Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Síða 41

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Síða 41
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 á himnuspennu hvatbera og mæla breytingar á ATP gildum í brjósta- °g briskrabbameinsfrumum sem meðhöndlaðar voru með úsnínsýru. Einnig að kanna hvort frumur meðhöndlaðar með úsnínsýru fari í sjálfsát. Efniviður og aðferðir: Breyting á himnuspennu hvatbera var metin nieð JC-1 litun og ATP gildi mæld með litrófssjá. Sjálfsát var metið með skoðun í rafeindasmásjá, með mótefnalitun með LC-3, og með Western blot mati á sjálfsátsbólu flutningspróteininu p62. Niðurstöður: Eftir 24 tíma meðhöndlun með US (5 pg/mL og 10 pg/ mL) kom fram minnkun á himnuspennu hvatbera og lækkun á ATP gildum í brjósta- og briskrabbameinsfrumum. Greinileg merki sjálfsáts sáust eftir meðhöndlun með úsnínsýru, en niðurstöður gefa til kynna að ekki verði niðurbrot á p62. í framhaldinu er verið að kanna samruna sjálfsátsbóla við súr lýsosóm með plasmíði með samsettu geni mRFP- GFP-LC3 og sérlitun með lýsótracker til að kanna hvort fjöldi súrra lýsósóma eykst eftir meðhöndlun með úsnínsýru. Alyktanir: Meðhöndlun með úsnínsýru veldur mmnkun í himnuspennu hvatbera sem getur verið ástæða fyrir lækkun á ATP gildum í krabbameinsfrumunum. Þessi ferli koma mögulega af stað sjálfsáti sem sést eftir meðhöndlun með úsnfnsýru en að öllum líkindum verður ekki niðurbrot á innihaldi sjálfsátsbóla. E 74 Sérhæfing stofnfrumna úr fósturvísum manna í frumur hjarta- °9 æðakerfis Lena Valdimarsdóttir, Ama Rún Ómarsdóttir, Helga Eyja Hrafnkelsdóttir, Guðrún Valdimarsdóttir Lífefna- og sameindalíffræðistofu læknadeilar HÍ Iev1@hi.is Inngangur: Stofnfrumur úr fósturvísum manna (hES frumur) eru fjölhæfar frumur sem geta endurnýjast eða sérhæfst í ýmsar gerðir frumna. Rannsóknir hafa sýnt fram á að TGFji fjölskyldan gegni þýðingarmiklu hlutverki í miðlagssérhæfingu músa, þar á meðal í frumur hjarta- og æðakerfis. Innan TGFji fjölskyldunnar eru tvær meginboðleiðir; TGFþ og BMP boðleiðirnar. Undanfarin misseri höfum við rannsakað áhrif þessara tveggja boðleiða á fjölhæfar hES frumur og miðlagstengda sérhæfingu þeirra. Einnig höfum við kannað áhrif þeirra ® ferli sem kallast epithelial-mesenchymal transition (EMT). Efniviður og aðferðir: í tilraunum hefur verið notast við þrjár mismunandi hES frumulínur; HUES9, HES2 og Hl. Til að kanna áhrif mismunandi meðlima TGFp fjölskyldunnar á hES frumur höfum við 8ert tilraunir þar sem ólíkir meðlimir hennar hafa verið örvaðir og hindraðir. Greiningar úr slíkum tilraunum hafa aðallega farið fram með 'vestern blottun og flúrljómandi ónæmislitunum. Nú stendur einnig yfir vinna við að búa til hES frumulínu sem gerir okkur kleift að fylgjast sérstaklega með BMP boðleiðinni, en í hana verður innlimað BMP responsive element sem er tengt við GFP. Niðurstöður: Niðurstöður okkar hafa sýnt fram á að TGFJi boðleiðin heldur hES frumum ósérhæfðum í gegnum umritunarþættina Smad 2/3. BMP boðleiðin stuðlar hins vegar að sérhæfingu hES frumna í gegnum umritunarþættina Smad 1/5/8. Greiningar okkar á BMP tengdri sérhæfingu hafa sýnt fram á að hún fer f átt að miðlagi og getur stuðlað að sérhæfingu í frumur hjarta- og æðakerfis. Niðurstöður okkar benda einnig til þess að BMP boðleiðin hvati EMT sem er mikilvægt ferli I lósturþroska. Alyktanir: Nú stendur yfir vinna við að búa til hES frumulínu sem gerir °kkur kleift að fylgjast sérstaklega með BMP boðleiðinni í rauntíma, en í hana verður innlimað BMP responsive element sem er tengt við GFP. BMP hvötuðu EMT virðist vera miðlað af SLUG umritunarþættinum og framundan eru tilraunir sem miða að því að skýra þessi tengsl nánar. E 75 Hlutverk microRNA í miðlagssérhæfingu stofnfrumna úr fósturvísum manna Arna Rún Ómarsdóttir12, Lena Valdimarsdóttir* 2, Helga Eyja Hrafnkelsdóttir2, Zophonías O. Jónsson1, Guðrún Valdimarsdóttir2 'Líf- og umhverfisvísindadeild og 2Lífefna- og sameindalíffræðistofu læknadeildar HÍ aro1@hi.is Inngangur: Stofnfrumur úr fósturvísum manna (hES) eru fjölhæfar frumur sem hafa þann einstaka hæfileika að geta endurnýjast eða sérhæfst í ýmsar gerðir frumna. MicroRNA (miRNA) eru um 21-25 núkleótíð að stærð og hafa áhrif á mRNA þýðingu, frumudauða og þroskun. Kortlagning á mistjáðum miRNA á ólíkum sérhæfingarstigum hES frumna í hjartavöðvafrumur (cardiomyocytes, CM) er því þýðingarmikil. Rannsóknir á músum hafa bent til þess að miR-126 gegni mikilvægu hlutverki í miðlagsþroskun. Ósérhæfðar hES frumur voru því sýktar með miR-126-GFP lentiveiru og fylgst með áhrifum á miðlagssérhæfingu. Efniviður og aðferðir: hES frumulínunum HUES9 og HES2 var haldið ósérhæfðum með ræktun á MEF frumulagi í sérstöku æti. Þrjár sérhæfingaraðferðir voru notaðar sem byggjast allar á frumukúlum (EBs). RNA var einangrað úr ósérhæfðum frumum, forverafrumum CM og sláandi CM. RNA var síðan sent til Exiqon í miRNA greiningu. Tveir vektorar með miR-126-GFP voru notaðir til að búa til lentiveiruagnir. Niðurstöður: Spin EBs sérhæfingaraðferðin gaf bestar heimtur á sláandi CM. BMP4 ýtti undir miðlagssérhæfingu hES frumna með því að auka tjáningu gena eins og T-Brachyury, ISLET-1 og HANDl. Til staðfestingar á hES frumusérhæfingu í forvera CM og sláandi CM hafa ákveðin kenniprótein sem tilheyra þessum frumugerðum verið athuguð með PCR og FACS. Tekist hefur að búa til veiruagnir sem innihalda miR-126- GFP innskot. Við munum sýna niðurstöður á áhrifum miR-126 á hES frumuhegðun. Ályktanir: Áhugi okkar beinist að þætti miRNA í sérhæfingu CM. Okkur hefur tekist að sérhæfa hES frumur í sláandi hjartavöðvafrumur. Við höfum einangrað RNA úr ósérhæfðum hES, forvera CM og sláandi CM og sent það til miRNA greiningar. E 76 Arfgeng heilablæðing. Meinafræðirannsóknir á heilaslagæðum sjúklinga Ásbjörg Ósk Snorradóttir’ Helgi J. Isaksson2, Birkir Þór Bragason’, Elías Ólafsson3 Ástríður Pálsdóttir’ ‘Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 2rannsóknarstofu í meinafræði og 3taugalækningadeild B2 Landspítala aos3@hi.is Inngangur: Arfgeng heilablæðing er séríslenskur erfðasjúkdómur sem stafar af stökkbreytingu í cystatín C geni. Stökkbreytingin finnst eingöngu í arfberum í vissum ættum þar sem hægt er að rekja stökkbreytinguna í gegnum fjölskyldur. Sjúkdómurinn erfist ríkjandi, ókynbundið og veldur heilablæðingum í arfberum. Stökkbreytta próteinið hleðst upp í heilaslagæðum arfbera sem mýlildi (amyloid) og sléttvöðvafrumur eru að mestu og stundum að öllu leyti horfnar úr æðaveggjunum. Arfberar deyja að meðaltali flestir um þrítugt en einstaka arfberar lifa lengur. Sjúklingar hafa einungis þriðjung af LÆKNAblaðið 2011/97 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.