Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Síða 52

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Síða 52
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 aðgreindar með háþrýstívökvaskiljun með óskautuðum stöðufasa (reversed phase) og umfang niðurbrots ákvarðað út frá rófum sem fengust við þáttunina. Niðurstöður: Um níu ísóensím af þorskatrypsíni voru greind með tvívíðum geljum. Átta ísóensím af þorskatrypsíni (þorskatrypsín 1-8) fundust með þáttun á jónaskiptasúlu. Leit með MASCOT hugbúnaði út frá massarófum af trypsíni 1-8 sýndi að öll líkjast þau áður skilgreindum ísóensímum úr þorski nema þorskatrypsín 8. Niðurbrot allra hvarfefnanna var meira í öllum tilfellum með þorskatrypsíni í samanburði við nautatrypsín nema fyrir bovine serum albumin við 25°C, þar sem það var nánast það sama. Ályktanir: Þorskatrypsínblandan inniheldur fleiri ísóensím en áður var talið, átta til níu ísóensím í stað þriggja. Byggt á okkar niðurstöðum, þá eru þorskatrypsín betri en nautatrypsín að brjóta niður prótein í náttúrulegri myndbyggingu. E 109 Líkan af eitrunaráhrifum mýlildismyndandi Cystatin C í Drosophila melanogaster Guðrún Jónsdóttir, Finnbogi Þormóðsson, Pétur Henry Petersen Rannsóknarstofu í taugalíffræði og líffærafræði læknadeild HÍ phenry@hi.is Inngangur: Arfgeng heilablæðing er nær séríslenskur ríkjandi erfðasjúkdómur sem orsakast af punktbreytingu í Cystatin C geninu. Stökkbreytt Cystatin C prótein myndar mýlildi (amyloid) er fellur út í æðakerfi heilans og veldur frumudauða, vefjabreytingum og að lokum blæðingum í heila. Einnig er möguleiki að stökkbreytt Cystatin C valdi eituráhrifum í þeim frumum er tjá það. Sjúkdómurinn er ólæknandi og ekki hefur tekist að útbúa líkan af sjúkdómnum í módellífverum. Tilgangur þessa verkefnis var að útbúa líkan af meinafræði sjúkdómsins í ávaxtaflugunni Drosophila melanogaster. Efniviður og aðferðir: Erfðabreyttar flugur voru útbúnar með venjubundnum hætti og tjáningu villigerðar og stökkbreytts Cystatin C gens stjórnað með gal4-UAS kerfinu. Próteintjáningu var lýst með western þrykki og með mótefnalitun á fluguheilum. Niðurstöður: Hægt er að tjá Cystatín C genið úr manni í Drosophilu, bæði villigerð og stökkbreytta gerð. Cystatin C tvíliða myndast úr stökkbreytta próteininu en ekki villigerðarpróteininu. Þrátt fyrir mikla tjáningu í taugakerfinu, virðist mýlildi ekki myndast. Hins vegar sýnir Cystatin C próteinið sækni að loftæðum. Að tjá stökkbreytta próteinið hefur ekki áhrif á lífslengd eða ytri svipgerð flugnanna. Ályktanir: Stökkbreytt Cystatin C virðist ekki mynda mýlildi x Drosophilu en tvíliður myndast, þær eru taldir vera fyrsta skrefið í átt að eitrunaráhrifum og mýlildismjmdun. Engin áhrif eru á ytri svipgerð, ástæður þessa gætu verið ýmsar. Cystatín C próteinið sýnir sækni í loftæðar, líklega í grunnhimnu þeirra, eins og í meinafræði sjúkdómsins í manninum. Líkan af eitrunaráhrifum stökkbreytts Cystatín C í Drosophilu opnar möguleikana á erfðafræðilegum inngripum og skimun fyrir efnum sem hafa áhrif á dimeramyndun in vivo tíl góðs eða ills. E 110 Magn tvíþátta DNA við cDNA nýmyndun er lykilatriði fyrir nákvæmni örflögugreininga á genatjáningu Hans Guttormur Þormar'-2, Bjarki Guðmundsson'-, Freyja S. Eiríksdóttir1, Guðmundur Heiðar Gunnarsson1'2, Jón Jóhannes Jónsson2-3 ‘Lífeind ehf., !lífefna- og sameindalíffræðistofu læknadeildar Hf, ’erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala hans@hi.is Inngangur: Þrátt fyrir miklar framfarir við örflögugreiningar á genatjáningu eru niðurstöður endurtekirma tílrauna erm ónákvæmar. Meginúrbætur hafa snúist um að bæta tölfræðigreiningar og framleiðslutækni örflagna. Lítil áhersla hefur verið lögð á gæðagreiningu flókinna skrefa frá RNA einangrun þar tíl cDNA eða RNA afleiða þess eru blenduð við örflöguna. Við rarmsökuðum hvort tvívíður þáttháður rafdráttur (2D-SDE) væri gagnlegur við gæðamat á cDNA nýmyndun fyrir örflögugreiningar. Efniviður og aðferðir: SuperScriptlII víxlrití var notaður til að nýmynda cDNA eftir Universal Human Reference RNA(Stratagene) með T7 oligo(dT) vísi. Sýnin voru nýmynduð bæði eftír leiðbeiningum framleiðanda og með endurbættum aðferðum sem við höfðum þróað. Magn tvíþátta cDNA var metið með 2D-SDE. Merkt RNA afleiða af cDNAi var búin til með T7 RNA pólýmerasa og blenduð á Agilent örflögu fyrir 230 gen með þekkta en mismikla tjáningu. Örflagan innihélt 10 þreifara fyrir hvert gen og hver þreifari var endurtekinn sex sinnum tíl að meta nákvæmni mælingar. Niðurstöður voru greindar með R-tölfræðihugbúnaði. Niðurstöður: Magn tvíþátta cDNA eftir nýmyndun úr sex RNA sýnum, greint með 2D-SDE var mjög breytilegt á bilinu 0-73%. Niðurstöður úr örflögutilraunum leiddu í ljós að ijöldi þreifara með marktækan breytileika milli sýna minnkaði þeim mun meira sem var af tvíþátta cDNA í sýnunum. Þarmig reyndust 15% þreifara marktækt breytilegir milli sýna með 12% og 35% tvíþátta cDNA en einungis 3% þreifara milli sýna með 69% og 73% tvíþátta cDNA. Ályktanir: Niðurstöður benda til að gæðagreining og hámörkun magns tvíþátta cDNA við örflögugreiningar á genatjáningu sé mikilvægt skref í að auka nákvæmni og endurtakanleika. E 111 Nýgengi statínnotkunar fyrir og eftir breytingar á reglum um greiðsluþátttöku Guðrún Þengilsdóttir1, Ingunn Bjömsdóttir2"1, Anna Bima Almarsdóttir1-3 ‘Lyfjafræðideild HÍ, 2heilbrigðisráðuneytinu, 3Rannsóknastofnun um lyfjamál HÍ gth2@hi.is Inngangur: Lyfjagagnagrunnur landlæknisembættisins gefur tækifæri á að framkvæma lýðgrundaðar lyfjanotkunarrannsóknir. Breytingar á reglum um greiðsluþátttöku lyfja hafa áhrif á hvaða lyf eru valin. Markmið rannsóknarinnar var að skoða 1) nýgengi statínnotkunar fyrir og eftir 1. mars 2009, en þá voru settar skorður á greiðsluþátttöku statína þannig að einungis var greitt fyrir ódýrasta lyfið; 2) tíðni þess að hætta meðferð snemma og 3) fjölda notenda sem skiptu úr einu statíni í annað í kjölfar breytinga á greiðsluþátttöku. Efniviður og aðferðir: Gerð var lýsandi áhorfsrannsókn á gögnum lyfjagagnagrurms landlæknisembættísins fyrir alla fullorðna einstaklinga sem skilgreindir voru sem nýir notendur statína 2005-2009 (engin útleyst statín 12 mánuði áður). Árlegt nýgengi (á hverja 1.000 íbúa) var skoðað fyrir mismunandi statín, skipti milli statína voru skoðuð fyrir og eftir breytingar á greiðsluþátttöku og hlutfall nýrra notenda sem hætti snemma, það er leystí bara út eina ávísun á 12 mánaða tímabili var skoðað fyrir árin 2005-2008. Niðurstöður: Samkvæmt tölum frá landlæknisembættínu fór nýgengi statínnotkunar úr 13,2 fyrir 1.000 árið 2005 upp í 14,8 2008 og síðan upp í 18,8 árið 2009. Nýgengi simvastatínnotkunar fór úr 8,0 fyrir 1.000 árið 2008 og upp í 17,2 árið 2009. Árin 2005-2008 hættu 12,0% nýrra notenda meðferð snemma. Frá 1. mars 2009 til 31. desember 2009 skiptu 4.200 52 LÆKNAblaðið 2011/97
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.