Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Qupperneq 19

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Qupperneq 19
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 var ekki samband milli makamissis og áhættu á heilabilun (OR 0,91; 95% Ci 0,64-1,29) og vægri vitrænni skerðingu (OR 0,98; 95% CI 0,73-1,30). Alyktanir: Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar styðja ekki niðurstöður fyrri rannsóknar um að makamissir auki áhættuna á vitrænni skerðingu eða heilabilun. E 4 Byltur sjúklinga á Landspítala 2005-2009. Einkenni og afleiðingar Eygló Ingadóttir, Hlíf Guðmundsdóttir Hjúkrunarfræðideild HÍ, Landspítaia eygloing@landspitali.is Inngangur: Byltur sjúklinga eru algengar á bráðasjúkrahúsum og er tíðni þeirra oft höfð sem mælikvarði á gæði hjúkrunar. Byltur eru til dæmis eitt alvarlegasta heilbrigðisvandamál aldraðra því þær geta valdið bráðum áverka, haft langvarandi áhrif á lífsgæði og stuðlað að ótímabærum dauða. Efniviður og aðferðir: Unnið var úr eigindlegum og megindlegum gögnum úr atvikaskráningarkerfi Landspítalans frá 2005 til 2009. Alls voru 2.578 byltur skráðar á tímabilinu. Þar af var unnið úr gögnum um 1761 sjúkling sem hlotið höfðu 2382 byltur. Niðurstöður: Skráðum byltum sjúklinga á Landspítala fjölgaði um 332 á tímabilinu, úr 323 árið 2005 í 655 árið 2009. Mest fjölgaði skráðum byltum um 142 milli áranna 2007-2008 en á því tímabili var sérstakt byltuvamarátak á spítalanum og því fjölgaði skráningu tilfella til mikilla muna. Meðalaldur sjúklinga sem hlotið höfðu byltur á sjúkrahúsinu var 77,2 ár. Því eldri sem sjúklingar voru þeim mun líklegri voru þeir hl að hljóta byltu. Sjúklingar eldri en 85 ára voru síður líklegir til að fá averka við byltu en þeir sem yngri voru. Kariar voru líklegri til að detta en konur og karlar voru líka líklegri til að detta oftar en einu sinni. Meiri líkur voru á að áttaðir sjúklingar fengju áverka við byltu en þeir sem oattaðir voru. Sjálfbjarga sjúklingar voru einnig líklegri til að fá áverka við byltu en þeir sem voru ósjálfbjarga. 35% sjúklinga sem duttu voru á leið á salerni og þeir voru einnig líklegri til að fá áverka heldur en þeir sem duttu af öðrum ástæðum. Á næturnar duttu 40% sjúklinga og var algengasti byltutíminn frá kl. 02:00-04:00. ^lyktanir: Byltutíðni á Landspítala hefur aukist til muna. Engu að síður er tíðni þeirra minni en á 73 enskum bráðasjúkrahúsum. í erlendum rannsóknum má sjá, að skráning á byltum eykst þegar áhersla er lögð á byltuvarnir. Þessi rannsókn bendir til hins sama. Mikilvægt er að reyna að fyrirbyggja salernistengdar byltur sjúklinga, til dæmis með öruggu aðgengi og reglulegum salernisferðum. Sjúklingar detta oftast fyrri hluta nætur. Ástæðuna má líklega rekja til þess að þá séu sjúklingar undir áhrifum svefnlyfja en rannsóknir hafa sýnt að þau geti leitt til byltna. E 5 Staðbundin og heildræn rafleiðnimæling á fitulausum massa til samanburðar við DXA meðal aldraðra íslendinga Þórsd aime*'’ Cuðný Geirsdóttir', Atli Amarson1, Pálmi V. Jónsson, Inga nnsóknastofu j nærtngarfrægj Landspítala, matvæla- og næringarfræðideild HÍ, oldrunarsviði Landspítala, læknadeild HÍ a,fons@landspitali.is lungangur: Markmið rannsóknarinnar var 1) að bera saman mat á fítulausum massa (FLM) með lófatækri rafleiðnimælingu (HHBIA) við hefðbundna rafleiðnimælingu (CBIA) og tvíorku beinþéttnimælingu (DXA) og 2) að þróa jöfnu, sértæka með tilliti til þýðis, til þess að meta FLM hjá öldruðum íslendingum. Efniviður og aðferðir: Til staðar voru gögn um FLM meðal 98 heimabúandi, aldraðra íslendinga sem fengin höfðu verið með DXA, CBIA og HHBIA (aldur =73±5,6 ár, líkamsþyngdarstuððull =28,8±5,2 kg/m2). Þátttakendum var skipt af handahófi í þróunarhóp (n=50) og prufuhóp (n=48). Jafna til þess að spá fyrir um FLM, sem var sértæk með tilliti til þýðis, var þróuð út frá CBIA og líkamsmælingum hjá þróunarhópi og síðan borin saman við aðrar BIA-jöfnur (Deurenberg, Segal jöfnur, sértækar með tilliti til mælitækis) ásamt mati á FLM með DXA hjá prufuhópi. Niðurstöður: Fylgni á milli BIA og DXA var mjög mikil, eða >0,9. Samt sem aður var meðalmunur til samanburðar við DXA mjög breytilegur en hann var á bilinu -5,0 kg (Deurenberg) til +2,5 kg (Segal, HHBIA) og +3,3 kg (CBIA). Meðalmunur jöfnunnar, sem var sértæk með tilliti til þýðis, var minni en 0,1 kg. Staðalfrávik mismunarins var á bilinu 2,6 til 3,3 kg. Samræmismörk (limits of agreement) BIA aðferðanna voru svipuð og á bilinu 9,9 og 12,9 kg. Ályktanir: Meðal aldraðra fslendinga gefa HHBIA og CBIA svipað mat á FLM þegar notaðar eru jöfnur sem sértækar eru með tilliti til mælitækis. CBIA veitir möguleika á því að notaðar séu jöfnur sem sértækar eru með tilliti til þýðis og gefa bestar niðurstöður. Samt sem áður voru samræmismörk víð og svipuð öllum þeim BIA aðferðum sem prófaðar voru. Þetta bendir til þess að BIA-greining sé háð ákveðnum takmörkunum við mat á FLM. E 6 Þunnt skelbein aðgreinir einstaklinga með mjaðmarbrot frá óbrotnum hjá báðum kynjum. Öldrunarrannsókn Hjartaverndar Fjóla Jóhannesdóttir1, Kenneth E.S. Poole2, Jonathan Reeve2, Kristín Siggeirsdóttir3, Thor Aspelund14, Brynjólfur Mogensen5-6, Brynjólfur Y. Jónsson7, Sigurður Sigurðsson3, Tamara B. Harris8, Vilmundur G. Guðnason36, Gunnar Sigurðsson3M 'Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild HÍ, 2læknadeild Cambridge háskóla Bretlandi, 3Hjartavemd, 4raunvísindadeild HÍ, 5Landspítala,6læknadeild HI, Tiáskólasjúkrahúsinu Malmö, 8Öldrunarstofnun Bandaríkjanna, Bethesda fjoiajo@hi.is Inngangur: Mikilvægi þykktar skelbeins í lærleggshálsi hefur lítið verið rannsakað með tilliti til áhættu á mjaðmarbrotum. f þessari framsýnu tilfellaviðmiðuðu rannsókn mátum við þykkt skelbeins á miðjum lærleggshálsi sem áhættuþátt fyrir mjaðmarbroti hjá eldra fólki. Efniviður og aðferðir: Allir þátttakendur eru hluti af Öldrunarrannsókn Hjartaverndar á aldrinum 67-93 (n=4.831). Á eftirfylgni tíma 4,5 ár, höfðu 143 hlotið mjaðmarbrot. Við mátum þykkt skelbeins í þversniði á miðjum lærleggshálsi út frá sneiðmyndum af mjöðm í líffærafræðilegum fjórðungum í 143 mjaðmarbrotnum og 298 einstaklingum í viðmiðunarhópi (187 kvk, 111 kk) að viðbættri heildarbeinþéttni í lærleggshálsi. Mjaðmarbrotin voru flokkuð í 78 lærleggshálsbrot (47 kvk, 31 kk) og 65 brot á lærhnútu (41 kvk, 24 kk) og var áhættan metin sérstaklega fyrir hvorn flokk. Niðurstöður: Þykkt skelbeins í efri hluta þversniðs í gegnum miðjan lærleggsháls hafði hærra forspárgildi um mjaðmarbrot en þykktin í neðri hluta þess. Mesti munur á skelbeinsþykkt milli brotinna einstaklinga og óbrotinna var í efri og framanverðum hluta þversniðsins og munurinn var talsvert meiri hjá karlmönnum en konum. Niðurstöðurnar bentu einnig til þess að konur og karlmenn brotni við svipaða skelbeinsþykkt. Þykkt skelbeins metin í efri og framanverðum hluta þversniðs háls var marktækur stiki um hættuna á broti á lærleggshálsi fyrir bæði kynin, eftir leiðréttingu fyrir heildarbeinþéttni í Iærleggshálsi. Meðal karlmanna var skelbeinsþykkt einnig marktækur stiki í að spá fyrir um LÆKNAblaðið 2011/97 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.