Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 32
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ
FYLGIRIT 66
reyndist þannig vera 13% (18/137). Iljahnútar tengdust lengra gengnum
lófakreppusjúkdómi (P<0,001). Sjúklingar með iljahnúta fengu einkenni
um lófakreppu yngri að árum (P<0,001) og ættarsaga um lófakreppu var
algeng (P<0,001).
Alyktanir: Sterk tengsl fundust milli lófakreppusjúkdóms og iljahnúta.
Um 13% eldri karla með lófakreppusjúkdóm hafa jafnframt hnúta í
iljum. Iljahnútar tengjast ættarsögu um lófakreppu og lengra gengnum
sjúkdómi.
E 45 Lífvirkni kítósanfilma með mismunandi deasetíleringu til
húðunar á títanígræði
Ramona Licder123, Mariam Darai* * 3, C.-H. Ng4, Jón M. Einarsson4, Jóhannes
Bjömsson5, Benedikt Helgason6, Jóhannes Gíslason4, Gissur Örlygsson3, Ólafur E.
Sigurjónsson1'2
‘Blóðbankanum Landspítala, 2tækni- og verkfræðideild HR, 3Nýsköpunarmiðstöð íslands,
4Genís ehf., 5rannsóknastofu í meinafræði Landspítala, 6Institute for Surgical Technology and
Biomechanics University of Bern, Sviss
oes@landspitali.is
Inngangur: Viðgerðir á vefjasköðum með bæklunarlækningum
fela oft í sér notkun á ígræðum úr títan eða htanblönduðum málmi.
Því hafa rannsóknir aukist á því hvernig meðhöndla megi yfirborð
títanígræða í þeim tilgangi að auka lífvirkni þeirra og þar með bindingu
þeirra í líkamanum til dæmis við bein. Kítósan, deasetílerað form af
kítíni, lífrænt efni einangrað úr rækjuskel, er eitt efni sem verið er að
skoða með tilliti til húðunar á títanígræðum, í þeim tilgangi að auka
beinígreypni og frumuviðloðun títans. I þessari rannsókn skoðuðum
við áhrif mismunandi kítósan deasetíleringar á viðloðun, fjölgun
beinforverafrumulínu (MC3T3-E1) á kítósanfilmur með mismunandi
deasetíleringu.
Efniviður og aðferðir: Kítósanfilmur voru búnar hl með því að leysa
deasitílerað (degree of deacitilation (DD) 40%, DD 70%, DD 87% og DD
96%) kítósan upp £ ediksýru og steypa úr því filmur í ræktunarbakka.
Filmurnar voru hlutleystar í NaOH, sótthreinsaðar með etanóli og
sýrustig stillt að pH 7,4. Frumum var sáð á filmurnar og viðloðun, líftala
og fjölgun metin með smásjárskoðun og MTT prófi. Beinsérhæfing var
metin með q-PCR og ALP prófi. Yfirborðsgerð himnanna var metin með
„atomic force microscopy".
Niðurstöður: Beinforverafrumur loða best við og fjölga sér mest á
hærra DD (degree of deacetylation) kítósanhimnum (DD96 og DD87).
Mismunur í DD virðist ekki hafa nein afgerandi áhrif á tjáningu
beinsérhæfingargena í MC3T3 frumulínu. Krosstengingin á lægri DD
himnum (DD70 og DD96) örvar frumuviðloðun og fjölgun frumna.
Ályktanir: Mismunandi DD kítósan virðist ekki hafa áhrif á tjáningu
beinsérhæfingar gena í MC3T3 frumulínu. Næstu skref eru að athuga
eiginleika mismunandi DD kítosanfilma eftir húðun þeirra á htanígræði
og kanna nánar áhrif á beinsérhæfingu með mesenchymal stofnfrumum.
E 46 Áhrif glúkósamíns á beinsérhæfingu og tjáningu kítínasalíkra
próteina í mesenchymal stofnfrumum
Ramona Lieder1'5, Stefán Ágúst Hafsteinsson1, Sigríður Þóra Reynisdóttir1, Pétur
H. Petersen4, Finnbogi Þormóðsson4, Jón M. Einarsson2, C.-H. Ng2, Jóhannes
Björnsson3-1, Jóhannes Gíslason2, Ólafur E. Sigurjónsson1'5
’Blóðbankanum Landspítaia, 2Genís ehf., 5rannsóknastofu í meinafræði Landspítala,
4Iæknadeild HÍ,5tækni- og verkfræðideild HR
oes@landspitali. is
Inngangur: Kítínasalík prótein (CLP) tilheyra fjölskyldu 18 glýkósíl
hýdrólasa og eru talin gegna hlutverki í bólgusvörun og vefjaummyndun
á fósturshgi. Mesenchymal stofnfrumur (MSC), eru fjölhæfar frumur,
sem hægt er að sérhæfa yfir £ fituvef, beinvef og brjóskvef. Litið er vitað
um tjáningu og hlutverk CLP £ mesenchymal stofnfrumum en sýnt
hefur verið fram á að CLP eru tjáð £ frum- (primary) brjóskfrumum.
Glúkósamfn er ein af byggingareiningum kftósan og kitrns sem er
að finna £ stoðgrind ýmissa hryggleysingja þar á meðal rækjuskel.
Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif glúkósamins á tjáningu
k£t£nasalikra próteina £ mesenchymal stofnfrumum og beinsérhæfingu.
Efniviður og aðferðir: Mesenchymal stofnfrumum var fjölgað og þær
sérhæfðar yfir i beinmyndandi frumur með og án glúkósamins. Tjáning
á CLP var könnuð með RT-PCR og q-PCR. Beinsérhæfing var könnuð
með tjáningu á beinsérhæfingargenum (ALP, osteopontin, osteocalcin)
og með athugun á steinefnamyndun (Alizarin red). Greining á tjáningu
ýmissa bólguörvandi og bólguletjandi vaxtarþátta var framkvæmd með
Luminex bead array-tækni.
Niðurstöður: Mesenchymal stofnfrumur og sérhæfðar beinmyndandi
frumur tjá CLP próteinin YKL-39 og YKL-40, en ekki virku kítinasana
AMCase og Chitotriosidase. Glúkósamín eykur tjáningu á YKL-39 og
YKL-40 og eykur tjáninguna á beinsérhæfinargenum. Hins vegar dregur
glúkosamin úr steinefnamyndun samanborið við viðmið.
Ályktanir: Þetta er í fyrsta skiptið sem sýnt hefur verið fram á tjáningu
á krtinasalíkum próteinum £ mesenchymal stofnfrumum. Fyrir liggur
að kanna nánar hlutverk CLP i beinsérhæfingu og áhrif glúkósamins á
steinefna myndun (minerilization).
E 47 Sameindalíffræði myndunar mannslungans, þrívítt
frumuræktarkerfi og notagildi þess
Sigríður Rut Franzdóttir1, Ari Jón Arason1, Þórarinn Guðjónsson1-2, Magnús Karl
Magnússon1'2,3
’Rannsóknastofu í stofnfrumufræðum HÍ, 2rannsóknastofu í blóðmeinafræði Landspítala,
5rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði HÍ
sirnjt@hi.is
Inngangur: Berkjutréð myndast £ ferli sem nefnt er greinótt formmyndun
lungna, þar sem hópar þekjufrumna vaxa út frá stofni og greinast
í sifellt smærri loftvegi. Þekking á þroskunar- og sameindaliffræði
mannslungans er afar takmörkuð og byggir að mestu á óstaðfestum
niðurstöðum úr nagdýrum, en aukin þekking gæti komið að miklu
gagni við meðhöndlun fyrirbura og alvarlegra lungnasjúkdóma.
Hingað til hefur ríkt skortur á frumulinum og ræktunarlfkönum til
rannsókna á greinóttri formmyndun mannslungans. Við höfum nú
þróað þrivftt frumuræktarlikan sem byggir á þekjufrumulinu (VA10) í
samrækt með æðaþelsfrumum og sett upp lentiveirukerfi með það að
markmiði að örva eða bæla tjáningu mikilvægra þroskunargena í þessu
líkani til að skoða hlutverk þeirra í formmyndun lungans.
Efniviður og aðferðir: í þrívíða ræktunarkerfinu eru VA10
frumur ræktaðar með æðaþeli úr naflastreng (HUVEC) í Matrigel
grunnhimnugeli. Bæling eða örvun þroskunargena er framkvæmd með
innleiðslu HIV lentiveiruferju.
Niðurstöður: HUVEC frumur seyta þáttum sem eru nauðsynlegir til
örvunar greinamyndunar í þyrpingum VA10 þekjufrumna. FGF boð
örva greinamyndun í ýmsum þroskunarferlum og eru líkleg til að gera
það einnig i mannslungum. Þegar FGF viðtakar voru hindraðir fékkst
engin greinamyndun, heldur minntu þyrpingarnar á berjaklasa og
tjáning shRNA gegn FGFR2 gaf sömu svipgerð. Við vinnum nú að því að
kanna nánar hlutverk FGF boðferlisins og Sprouty próteina í greinóttri
formmyndun. Að auki verður þáttur annarra boðferla kannaður.
32 LÆKNAblaðið 2011/97