Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Page 122

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Page 122
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012122 trú leikSkÓlabarna Á eigin getU að sjá öðrum takast að vinna verkið, ekki síst eða jafnvel enn fremur að sjá jafningja takast það. Til dæmis að sjá annað barn klæða sig í fingravettlinga; slík fyrirmynd eflir trú barns á að geta það einnig. Bandura telur að því nær einstaklingnum í getu sem fyrirmyndin er, þeim mun öflugri sé hún. Hvatning er þriðja stoðin og er þá átt jafnt við hvatningu fullorðinna, barna og að umhverfið í heild hvetji til athafna. Þannig getur leikskólakennari eða leikfélagi barnsins hvatt til og jafnvel aðstoðað það við að taka fyrstu skrefin í að klæða sig í fingravettlingana. Umhverfið getur einnig eflt trú barnsins á eigin getu, til að mynda með því að efniviður/námsefni sé barninu aðgengilegt þannig að það geti athafnað sig sjálft. Bandura bendir ennfremur á að líðan eða dagsform geti haft áhrif á trú á eigin getu; barn getur til dæmis verið þreytt, svangt eða illa fyrirkallað og veigrað sér því við að takast á við verkefnið. Almennt má segja að enginn hörgull sé á tilgátum og rannsóknarspurningum sem fróðlegt væri að beita á leikskólastarf út frá kenningu Bandura. Vandinn er hins vegar, sem fyrr segir, hvernig eigi að fara að við það. uppEldisfræðilEg skráning sEm mÖgulEg úrlAusn Eins og greint hefur verið frá eru sjálfsmatspróf, byggð á spurningalistum með kvarðabundnum svarmöguleikum, hinar viðteknu aðferðir sem notaðar hafa verið í rannsóknum á trú einstaklinga á eigin getu. Hér að framan var bent á að slíkar aðferðir gangi ekki upp í rannsóknum á leikskólabörnum. Vegna málþroska barna er ekki unnt að nálgast sýn þeirra á eigin getu með því að leggja fyrir þau skrifleg eða munnleg próf af þessu tagi. Því er lýst eftir annarri nálgun, aðferðum sem henti börnum. Almennt er vitað að til að fá sem marktækust svör í rannsóknum með börnum er mikilvægt að þau hafi tækifæri til að vera í sínu eðlilega umhverfi en ekki tilbúnu umhverfi. Þá eru börn meiri félagsverur en fullorðnir og tjá sig skýrast þegar þau eru „önnum kafin“ í leik með öðrum börnum (Alcock, 2000). Hér á eftir er stungið upp á mögulegu mælitæki sem annars vegar er byggt á hug- myndum Simona Horáková-Hoskovcová (2006) en hún er ein fárra sem hefur varpað fram hugmynd um mælitæki eða lýsingu á trú barna á eigin getu. Hins vegar byggist mælitækið á skráningaraðferðum sem þróaðar hafa verið í leikskólum í Reggio Emilia á Norður-Ítalíu. Rannsókn Horáková-Hoskovcová (2006) fór fram heima hjá 3–6 ára leikskólabörn- um. Auk hvers rannsakaðs barns voru á staðnum rannsakandi, foreldrar barnsins og kennaramenntaður einstaklingur (sem barnið þekkti ekki áður). Heimsóknin stóð yfir í 1,5–2 klst. Foreldrar barnanna svöruðu spurningalista um mat þeirra á trú barnsins á eigin getu og viðtal var tekið við foreldrana með ljósmyndir til stuðnings. Þrenns konar verkefni voru lögð fyrir barnið: 1) að hoppa, 2) að byggja úr kubbum með foreldri (tekið upp á myndband), 3) að fara í búð og versla (þátttökuathugun). Niðurstöður rannsóknarinnar voru meðal annars þær að rannsóknaraðferðirnar hefðu gefið raun- hæfar og fullnægjandi upplýsingar um trú barnanna á eigin getu. Af rannsóknarnið- urstöðunum má marka að barn var talið trúa á eigin getu þegar það: 1) gekk jákvætt til verksins, 2) virtist hafa þá tilfinningu að ráða við aðstæður, 3) bjóst við jákvæðri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.