Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 15

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 15
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA H í F Y L G I R I T 6 6 staðið í milljónir ára og myndað ótrúlega fjölbreyttan banka lífvirkra efnasambanda í náttúrunni. Leitin að nýjum lyfjum í þessum genabanka er einn af grunnsteinum lyfjafræðinnar og forsenda fyrir framþróun og framleiðslu margra nýrra lyfja við erfiðum sjúkdómum. Náttúruefnafræði sjávarlífvera er tiltölulega ný vísindagrein en nú þegar hefur um 21.000 efnasamböndum verið lýst. Einnig er talsverður fjöldi efna úr sjávarhryggleysingjum og örverum í klínískum rannsóknum og tvö lyf sem eiga rætur sínar að rekja til sjávarhryggleysingja eru á markaði. Flest þessara lyfjavirku efna hafa fundist í sjávarlífverum frá suðlægum hafsvæðum en sjávarlífverur frá norðlægum slóðum hafa lítið verið skoðaðar út frá lyfjafræðilegu sjónarhorni. Innan íslenskrar efnahagslögsögu lifa á bilinu sex tii átta þúsund tegundir sjávardýra. Af þessum fjölda teljast tiltölulega fáar til nytjategunda. Nýlegt rannsóknarverkefni sem unnið er við lyfjafræðideild HÍ, i samvinnu við innlenda og erlenda vísindamenn, miðar að því að rannsaka hvort sjávarhryggleysingjar, sem safnað er í íslenskum sjó hafi að geyma ný lyfjavirk efnasambönd. Lífvirkni útdrátta er könnuð í sérvöldum in vitro virkniprófum. Einkum er leitað að efnum, er hafa áhrif á lifun krabbameinsfrumna og gætu ef til vill nýst í baráttunni við illkynja sjúkdóma, og efnum sem hafa áhrif á stýringu ónæmissvars og gætu þannig nýst sem meðferð bólgusjúkdóma. í hverjum útdrætti eru fjölmörg efni og þeir útdrættir sem sýna áhugaverða lífvirkni eru valdir til áframhaldandi lífvirknileiddrar einangrunar virkra innihaldsefna. Leit að nýjum lífvirkum efnum úr íslenskum sjávarlífverum er mikilvægt rannsóknarefni því líffræðilegur fjölbreytileiki í hafinu í kringum landið hefur nánast ekkert verið rannsakaður með tilliti til efnainnihalds lífvera. Ný og áhugaverð efnasambönd gætu leitt til uPPgötvunar verðmætra lyfjasprota sem reynst gætu ákjósanlegir til frekari þróunar á lyfjum við erfiðum sjúkdómum. G 4 Mæði-visnuveira og HIV. Margt er líkt með skyldum Valgerður Andrésdóttir Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum valand@hi.is Mæði og visna eru sauðfjársjúkdómar sem bárust til landsins með innflutningi á Karakúlfé árið 1933. Þessir sjúkdómar voru rannsakaðir a Keldum og á grundvelli þeirra rannsókna setti Björn Sigurðsson fram kenningar um nýjan flokk smitsjúkdóma, hæggenga smitsjúkdóma. Veiran sem olli þessum sjúkdómum er retróveira og er flokkurinn nefndur lentiveirur (lentus=hægur). Þessum sjúkdómum var útrýmt nreð niðurskurði og var síðustu mæðiveikikindinni slátrað 1965. Rannsóknir héldu þó áfram á Keldum, því að augljóst var, að hér var um að ræða óvenjulega sjúkdóma og ýmsum spurningum ósvarað. Eitt af því sem olli miklum heilabrotum var að veiran hélst í kindinni árum saman þrátt fyrir öflugt ónæmissvar. Margrét Guðnadóttir setti fram þá kenningu árið 1974 að veiran væri stöðugt að stökkbreytast og kæmist þannig undan ónæmissvarinu. Arið 1983 var skýrt frá áður óþekktri veiru af flokki retróveira sem hafði ræktast úr eitilfrumum sjúklings með forstigseinkenni alnæmis. Veiran var fyrst talin skyldust Human T-cell lymphotropic virus (HTLV) °g var upphaflega nefnd HTLV-III. Fljótlega kom þó í ljós að veiran var skyldari visnuveiru en HTLV og var flokkuð með lentiveirum og nefnd HIV. Erfitt hefur reynst að ráða niðurlögum HIV þrátt fyrir að meira fé hafi verið varið í að rannsaka þessa veiru en nokkra aðra. Ýmis lyf sem gripa sértækt inn í fjölgunarferli veirunnar hafa verið þróuð og grípa flest inn í öfuga umritun eða hindra sértækan próteasa veirunnar. Sú lyfjagjöf sem almennt er notuð er blanda að minnsta kosti þriggja slíkra lyfja og gengur undir nafninu HAART ( highly active antiretroviral therapy). Þessi lyf losa líkamann samt ekki við veiruna að fullu og getur hún dulist áratugum saman. Bóluefni sem gagn er að hefur enn ekki fundist. Við höfum klónað mæðivisnuveiruna, en það er forsenda þess að hægt sé að skilgreina hlutverk genanna. Eitt þeirra gena sem eru sameiginleg HIV og mæði-visnuveiru er vif genið. Komið hefur í ljós að próteinið sem þetta gen skráir fyrir brýtur niður ákveðið ensím í frumunni sem notað er sem veiruvörn. Rannsóknir okkar á þessu próteini í mæði- visnuveiru benda til að það gegni fleiri hlutverkum við að brjóta niður veiruvarnir. Eitt af því sem er mikilvægt rannsóknarefni er dvalasýking þessara veira, það er sú sýking sem HAART lyfin ná ekki til. Við höfum fundið basaröð í stýrli mæði-visnuveirunnar sem stýrir því í hvaða frumugerðum veiran er virkjuð, en það virðist ráðast af litnisstjórn. Mæðivisnuveira og HIV eru ólíkar að ýmsu leyti, en gangur sjúkdómsins er í grundvallaratriðum sá sami. Það er hægt að læra af því sem er líkt með þessum veirum, en einnig af því sem er ólíkt. G 5 Langvinn lungnateppa á íslandi. Algengur fjölkerfasjúkdómur Þórarinn Gíslason Læknadeild HÍ, lungnadeild Landspítala thorarig@landspitali.is Langvinn lungnateppa (LLT) er samheiti teppusjúkdóma í lungum; langvinnrar berkjubólgu, lungnaþembu og lokastigsastma. Árið 2001 hófst alþjóðasamvinna um langvinna lungnateppu (www.goldcopd. org) og í kjölfar þeirrar vinnu hefur langvinn lungnateppa verið skilgreind sem sjúkdómur er einkennist af teppu í lungum sem ekki er að fullu afturkræf eftir gjöf berkjuvíkkandi lyfja. Rannsóknir á fjölskyldutengslum fslenskra sjúklinga með langvinna lungnateppu hafa sýnt auknar líkur á ættlægni. Astmi, einkum ef tengdur ofnæmi, meðal fullorðinna hefur í fyrri rannsóknum reynst fátíðari á íslandi en í öðrum Evrópulöndum (www.ECRHS.org), en lítið hefur verið vitað um algengi langvinnrar lungnateppu á Islandi. Fyrri alþjóðlegar rannsóknir á algengi langvinnrar lungnateppu hafa einnig sýnt mjög mismunandi niðurstöður enda hefur aðferðafræði þeirra verið ólík. Árin 2005-6 tók ísland þátt í fjölþjóðarannsókn (Burden of Obstructive Lung Disease (BOLD), www.boldstudy.org). Algengi langvinnrar lungnateppu reyndist svipað á Islandi og hjá viðmiðunarþjóðum, eða 18% einstaklinga 40 ára og eldri (Buist SA o.fl., 2007). BOLD rannsóknin sýndi einnig að meðferð Iangvinnrar lungnateppu á íslandi var ekki í samræmi við alþjóðlegar leiðbeiningar (www.goldcopd.org). Bæði var fjöldi sjúklinga með langvinna lungnateppu ógreindur og ómeðhöndlaður, en einnig notaði umtalsverður fjöldi einstaklinga innöndunarlyf án þess að hafa farið í blásturspróf. Líkur eru á vaxandi dánartíðni, sjúkleika og lyfjakostnaðar vegna langvinnrar lungnateppu á næstu árum og hefur verið áætlað að langvinn lungnateppa verði í þriðja sæti í heiminum árið 2020 og þá dánarorsök sex milljóna karla og kvenna. Enda þótt reykingar séu stærsti áhættuþáttur langvinnrar lungnateppu er ljóst að margt fleira skiptir máli varðandi líkur á fá sjúkdóminn; til dæmis ofnæmi í bemsku, offita og umhverfismengun. Við höfum tekið þátt í að mæla ýmis bólguboðefni (meðal annars CRP og IL-6) ásamt því að meta áhrif þeirra á öndunargetu. Ekki er lengur Iitið á langvinna lungnateppu sem einangraðan lungnasjúkdóm heldur sem fjölkerfasjúkdóm. Sjúklingar með langvinna lungnateppu eru oftar LÆKNAblaðið 2011/97 15 L
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.