vísbendingar þess efnis að fleiri drengir en stúlkur séu í þeim hópi. Með afmarkaðri íhlutun er átt við starf sem beinist að þessum hópi í stuttan tíma í því augnamiði að minnka bilið milli getu þeirra og félaga þeirra. Ef þeir sem móta stefnu í starfi leik- og grunnskóla, skólastjórnendur og starfs- fólk skólanna vilja nota leik- og grunnskólastarf til að styðja við þróun sjálfstjórnunar barna tel ég ljóst að það verður ekki gert í hjáverkum. Þótt hægt sé að flétta margar aðferðir inn í hefðbundið skólastarf er nauðsynlegt að veita tíma og fé í slíkt starf til að það beri árangur. Vanda þarf til þjálfunar starfsfólks og styðja við rannsóknir sem þróa mælitæki og gagnreyndar aðferðir til að nota á vettvangi, bæði í almennu starfi og íhlutun fyrir börn sem kunna að vera í áhættuhópi. Þar sem rannsóknir á sjálf- stjórnun íslenskra barna eru stutt á veg komnar er sérlega mikilvægt að kerfisbundið mat sé lagt á innleiðingu kennsluaðferða sem stuðla að sjálfstjórnun, allt frá þjálfun starfsfólks til þeirra áhrifa sem starfið hefur á sjálfstjórnun barnanna. Eina leiðin til að tryggja að þau vinnubrögð sem verða notuð skipti raunverulegu máli fyrir áframhald- andi þroska barna er að gera rannsóknir samhliða og eftir að slíkir kennsluhættir hafa verið innleiddir. Því er kerfisbundið mat á áhrifum kennsluháttanna forsenda þess að þeir geti orðið fyrirmynd að áframhaldandi starfi sem stuðlar að sjálfstjórnun meðal íslenskra leik- og grunnskólabarna. Að lokum má nefna að ekki hafa verið gerðar rannsóknir hérlendis þar sem kannað er hvort, að hve miklu marki og með hvaða hætti uppeldis- og kennsluhættir kunni að stuðla að sjálfstjórnunarfærni barna og ungmenna hér á landi. Þær rannsóknir sem þegar hafa verið gerðar og fjallað var um hér að framan gefa til kynna að sjálfstjórnunar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192
Qupperneq 193
Qupperneq 194
Qupperneq 195
Qupperneq 196
Qupperneq 197
Qupperneq 198
Qupperneq 199

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.