Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Síða 92
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 201292
brottHvarf og nÁmSgengi nemenda í framHaldSSkÓla
hið nýja skólastig gerir til þeirra. Verkefnið er flókið og rannsóknir benda til þess
að ástæðna brotthvarfs sé ekki einungis að leita í skólunum sjálfum, heldur einnig í
félagslegum aðstæðum nemenda (Kristjana Stella Blöndal og Jón Torfi Jónasson, 2002).
Í meistaraprófsrannsókn Hjalta Jóns Sveinssonar (2009) (hér eftir kölluð fyrri
VMA-rannsóknin) var stuðst við hugtökin trú á eigin getu (e. self-efficacy)¹ (Bandura,
1997; Schunk og Miller, 2002) og hvata til náms (e. motivation) (Pintrich og Schunk,
1996; Schunk og Miller, 2002) til að leita svara við því hvers vegna sumir nemendur
á almennri námsbraut í VMA hættu námi á meðan aðrir héldu því áfram. Á þessari
námsbraut eru þeir nýnemar sem ekki hafa náð nægilega góðum árangri í grunn-
skóla til þess að komast inn á aðrar brautir skólans og þurfa því að fara í sérstaka
undirbúningsáfanga í tilteknum greinum, einni eða fleiri, áður en lengra er haldið.
Markhópur rannsóknarinnar var þeir nemendur á brautinni sem höfðu ekki náð til-
skildum árangri í tveimur námsgreinum eða fleiri í 10. bekk. Til að mæta þörfum
þessa hóps er dregið umtalsvert úr kröfum um bóklegt nám á fyrsta námsári almennu
brautarinnar miðað við aðrar brautir. Í staðinn sækja nemendur svokallaðan undir-
búningsáfanga og þeim er boðið upp á stóran verklegan áfanga sem gefur þeim færi á
að kynnast mismunandi verknámsdeildum skólans, auk sérstakrar lífsleiknikennslu,
fjórar kennslustundir í viku. Þetta er hugsað til þess að hvíla nemendur á hluta bók-
námsins og gera þeim um leið skilin á milli skólastiga auðveldari, meðal annars að
laga sig að áfangakerfinu. Fram kom í rannsókninni að þrátt fyrir þessar ráðstafanir,
og ýmsar fleiri sem gripið hafði verið til, hættu um 60% þessara nemenda í skólanum
innan tveggja ára (Hjalti Jón Sveinsson og Börkur Hansen, 2010).
Það hafði verið tilfinning stjórnenda og kennara í VMA að trú þessara nemenda á
eigin getu væri takmörkuð og hvati til náms lítill. Þetta varð hvatinn að því að rann-
sóknin var gerð. Þátttakendur í henni voru tíu talsins, þá orðnir 22 ára. Þeir eru hér
eftir kallaðir A-hópur. Sex þeirra höfðu hætt í skólanum eftir fremur skamma viðdvöl,
tveir höfðu brautskráðst og tveir voru enn í námi í VMA. Rannsóknarspurningin var
sú hvers vegna svo margir nemendur úr þessum hópi hefðu hætt og hver ástæðan
væri fyrir því að sumir úr sama markhópnum höfðu haldið áfram. Meginniðurstöður
rannsóknarinnar voru þær að níu þessara einstaklinga höfðu átt við námsörðugleika
að stríða, átta höfðu litla trú á eigin getu við upphaf skólagöngu sinnar í VMA og sex
höfðu það meginmarkmið að komast sem fyrst út á vinnumarkaðinn og hættu af þeim
sökum fljótlega í skólanum (Hjalti Jón Sveinsson, 2009; Hjalti Jón Sveinsson og Börkur
Hansen, 2010).
Niðurstöðurnar vöktu ýmsar áleitnar spurningar sem lutu ekki síst að því hvað
skólinn gæti gert betur til þess að koma í veg fyrir brotthvarf svo margra úr hópi þeirra
nemenda sem illa stóðu að vígi að loknum grunnskóla. Þá vakti rannsóknin jafnframt
áhuga á að kanna viðhorf, líðan og reynslu þeirra nemenda sem náð höfðu góðum
árangri í grunnskóla og gátu strax við innritun í VMA hafið nám á þeim brautum
sem þeir kusu. Því var afráðið að gera nýja rannsókn þar sem athyglinni væri beint að
þessum markhópi. Þessi rannsókn er hér eftir kölluð síðari VMA-rannsóknin og þátt-
takendur í henni B-hópur. Markmið hennar var að afla hliðstæðra gagna frá þessum
hópi og áður hafði verið aflað frá A-hópnum um reynslu af framhaldsskólanámi, trú
nemenda á eigin getu og hvata þeirra til náms, reynslu af skilum milli skólastiganna