Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 45

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 45
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 E 86 Faraldsfræði nýrnaveiki af völdum Renibacterium saimoninarum í laxfiskum á íslandi Sigríður Guðmundsdóttir, ívar Örn Ámason, Sigurður Helgason, Ámi Kristmundsson Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum siggag@hi.is Inngangur: Nýrnaveiki í laxfiskum, af völdum Gram jákvæðu bakteríunnar Renibacterium salmoninarum, getur orskað erfiðleika í eldi. Fiskurinn getur borið bakteríuna mánuðum og jafnvel árum saman án einkenna, sýklalyf gagnast ekki og nothæft bóluefni er ekki tiltækt. Bakterían smitast bæði milli einstaklinga og milli kynslóða í hrognum. Bakterían og mótefnavakar sem hún seytir finnast í ýmsum líffærum, og valda fjölbreytilegum einkennum. Bakterían greindist í fyrsta skipti á íslandi árið 1968 og aftur 1977-78. Árin 1985-1992 varð nýrnaveiki vandamál í kjölfar aukningar í laxeldi. Á árunum 1992-2003 var allt með kyrrum kjörum en þá hófst faraldur í eldisstöðvum sem nú er að fjara út. Á sama tíma greindust æ fleiri smitaðir villifiskar sem notaðir voru til fiskiræktar. Efniviður og aðferðir: Sjúkdómsgreiningar, skimun einkennalausra fiska og rannsóknir á Renibacterium salmoninarum hafa verið á dagskrá rannsóknadeildar fisksjúkdóma á Keldum í aldarfjórðung. Þessi efniviður var notaður til að draga fram helstu þætti í faraldsfræði nýrnaveikinnar. Niðurstöður ná til eldisfisks og villtra stofna sem notaðir eru til að ala undan seiði til sleppinga í ár og vötn (fiskirækt) og til sýna sem hafa verið tekin úr villtum fiski í rannsóknaskyni. Einangrun með ræktun tekur 4-12 vikur. Algengasta skimunaraðferðin er ELISA próf sem greinir mótefnavaka og PCR greiningum er nú beitt > vaxandi mæli. Niðurstöður: Það hefur mikla efnahagslega þýðingu að hefta útbreiðslu bakteríunnar og lykilatriði í þeim árangi sem náðst hefur í eldisstöðvum er skimun klakfisks og hraðvirkar greiningaraðferðir. Mikilvægt er að afla meiri þekkingar á hegðun bakteríunnar í einstaklingum, rannsaka wun milli tegunda laxfiska, smitleiðir og samspil hýsils og sýkils. Ályktanir: Smit í urriða og bleikju, sem ekki ganga til sjávar, virðist vera mikilvæg uppspretta smits í vatnakerfinu hérlendis. E 87 Nýrnaveikibakterían í sýktum eldisklaklaxi. Samanburður 9reiningaraðferða ívar Örn Árnason1, Sunna Sigurðardóttir, Ámi Kristmundsson1, Sigurður Helgason1, Vilhjálmur Svansson1, Sigríður Guðmundsdóttir1 ‘Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, !Lifeinda- og sameindalíffræðistofu HÍ ,varahQgmail.com Inngangur: Skimun fyrir Renibacterium salmoninarum, bakteríunm sem veldur nýrnaveiki í laxfiskum, er oftast framkvæmd með ELISA prófi sem nemur mótefnavaka bakteríunnar. Til að staðfcsta jákvætt svar, í áður ósýktri eldisstöð, þarf að nota ólíka aðferð. Álþjóðadýraheilbrigðisstofnunin mælir með nested PCR til staðfestingar. Nleginmarkmið verkefnisins var að þróa nýja PCR aðferð, semi-nested pCR, og bera saman við nested PCR og ýmsar aðrar aðferðir til greirtingar á Renibacterium salmoninarum. Einnig var prófuð ný aðferð til að einangra DNA úr sýnum og hún var borin saman við hefðbundna DNA einangrunaraðferð. Efniviður og aðferðir: Tvær ELISA aðferðir voru bomar saman, önnur n°tar fjölstofna mótefni, pELISA, og hin þar sem einstofna mótefni eru n°tuð, mELISA. Fjórar mismunandi PCR aðferðir voru prófaðar, það er semi-nested PCR, nested PCR, qPCR og RT-qPCR. Tvö mismunandi gen eru mögnuð upp í qPCR og RT-qPCR. f nested PCR eru notaðir fjórir prímerar sem framleiða tvær mismunandi afurðir í aðskildum hvörfum. Afurðinni úr fyrra hvarfinu, sem er framleitt úr einu prímerapari, er flutt í glas með seinna prímeraparinu og ný afurð mynduð út frá þeirri fyrri. Við flutninginn myndast mengunarhætta. í semi-nested PCR eru notaðir þrír prímerar sem framleiða tvær mismunandi afurðir en í sama PCR hvarfi. Ekki þarf að flytja afurðir á milli hvarfa sem minnkar þar af leiðandi mengunarhættuna. Prófuð var DNA einangrunaraðferð þar sem sýni eru sett á svokallaðan FTA pappír sem inniheldur ensím til að brjóta niður frumuveggi og dúa til að varðveita kjamsýrurnar. Lítill bútur er klipptur úr pappírnum sem inniheldur sýnið og settur í PCR glas. Búturinn er þveginn og þurrkaður áður en hann er notaður sem DNA mót fyrir PCR hvarf. Hefðbundin einangrunaraðferð var höfð til samanburðar (kitt frá Puregene). Niðurstöður: pELISA aðferðin greindi flest jákvæð sýni í sýnahópnum en mELISA aðferðin fæst. Nýja DNA einangrunaraðferðin reyndist gefa fleiri jákvæð sýni í PCR samanborið við hina hefðbundnu einangmnaraðferð. Semi-nested- og nested PCR gáfu sambærilegar niðurstöður og námu fleiri jákvæð sýni en bæði qPCR og RT-qPCR. Ályktanir: snPCR aðferðin hefur marga kosti fram yfir nPCR aðferðina; minni kostnað, aukinn tímasparnað og minni mengunarhættu. Einangrun DNA úr sýnum með FTA pappír er þægilegri og einfaldari aðferð en hefðbundin einangrun með DNA „kitti", auk þess sem sýni á FTA pappírnum geta geymst í stofuhita í mörg ár. E 88 Sýkingarmætti bakteríunnar Aeromonas salmonicida er stjórnað af þéttniskynjun Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir, Johanna Schwenteit, Þórunn Guðmundsdóttir, Bryndís Björnsdóttir Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum bjarngud@hi.is Inngangur: Þéttniskynjun með efnaboðum gerir bakteríum kleift að stjórna genatjáningu í samræmi við fjölda þeirra í bakteríusamfélögum. Margar G-neikvæðar bakteríur nota LuxIR- þéttniskynjun byggða á N-acyl-homoserinelactone (AHLs) boðeindum. Luxl er synþasi sem stuðlar að myndun AHL sameinda og LuxR er AHL-háður umritunarþáttur. A. salmonicida undirtegund achromogenes (Asa) veldur kýlaveikibróður í fiski. Asa hefur LuxIR-gerð af þéttniskynjun nefnda AsalR. Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif þéttniskynjunar á sýkingarmátt Asa með áherslu á hlutverk Asal synþasans. Efniviður og aðferðir: Framleiðsla AHL sameinda var könnuð með massagreiningu utanfrumuafurða Asa. Asal neikvætt Asa stökkbrigði var gert með markvissri stökkbreytingu. Sýkingarmáttur stökkbrigðisins var borinn saman við sýkingarmátt móðurstofnsins í tilraunasýktri bleikju. Tjáning stofnanna á frumubundnum og seyttum þáttum var líka borin saman. Tvívíður rafdráttur var notaður við samanburð á frumubundnum þáttum. Samanburður á seyttum þáttum var gerður með massagreiningu, virknimælingum, ónæmisþrykki og ljósgleypnimælingum. Niðurstöður: Aðeins ein AHL gerð, N-butanoyl-L-homoserine lactone (C4-HSL), greindist í seyti Asa. Asal-neikvæði stofninn framleiddi ekki greinanlega boðsameind. Sýkingarmáttur stökkbreytta stofnsins í bleikju var marktækt veiklaður. Banaskammtur stökkbrigðisins var 20 sinnum hærri en móðurstofnsins og smittími hans var líka lengri. Ekki greindist munur á tjáningu stofnanna á frumubundnum próteinum, en í seyti var rnirrni tjáning eftirtalinna sýkiþátta hjá stökkbreytta LÆKNAblaðið 2011/97 45
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.