Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Page 26

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Page 26
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 201226 SJÁlfStJÓrnUn barna og Ungmenna speech) við lausn flókinna verkefna og leika leiki sem þjálfuðu minni, svo sem að syngja lag sem leiðbeindi þeim við tiltekt. Þessar aðferðir miða að því að gefa barninu tæki sem auðvelda því að beina athygli, fylgja leiðbeiningum sem fela í sér nokkur skref og halda aftur af hegðun án þess að vera háð leiðbeiningum kennara (sjá nánari lýsingu í Diamond o.fl., 2007). Að þjálfun lokinni sýndu börn í tilraunahópi mun meiri getu til að stjórna athygli, nota minni og breyta hegðun í samræmi við fyrirmæli en börn í samanburðarhópi. Niðurstöður nýlegra rannsókna sem sýna að hægt er að stuðla markvisst að auk- inni sjálfstjórnun á leikskólaaldri hafa orðið til þess að aukin áhersla hefur verið lögð á að styðja slíka færni ungra barna í skólastarfi í Bandaríkjunum og Evrópu. Með slíkum aðgerðum er vonast til að öll börn verði fær um að taka þátt í skipulögðu skólastarfi og standi jafnt að vígi þegar þau hefja grunnskólagöngu. Vonast er til að það geti spyrnt við þeirri þróun að bilið á milli barna sem standa vel og illa við upp- haf skólagöngu breikki eftir því sem á líður (von Suchodoletz, Steinunn Gestsdóttir, Wanless, McClelland, Gunzenhauser, Freyja Birgisdóttir og Hrafnhildur Ragnars- dóttir, í prentun; Leseman, 2009; McClelland o.fl., 2010). Stuðningur við sjálfstjórnun er sérstaklega mikilvægur fyrir börn sem alast upp við erfiðar aðstæður, svo sem harð- neskjulega uppeldishætti, en margsinnis hefur verið sýnt fram á að börn foreldra sem nota refsingar, eru ekki næm fyrir þörfum barna sinna og sýna þeim litla hlýju eiga erfitt með að læra að stjórna eigin tilfinningum, hugsun og hegðun (Colman, Hardy, Albert, Raffaelli og Crockett, 2006). sjálfstjórnun á unglingsárum Þegar fólk stendur frammi fyrir nýjum og krefjandi aðstæðum er mikilvægt að það geti stjórnað tilfinningum, hugsun og hegðun til að takast á við þær með árangursríkum hætti. Því má ætla að vægi sjálfstjórnunar sé sérlega mikið á unglingsárum þegar fólk gengur í gegnum líkamlegar, sálfræðilegar og félagslegar breytingar (Lerner og Stein- berg, 2009; McClelland o.fl., 2010). Þó að fræðileg umfjöllun og nokkur fjöldi rann- sókna bendi til að geta til sjálfstjórnunar taki miklum breytingum á unglingsárum og að hún stuðli, líkt og á yngri árum, að farsælli þroskaframvindu, eru rannsóknir á þróun og mikilvægi þessara ferla á unglingsárum mun styttra á veg komnar en rannsóknir á sjálfstjórnunarfærni yngri barna (Demetriou, 2000; Shonkoff og Phillips, 2000). Frá því að fræðileg umfjöllun um unglingsár hófst hafa kenningar um þroska lýst aukinni getu fólks til flókinnar hugsunar, svo sem rökhugsunar, sem einu af megin- einkennum þessa tímabils (sjá til dæmis Piaget, 1957). Nú þykir sýnt að slíkar breyt- ingar á hugsun megi rekja að hluta til líkamlegs þroska. Ólíkt því sem áður var talið tekur heilinn töluverðum breytingum á unglingsárum þó að hann nái næstum fullri þyngd í barnæsku (Zelazo og Lee, 2010). Líkt og á leikskólaaldri verða breytingar bæði á uppbyggingu og virkni heilans, sérstaklega í framennisberki, en virkni í þeim stað heilans tengist stjórnun tilfinninga, hugsunar og hegðunar (Magar, Phillips og Hosie, 2010; Quinn og Fromme, 2010; Steinberg, 2010; Zelazo og Lee, 2010).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.