Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 3

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 3
Fimmtánda ráðstefnan um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum í Háskóla Islands Heilbrigðisvísindasvið Háskóla íslands og undirbúningsnefnd býður ykkur velkomin til fimmtándu ráðstefnunnar um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum í Háskóla Islands. Ráðstefnan er haldin annað hvert ár og allar deildir, námsbrautir og stofnanir heilbrigðisvísindasviðs standa að hertni. Ráðstefnan hefur aldrei verið jafn umfangsmikil og nú, en nálega fjögur hundruð ágrip bárust til kynningar á rannsóknarverkefnum. Til þess að koma til móts við þátttakendur og gefa sem flestum færi á að kynna rannsóknamiðurstöður sínar sem erindi verða fjórar málstofur samhliða báða ráðstefnudagana. Ráðstefnan hefur með árunum orðið vettvangur þeirra sem vilja kynna rannsóknir á sviði líf- og heilbrigðisvísinda í víðustu merkingu. Hún gefur því gott yfirlit yfir rannsóknastarfsemi í þessum málaflokki hér á landi. Höfundar efnis eru ekki eingöngu starfandi við Háskóla íslands heldur einnig við aðra háskóla og rannsóknastofnanir erlendar sem innlendar, frá Landspítala sem og öðrum heilbrigðisstofnunum og heilsugæslu. I tilefni af eitt hundrað ára afmæli Háskóla íslands og læknadeildar verður skipulögð opin málstofa á ráðstefnunni ætluð almenningi. Á þennan fund eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Þrír fræðimenn við heilbrigðisvísindasvið munu flytja erindi um heilbrigðismál og rannsóknir sem ætla má að höfði til margra. Erindin heita: Bólusetningar, ávinningur og áhætta, flutt af dósent Þórólfi Guðnasyni, smitsjúkdómalækni barna; Hjartaskurðlækningar á íslandi, flutt af prófessor Tómasi Guðbjartssyni, hjartaskurðlækni og loks Þyngdin til rannsóknar, flutt af prófessor Laufeyju Steingrímsdóttur, næringarfræðingi. Eftir erindin gefst fundargestum tækifæri til fyrirspurna. Þessari nýbreytni er ætlað að veita almenningi innsýn í hvernig rannsóknaráðstefna gengur fyrir sig, og er eins og áður sagði, í tilefni af aldarafmæli Háskóla Islands og læknadeildar og er fyrsti viðburðurinn í röð ráðgerðra uppákoma á afmælisárinu 2011. Það hvílir fyrst og fremst á þátttakendum sjálfum hversu vel ráðstefnan tekst til. Það er von skipuleggjenda að hún skapi vettvang fyrir virka þátttöku og lífleg, opin og akademísk skoðanaskipti og leiði þannig til nýrra tengsla og samskipta sem orðið gætu grunnur að nánara samstarfi rannsakenda hinna ýmsu fræðasviða heilbrigðisvísindasviðsins. Velkomin til ráðstefnu! Sigurður Guðmundsson, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla íslands Vilhjálmur Rafnsson, formaður Vísindanefndar læknadeildar Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICALIOURNAL www.laeknabladid.is [jkú Aðsetur Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Símar 564 4104-564 4106 (fax) Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ábm. og ritstjóri Anna Gunnarsdóttir Bryndís Benediktsdóttir Gunnar Guðmundsson Inga S. Þráinsdóttir Tómas Guðbjartsson Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Soffía Dröfn Halldórsdóttir soffia@lis.is Blaðamaður og Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 500 Áskrift 9.500,- m. vsk. Lausasala 950,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Prentun, bókband og pökkun Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík ISSN: 0254-1394 LÆKNAblaðið 2011/97 3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.