Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Síða 16

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Síða 16
XV VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 66 en aðrir með hjartasjúkdóma og sykursýki, en við þær aðstæður eru lífslíkur þeirra hvað lakastar. G 6 Inflúensa í fortíð og nútíð Magnús Gottfreðsson Læknadeild Háskóla íslands og Landspítala magnusgo@landspitali.is Heimsfaraldrar inflúensu geisa að jafnaði tvisvar til þrisvar á hverri öld, en þess á milli gengur árstíðarbundin inflúensa um heimsbyggðina. Nýir stofnar inflúensuveira eiga oftast rætur að rekja til suðurhvels jarðar, þar sem nábýli manna, svína og fugla er mikið. Sýnt hefur verið fram á að dánartíðni af mörgum sjúkdómum eykst í kjölfar inflúensu- faraldra, meðal annars kransæðastíflu, heilablóðfalls og lungnabólgu. Hin svonefnda Rússaflensa gekk í Evrópu árið 1889 en sennilega hérlendis árin 1890 og 1894. Næsti heimsfaraldur var Spánska veikin, skæðasta drepsótt sögunnar sem lagði að velli allt að 50 milljónir manna um víða veröld og olli miklu mannfalli hérlendis í nóvember 1918. Sjúkdómsmyndin var sérstök, alvarleg lungnabólga með öndunarbilun og jafnvel blæðingum hjá ungu og hraustu fólki. Astæða þess er enn ráðgáta. Talið er að 1-3% þeirra sem sýktust hafi látist af völdum Spánsku veikinnar. Hér á landi tókst að hindra útbreiðslu veikinnar til Norður- og Austurlands sem er fádæmi, en ýmis gögn benda til að veikin hafi komið aftur fram árið 1921 á þeim svæðum sem sluppu árið 1918. Næstu tveir heimsfaraldrar, Asíuflensan 1957 og Hong Kong flensan 1968 voru vægari og umframdánartíðni <0,1% meðal sýktra. Næsti heimsfaraldur inflúensu, svonefnd svínaflensa af HlNlv stofni, kom fyrst fram í Mexíkó í mars 2009 og barst til Islands í maí, en Alþjóðaheiibrigðisstofnunin lýsti yfir heimsfaraldri í júní sama ár. Hér á landi náði útbreiðsia veikinnar hámarki í október og nóvember og olli hún miklu umframálagi á heilsugæslustöðvar og sjúkrahús, þrátt fyrir bólusetningar og notkun veirulyfja. Þrátt fyrir að svínaflensan væri væg í samanburði við Spánsku veikina 1918 vekur athygli að veikin kom verst niður á börnum, ungu og miðaldra fólki. Þurftu um 130 sjúklingar að leggjast inn á Landspítala vegna hennar og vistuðust 16 á gjörgæslu- deild. Með sívaxandi mannfjölda og ferðalögum getur smit með nýjum stofnum inflúensu borist hratt heimshorna á milli. Náið þarf að fylgjast með veirusmiti í fuglum og svínum. Vöktun í mönnum þarf einnig að vera virk og viðbrögð skjót, en meðalvegurinn milli ýktra viðbragða eða athafnaleysis heilbrigðisyfirvalda getur verið vandrataður. Auka þarf þekkingu okkar á hvað veldur mismunandi ónæmisviðbrögðum við inflúensu og stytta þarf þróunar- og framleiðslutíma bóluefna. OPINN FUNDUR FYRIR ALMENNING ÁGRIP FYRIRLESTRA O 1 Bólusetningar. Ávinningur og áhætta Þórólfur Guðnason Sóttvarnasviði landlæknisembættisins thorolfur@landlaeknir. is Á undanfömum ámm hefur talsverð umræða farið fram um hugsanlega skaðsemi bólusetninga en oft á tíðum minna borið á umræðu um gagnsemi þeirra. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur ályktað að almennar bólusetningar barna bjargi fleiri mannslífum og komi í veg fyrir fleiri alvarlega sjúkdóma en nokkur önnur aðgerð í heilbrigðismálum. Á íslandi hefur almenn þátttaka í bólusetningum ávallt verið mjög góð og hefur það leitt til þess að í dag sjást hér varla þeir sjúkdómar sem bólusett er gegn. Þegar litið er á íslenskar heilbrigðisskýrslur kemur glöggt í ljós, að flestir ofangreindir sjúkdómar hafa alfarið horfið vegna tilkomu bólusetninga. En eru bólusetningar hættulegar? Bólusetningar valda oft vægum aukaverkunum eins og hita, roða og þrota á stungustað en alvarlegar aukaverkanir eru afar sjaldséðar. Alvarlegar aukaverkanir geta sést eftir um það bil eina af 500.000 bólusetningum sem þýðir að á íslandi má búast við slíkum aukaverkunum á 30-40 ára fresti. Hins vegar eru alvarlegar afleiðingar sjúkdómanna sem bólusett er gegn margfalt algengari og alvarlegri. Sem dæmi má nefna að alvarlegar afleiðingar mislinga (dauði, heilabólga og lungnabólga) sjást hjá um 10% barna sem sýkjast en engin meðferð er til í dag við sjúkdómnum. Umræðunni um skaðsemi bólusetninga vex oft fiskur um hrygg á tímum þegar sjúkdómar sem bólusett er gegn eru sjaldséðir (vegna bólusetninganna). Umræðan er hins vegar oft á tíðum óábyrg og full af rangfærslum sem leitt getur til þess að foreldrar hætta við að láta bólusetja börn sín. Þetta leiðir gjarnan til þess að bólusetningasjúkdómar blossa upp á ný með skelfilegum, heilsufarslegum afleiðingum. Islenskir foreldrar hafa ávallt haft skilning á mikilvægi bólusetninga og því hefur tekist að halda mörgum alvarlegum sjúkdómum frá landinu. Mikilvægt er, að hér á landi verði áfram góð almenn þátttaka í bólusetningum, þannig að viðhaldið verði þeim góða árangri sem hér hefur náðst. Heilbrigðisyfirvöldum ber jafnframt skylda til að fylgjast vel með öryggi bólusetninga og grípa til aðgerða ef líkur eru á að alvarlegir sjúkdómar stafi af völdum þeirra. 16 LÆKNAblaðið 2011/97
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.