Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 38

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 38
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 hjúkrunarfræðinga. Markmið þessarar lýsandi rannsóknar var að skoða samband starfsánægju hjúkrunarfræðinga við starfskröfur og væntingar í starfi. Efniviður og aðferðir: Þýði var hjúkrunarfræðingar starfandi á skurðlækningasviði Landspítala (N=383), svörun var 49%. Gagna var aflað í netkönnun sem fór fram í desember 2009 og janúar 2010. Starfsánægjumælikvarði var notaðu til að mæla starfsánægju. Spurt er um ánægju með 17 atriði á kvarða frá 5 (mjög ánægð/ur) -1 (mjög óánægð/ur). Innra samræmi spurninganna var gott (Chronbachs a=0,91). Væntingar í starfi voru metnar með fjórum spumingum og starfskrö- fur með 15. Notast er við Pearsons fylgnipróf, dreifigreiningu og t-próf við úrvinnslu. Niðurstöður: Meðalstarfsánægja var 3,4 (±0,7). Starfsánægja mældist meiri meðal hjúkrunarfræðinga sem töldu að hjúkrunin væri góð á þeir- ra deild, að þekking þeirra nýttist í starfi, að þeir gætu forgangsraðað tíma sínum út frá ástandi sjúklings, að starfskröfur væri í samræmi við gildismat þeirra og að úrræði væru til staðar til að leysa vanda sjúklinga. Niðurstöður sýna að starfsumhverfi sem styður við að hjúkrunarfræðin- gar geti sinnt störfum sínum eykur á starfsánægju þeirra. Skoða þarf starfsumhverfi á sviðinu með tilliti til þessara þátta. E 64 Kynbundin breyting á tíðni greiningar fíknisjúkdóms meðal inniliggjandi sjúklinga á geðdeildum Steinn Steingrímsson1-2, Hanne Krage Carlsen2, Sigmundur Sigfússon3, Andrés Magnússon1-2 ’Geödejld Landspítala, 2Iæknadeild HÍ, 3geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri steinnstein@gmail.com Inngangur: Áfengis- og vímuefnaneysla er alvarlegt heilsufarsvandamál á Islandi, sem leiðir til ótímabærs dauða ungra einstaklinga og mikils kostnaðar fyrir samfélagið ekki síst vegna álags á sjúkrahús og geðdeildir. Mikill kynjamunur hefur verið á tíðni fíknisjúkdóma, sérstaklega hefur áfengisneysla verið meiri hjá körlum. Markmið þessarar rannsóknar var að greina breytíngar í fjölda innlagðra sjúklinga með fíknigreiningu yfir 27 ára tímabil með sérstakri áherslu á kynjahlutföll. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggir á tölum Hagstofu íslands varðandi áfengissölu og gagnagrunni yfir allar innlagnir á geðdeildir á Islandi síðastliðin 27 ár. Borinn var saman fjöldi innlagðra einstaklinga með fíknisjúkdóms meðal karla og kvenna og hvort breyting á kynjahlutfalli hefði átt sér stað. Til þess að vera skilgreindur með fíknisjúkdóm í þessari rannsókn þurftí einstaklingur að fá greiningu úr flokki geð- og atferlisraskana af völdum geðvirkra efna (samkvæmt ICD-9 eða 10) á gefnu ári (tóbaksfíkn undanskilin). Niðurstöður: Árleg áfengisneysla hreins vínanda jókst úr 4,3 í 7,5 lítra á hvern einstakling yfir 15 ára aldri á rannsóknartímabilinu. Síðustu 27 ár hefur hlutfall innlagna vegna fíknisjúkdóma sífellt aukist á meðan að innlagnir vegna annarra geðkvilla hafa hlutfallslega minnkað. Fyrir 27 árum síðan var kynjadreifing þeirra sem lögðust inn á geðdeild vegna fíknisjúkdóma þrír karlar fyrir hverja konu, en nú er hlutfallið þrír karlar fyrir hverjar tvær konur. Ályktanir: Fíknisjúkdómar hafa orðið stöðugt algengari ástæða fyrir innlögnum á geðdeildir. Aukin neysla kvenna skýrir að mestu leyti þessa þróun og hefur kynjamunur minnkað á tímabilinu. Sennilega skýrir breytt samfélagsleg staða kvenna mest þessa breytingu. E 65 Hafa lögleg vanabindandi efni áhrif á vonleysi og sjálfskaða hjá einstaklingum sem leita til heilsugæslunnar eða á göngudeild geðsviðs? Jón Áki Jensson1, Hafrún Kristjánsdóttir2, Jón Friðrik Sigurðsson1-2, Engilbert Sigurðsson12 'Læknadeild, 2geðsvið Landspítala engilbs@landspitali. is Inngangur: Markmið þessarar rannsóknar er að kanna tengsl notkunar áfengis og tóbaks við vonleysi og sjálfskaða hjá einstaklingum sem leita til heilsugæslunnar vegna algengra tilfinningavandamála svo sem þunglyndis og kvíða. Aðaltilgáta okkar var sú að regluleg notkun áfengis yki líkur á vonleysi, sjálfsvígshugsunum og sjálfsskaða. Við settum einnig fram þá tilgátu að reykingar hefðu ekki slík áhrif. Efniviður og aðferðir: Urtakið (n=640) var valið með þeim hættí að tveir þriðju komu inn í rannsóknina að tílvísun heilsugæslulækna á höfuðborgarsvæðinu og þriðjungur kom að tílvísun göngudeildar geðsviðs. Þessir einstaklingar höfðu þunglyndis- og/eða kvíðaeinkenni og var vísað í hópmeðferð sem byggði á hugrænni atferlisnálgun. Meðferðin varði í fimm vikur, tvo tíma í hvert skipti. Fyrir meðferð og reglulega meðan á meðferðinni stóð voru notaðir staðlaðir spumingalistar til að meta þunglyndis- og kvíðaeinkenni auk þess sem lýðfræðilegum upplýsingum var safnað um þátttakendur. Niðurstöður: Einstaklingar sem notuðu áfengi „alltaf" eða „oft" til að minnka vanlíðan voru marktækt líklegri til að þjást af miklu vonleysi en aðrir. Sama gilti um sjálfsvígshugsanir og sjálfsskaða. Þegar allir sem reykja voru metnir án tíllits til áfengisneyslu fengust sambærilegar niðurstöður nema varðandi sjálfsskaða, en þar voru tengslin tölfræðilega ómarktæk. Tengslin við reykingar héldust áfram tölfræðilega marktæk þrátt fyrir að einstaklingar sem notuðu áfengi reglulega væru ekki teknir með, en voru sem fyrr ómarktæk varðandi sjálfsskaða. Ályktanir: Samkvæmt þessum niðurstöðum virðast reykingar hafa sambærileg tengsl við þekkta áhættuþætti sjálfsvíga og áfengi í þessu þýði. E 66 Rannsókn á aldursákvörðunum af tönnum Sigríður Rósa Víðisdóttir, Svend Richter Tannlækningastofnun, tannlæknadeild HÍ srv2@hi.is Inngangur: Ekki hefur fyrr verið gerð rannsókn hér á landi á tannþroska íslenskra barna og ungmenna með tillití til aldursgreiningar út frá tönnum. Rannsókn þessi mun gagnast íslenskum réttartannlæknum við aldursgreiningar, öðrum tannlæknum og öðrum heilbrigðisstéttum sem fjalla um þroska barna og ungmenna. Markmið rannsóknarinnar er einnig að bera saman niðurstöður við sambærilegar erlendar rannsóknir og kanna hvort þær aðferðir við aldursgreiningar, sem mest eru notaðar á Vesturlöndum, gildi fyrir íslenskt þýði. Efniviður og aðferðir: Þroskastig allra tanna, alls um 30 þúsund, var rannsakað af breiðmyndum (orthophan röntgenmyndum) af 1.010 íslenskum börnum. Af þeim voru 37 útílokaðar. Úrtakið var 500 stúlkur og 473 drengir á aldrinum 2-25 ára. Notuð voru þroskastig Havikko til aldursákvörðunar. Gerð var forrannsókn (pilot study) á 100 myndum, 300 myndir voru skoðaðar bæði hægra og vinstra megin og 710 voru skoðaðar aðeins hægra megin. Niðurstöður: Stúlkur eru fyrr í tannþroska en drengir. Ekki reyndist marktækur munur á tannþroska í hægri og vinstri hlið. Þroskastig tanna í íslensku þýði virðist vera svipað og í öðrum vestrænum löndum. 38 LÆKNAblaðið 2011/97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.