Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Qupperneq 39

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Qupperneq 39
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA H í F Y L G I R I T 6 6 Alyktanir: Niðurstöður sýna að aðferðir Havikko og Demirjan, sem mest hafa verið notaðar hér á landi, henta vel til aldursgreiningar íslenskra barna og ungmenna, svo og aðferð Kullman til aldursgreiningar út frá endajöxlum. E 67 Rými í tannbogum. Langtímaþróun með eða án tannréttingar Teitur Jónsson', Þórður Eydal Magnússon2 Tannlæknadeild HÍ, ;prófessor emeritus tj@hi.is Inngangur: í rannsókninni voru skoðaðar langtímabreytingar á þrengslum og gleiðstöðu í tannbogum og þær bornar saman hjá þeim sem fóru í tannréttingu og þeim sem fóru ekki. Markmiðið var að meta v*gi tannréttingar í samanburði við almenna, langvarandi bitþróun, þar sem tannskipti, öndunarmunstur, kjálkavöxtur og mjúkvefjaþrýstingur eru talin meðal áhrifaþátta. Efniviður og aðferðir: Úr stóru slembiúrtaki voru valin 308 börn °g unglingar á aldrinum 8-17 ára. Þau voru fyrst skoðuð klínískt á tannskiptaaldri eða að nýlega loknum tannskiptum og aftur á sama hátt 25 árum síðar, þá 31-44 ára gömul. í þeim hluta hópsins sem hafði farið 1 tannréttingu með föstum eða lausum tækjum á tímabilinu frá fyrri skoðuninni til þeirrar seinni voru 36 konur og 22 karlar, eða alls 58. í samanburðarhópnum voru 160 konur og 90 karlar, eða alls 250 sem höfðu ekki farið í tannréttingu. Allir voru fulltenntir við fyrri og seinni skoðun, að frátöldum undirhópi 19 einstaklinga af 58 í meðferðarhópnum þar sem úrdráttur framjaxla hafði verið liður í tannréttingu. Notuð var stöðluð skráningaraðferð dr. Björk og miðað við 2 mm frávik í rými. hJiðurstöður: Marktæk minnkun varð á tíðni gleiðstöðu í framtannasvæði efri góms hjá þeim sem fóru í tannréttingu (úr 15,5% í 3,4%) og einnig hjá samanburðarhópnum (úr 11,6% í 2,8%). Marktækur munur var á þeim sem fóru í tannréttingu án úrdráttar og samanburðarhópnum varðandi þrengsli í framtannasvæði neðri góms. Hjá fyrri hópnum var jókst tíðni úr 2,6% í 28,2%, en hjá samanburðarhópnum úr 8,8 í 15,6%. Hjá þeim sem fóru í tannréttingu með úrdrætti minnkaði tiðni þrengsla í efri tannboganum marktækt miðað við samanburðarhópinn. Ályktanir: Þegar horft er yfir tímabilið frá unglingsaldri til fullorðinsára sést að langvarandi áhrif almennra þroskaþátta, skipta miklu máli varðandi rými í tannbogum. Tannrétting og úrdráttur hefur þó veruleg °8 varanleg áhrif á vissa þætti rýmisþróunar. ^ 68 Langtímaþróun bitskekkju með eða án tannréttingar Teitur Jónsson', Karl Örn Karlsson', Bjöm Ragnarsson1, Þórður Eydal Magnússon2 Tannl^eknadeild HÍ, ;prófessor emeritus tföhi. is brngangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna langtímabreytingar é vissum þáttum tann- og bitskekkju og bera saman þróunina hjá þeim Sern fóru í tannréttingu og þeim sem fóru ekki. Leitað var svara við sPurningunni um varanleg áhrif tannréttinga á langtímaþróun bits og tannstöðu. Efniviður og aðferðir: í upphaflegu slembiúrtaki rannsóknarinnar Var 1641 grunnskólabam í Reykjavík, en í þessum hluta hennar er lýst bitþróun 308 einstaklinga úr þeim hópi. Klínísk skoðun var gerð á 112 drengjum og 196 stúlkum á tannskiptaaldri eða að nýlega loknum frnnskiptum og aftur á sama hátt 25 árum síðar. Við seinni skoðunina böfðu 58 farið í tannréttingu með föstum eða lausum tækjum, þar af 39 an úrdráttar á tönnum. í samanburðarhópnum voru 250 einstaklingar sem höfðu ekki farið í tannréttingu. Allir voru fulltenntir við fyrri og seinni skoðun, að frátöldum undirhópi 19 einstaklinga þar sem úrdráttur framjaxla hafði verið liður í tannréttingu. Niðurstöður: Tíðni lárétts yfirbits minnkaði marktækt hjá samanburðarhópnum og einnig hjá báðum meðferðarhópum, það er hjá 39 án úrdráttar og hjá 19 með úrdrætti í tengslum við tannréttingu. Tíðni distalbits á jöxlum minnkaði marktækt aðeins hjá þeim 39 sem fóru í tannréttingu án úrdráttar á tönnum. Samanburður á hópum sýndi að þróun yfirbits var marktækt hagstæðari með tannréttingu, (32,8% lækkun á tíðni), hvort sem hún var gerð með eða án úrdráttar, heldur en hjá samanburðarhópnum (4,8% lækkun á tíðni), Einnig sást að þróun distalbits á jöxlum var marktækt betri hjá þeim sem fóru í tannréttingu án úrdráttar (25,5% lækkun á tíðni), heldur en hjá samanburðarhópnum (4,4% lækkun á tíðni). Þróun krossbits á jöxlum var hins vegar marktækt verri hjá þeim sem fóru í meðferð án úrdráttar, heldur en hjá samanburðarhópnum. Ályktanir: Rannsóknin sýndi að ávinningur af tannréttingu, með eða án úrdráttar, er varanlegur varðandi yfirbit og að ávinningur varðandi distalbit er varanlegur varðandi distalbit á jöxlum hjá þeim sem fara í tannréttingu án úrdráttar. E 69 Áhrif tveggja ára lífsstílsíhlutunar í skólum á holdafar, þrek og hreyfingu sjö til níu ára barna Kristján Þór Magnússon', Hannes Hrafnkelsson2, Ingvar Sigurgeirsson’, Þórarinn Sveinson4, Erlingur Jóhannsson1 'Rannsóknarstofu í íþrótta- og heilsufræðum HÍ, 'Heilsugæslunni Seltjamamesi og læknadeild HÍ, 'kennaradeild Hi, ’rannsóknarstofu í hreyfivísindum HÍ ktm@hi.is Inngangur: Aukin ofþyngd og hreyfingarleysi meðal ungra barna kallar á raunhæfar aðgerðir sem miða að því að sporna gegn þessari þróun. Markmið rannsóknarinnar var að innleiða íhlutunaraðgerðir í tvö skólaár og á þeim tíma kanna breytingar á líkamsástandi og lífsstílstengdri hegðun barnanna. Efniviður og aðferðir: Notast var við hálftilraunasnið, sex skólar voru valdir til þátttöku og þeim slembiraðað í íhlutunarhóp og viðmiðunarhóp. Alls var 321 bami fæddu 1999 boðin þátttaka við upphaf rannsóknar haustíð 2006. Þátttakendur voru mældir með tillití tíl holdafars, hreyfingar og þreks, auk annarra þátta við upphaf, um miðbik rannsóknarinnar og við lok hennar. Tveggja ára íhlutunin byggði á því að efla þekkingu, færni og samstarf kennara íhlutunarskólanna þannig að þeir sjálfir ættu auðveldara með að samþætta hreyfingu og hollan lífsstíl almennu skólastarfi. Niðurstöður: Um miðbik rannsóknarinnar jókst hreyfing bama í íhlutunarskólunum marktækt meira á skólatíma -95% öryggismörk (ÖM) (2,36; 4,90 log cpm), samanborið við hreyfingu barna í viðmiðunarskólunum. Hreyfing um helgar var meiri meðal barna íhlutunarskólanna við lok rannsóknarinnar, samanborið við viðmiðunarhópinn -95% öryggismörk (0,25; 3,53 log cpm). Þrek íhlutunarhóps jókst meira en þrek viðmiðunarhópsins yfir tveggja ára íhlutunartímabilið -95% öryggismörk (0,04; 0,31 vött/kg). Ekki varð mismunandi breyting á holdafari þátttakenda eftir því hvorum hópnum þeir tilheyrðu. Ályktanir: Jákvæðar niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að með aukinni hreyfingu í skólastarfi megi jafnvel bæta þrek ungra bama á skólaaldri umtalsvert. Sérstaklega þeirra sem hafa slakt líkamlegt þrek fyrir. LÆKNAblaðið 2011/97 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.