Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 17

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 17
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA H í F Y L G 1 R I T 6 6 02 Opnar hjartaskurðaðgerðir á íslandi Tómas Guðbjartsson Landspítala, Háskóla fslands torr>asgud@landspitali .is Fyrsta opna hjartaskurðaðgerðin var framkvæmd á íslandi þann 16. júní 1986. Síðan hafa rúmlega 5200 hjartaaðgerðir verið framkvæmdar hér á landi en á hverju ári eru gerðar í kringum 250 hjartaaðgerðir á fullorðnum °g 10-15 aðgerðir á börnum. Aðgerðunum má í grófum dráttum skipta í þrennt; kransæðahjáveituaðgerðir, aðgerðir á hjartalokum °g viðgerðir á meðfæddum hjartagöllum. Kransæðahjáveituaðgerðir eru langalgengastar eða um 70% aðgerðanna. Blóðflæði til hjartans er bætt með því að tengja framhjá stíflum í kransæðum. Yfirleitt er notast við hjarta- og lungnavél og hjartað stöðvað tímabundið í aðgerðinni en einnig er hægt að gera kransæðahjáveitu á sláandi hjarta. Við hjartalokuaðgerðir er annað hvort skipt um loku, eins og við þrengsli í ósæðarloku, eða lokan lagfærð, til dæmis við míturlokuleka. Þegar skipt er um loku er annaðhvort komið fyrir gerviloku úr hertu kolefni eða loku úr svíni eða kálfi. Hjá nýburum er lokun á fósturæð, sem ekki lokast af sjálfu sér eftir fæðingu, algengasta hjartaaðgerðin, en hjá eldri börnum er algengara að loka þurfi opum á milli hjartahólfa eða lagfæra meðfædd þrengsli í ósæð. Fyrir fimm árum hófst á Landspítala umfangsmikil rannsókn á arangri opinna hjartaskurðaðgerða sem fjöldi lækna, læknanema °g hjúkrunarfræðinga hafa tekið þátt í með skipulögðum hætti. Um brýnt verkefni er að ræða þar sem fáar rannsóknir voru til áður um árangur opinna hjartaaðgerða hér á landi. Hátt í 1000 hjartaaðgerðir hafa þegar verið skráðar í rafrænan gagnagrunn og upplýsingar úr honum notaðar til að meta árangur aðgerðanna. Könnuð hafa verið afdrif sjúklinganna en einnig fylgikvillar sem komið hafa upp eftir aðgerðirnar. Sérstök áhersla hefur verið lögð á skráningu sýkinga í skurðsárum en einnig könnuð tíðni nýmabilunar, alvarlegra blæðinga °g þörf fyrir blóðgjafir. Loks hefur langtímaárangur eftir lokuskipti og kransæðahjáveituaðgerðir verið rannsakaður og bornar saman aðgerðir sem gerðar voru á sláandi hjarta og með aðstoð hjarta- og lungnavélar. I fyrirlestrinum verða helstu þættir rannsóknarinnar kynntir og sérstök áhersla lögð á framlag læknanema. O 3 Þyngdin til rannsóknar Laufey Steingrímsdóttir Rannsóknastofu í næringarfræði Landspítala, matvæla- og næringarfræðideild HÍ laufst@landspitali. is Síðustu áratugi hefur líkamsþyngd meðal fslendingsins aukist jafnt og þétt og æ fleiri konur, karlar og börn flokkast með offitu samkvæmt stöðlum Alþjóðaheilbrigðisstofnunar, WHO. Hér er síður en svo um séríslenskt fyrirbæri að ræða, svipaða sögu má segja um heimsbyggð víða, jafnvel í löndum þar sem næringarskortur er alvarlegur heilsuvandi meðal þeirra lægst settu. Á sama tíma er fræðsla og hvatning um holla lífshætti á hverju strái og þrýstingur umhverfisins á grannan og stæltan líkama meiri en nokkru sinni fyrr. Auglýsingar á heilsuvörum og framboð á líkamsrækt fylla síður blaða, sem gjaman eru prýddar myndum af vöðvastæltu og tággrönnu fólki. Væntanlega hefur sjaldan eða aldrei verið svo djúp gjá milli staðalímyndar og raunverulegrar líkamsbyggingar alls almennings og einmitt nú. Rannsóknir á helstu orsökum þessa heimsfaraldurs eins og WHO nefnir fyrirbærið, heilsufarslegum afleiðingum hans, fylgikvillum og meðferð, svo ekki sé minnst á leiðum til að sporna við þróuninni, hafa verið áberandi við margar helstu vísindastofnanir heims síðustu áratugi. Árlega birtist fjöldi vísindagreina á þessu sviði og þar leggja vísindamenn við Háskóla Islands sitt af mörkum. En þrátt fyrir allt það ágæta vísindastarf hefur þyngdin aukist ár eftir ár hjá æ fleirum - og nú eru góð ráð dýr. í fyrirlestrinum verður rædd nauðsyn þess að endurskoða áherslur, aðferðir og nálgun við rannsóknir og á þessu mikilvæga lýðheilsumáli. Vísbending um breytta þróun leynist þó meðal annars úr skólaheilsugæslu í Reykjavík sem sýnir að hlutfall barna í yfirþyngd hefur ekki aukist allra síðustu ár. Lýðheilsuverkefni í skólum á vegum sveitarfélaga, heilsugæslu, Lýðheilsustöðvar og háskóla hafa væntanlega haft sitt að segja í þeirri þróun. Þar hefur áherslan verið á heilsusamlega lífshætti og aðbúnað frekar en líkamsþyngd, og forðast að ala á megrunaráráttu eða grafa undan jákvæðri og sterkri sjálfsvitund ungs fólks. Þótt fræðsla geti sannarlega haft áhrif, benda flestar rannsóknir til þess að umhverfi fólks, skipulag bæja og borga, framboð og verðlag á hollri matvöru skipti hvað mestu máli fyrir heilsu og líkamsþyngd íbúanna. LÆKNAblaðið 2011/97 17
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.