Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 57

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 57
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 E 125 Notkun espaðs storkuþáttar VII á Landspítala á 10 ára tímabili Róbert Pálmason’, Brynjar Viðarsson2, Felix Valsson3, Kristinn Sigvaldason3, Tómas Guðbjartsson4-5, Páll Torfi Önundarson2-5 'Lyflækningasviði, 2blóðmeinafræðideild, 3svæfínga- og gjörgæsludeild, 4hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 5læknadeild HÍ robertpalmason@gmail. com Inngangur: Espaður storkuþáttur VII (recombinant factor Vlla, rFVIIa) hefur verið notaður á Landspítala frá árinu 1999 við blæðingum af ýmsum orsökum. Tilgangur þessarar aftursæju rannsóknar var að athuga ábendingar og árangur af notkun rFVIIa á Landspítala frá upphafi til ársloka 2008. Efniviður og aðferðir: Fengnar voru upplýsingar um notkun rFVIIa frá apóteki Landspítalans og gagnagrunni blæðaramiðstöðvar. Klínískar upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám og voru meðal ananrs skráðar ábendingar notkunar lyfsins; klínísk svörun að mati meðhöndlandi læknis; fjöldi blóðhluta gefinn 12 klst. fyrir og 12 klst. eftir gjöf rFVIIa; storkupróf fyrir og eftir gjöf og afdrif sjúklinga. Niðurstöður: Alls fengu 73 sjúklingar rFVIIa, meðalaldur 51 ár (0-84). Helstu ábendingar voru óviðráðanlegar blæðingar við hjartaskurðaðgerðir (n=23), eftir áverka (n=8) og fæðingu (n=9). Átta sjúklingar fengu lyfið vegna heilablæðingar, níu sem fyrirbyggjandi meðferð fyrir skurðaðgerð og 16 við öðrum ábendingum. Klírúsk svörun var góð í 73% tilfella. Notkun rauðkornaþykknis minnkaði að meðaltali úr 10,6 einingum 12 klst. fyrir lyfjagjöf (bil 0-32, miðgildi 10) í 4,3 einingar 12 klst. eftir gjöf lyfsins (bil 0-22, miðgildi 3; p<0,0001); notkun blóðvökva minnkaði úr 10,2 einingum (bil 0-26, miðgildi 8) í 6,2 (bil 0-33, miðgildi 5,5; p<0,002) og PT styttist um 6,9 sek (p<0,0001). Alls létust 24 sjúklingar innan 30 daga (33%), þar af sex af níu með heilablæðingu og 10 af 24 sjúklingum eftir opnar hjartaaðgerðir. Ályktanir: Þrír af hverjum fjórum sjúklingum svöruðu rFVIIa vel samkvæmt klínísku mati. Marktæk minnkun á gjöf blóðhluta og stytting PT styður það mat. Þótt dánarhlutfall sé hátt (33%), sérstaklega eftir heilablæðingar (66%), þá ber að hafa í huga að lyfið var aðeins gefið þegar önnur meðferðarúrræði höfðu brugðist. E 126 Noradrenalín hefur lítil áhrif á smáæðablóðflæði í þörmum við opnar kviðarhoisaðgerðir Gísli H. Sigurðsson12, Oliver Limberger3, Luzius B. Hiltebrand3 'Svæfínga- og gjörgæsludeild Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3Dept. of Anaesthesiology Inselspital Beme og University of Bem, Sviss gislihs@landspitali.is Inngangur: Algengt er að blóðþrýstingur lækki undir ásættanleg mörk við svæfingu sjúklinga sem undirgangast stórar kviðarholsaðgerðir. Venjan hefur verið að mæta þessari blóðþrýstingslækkun með aukinni i.v. vökvagjöf. Á hinn bóginn hefur því verið haldið fram að ríkuleg vökvagjöf tefji fyrir bata sjúklinga sem fara í valaðgerðir. Við könnuðum áhrif þess að nota noradrenalín í stað aukins vökva til að hækka blóðþrýsting hjá svínum sem undirgengust opna kviðarholsaðgerð í svæfingu þar sem líkt var eftir aðstæðum hjá mönnum eins og frekast var kostur. Efniviður og aðferðir: Tuttugu svín voru svæfð, lögð í öndunarvél og skipt í viðmiðunarhóp C (n=10) og noradrenalínhóp NA (n=10). Báðir hóparnir fengu Ringer laktat (RL) lausn í æð, 3 ml/kg/klst. Hópur NE fékk auk þess noradrenalín dreypi til að hækka meðalslagæðaþrýsting upp í 65 og 75 mmHg í tveimur skrefum. Hjartaútfall var mælt með stöðugri „thermodilution", svæðisblóðflæði í superior mesenteric slagæð og nýrnaslagæð með transit time flowmetry og smáæðablóðflæði í smáþörmum með laser Doppler flæðimælingu. Súrefnisþrýstingur í garnavef var mældur með Clark-skautum. Niðurstöður: Hópur C fékk samtals 985±44 ml og hópur NE 964±69 ml af RL. Hópur NE fékk 35+12 ng/kg/mín af noradrenalíni til að hækka meðalslagæðaþrýsting upp í 65 mmHg og 120±50 ng/kg/mín til að hækka þrýsting í 75 mmHg. Blóðþrýstingshækkun með noradrenalíni hafði lítil áhrif á svæðis- eða smáæðablóðflæði í smáþörmum eða nýrum. Súrefnisþrýstingur í garnavef breyttist ekki heldur. Ályktanir: í þessari dýrarannsókn þar sem líkt var eftir aðstæðum við opnar kviðarholsaðgerðir hjá mönnum hafði noradrenalín dreypi lítil sem engin áhrif á smáæðablóðflæði og súrefnisþrýsting í görnum og nýrum. E 127 Áhrif þjálfunar á sjúklinga með langvinna lungnateppu eða langvinna hjartabilun Marta Guðjónsdóttir'-2, Arna E. Karlsdóttir', Ásdís Kristjánsdóttir', Egill Thoroddsen2, Magdalena Ásgeirsdóttir', Magnús R. Jónasson' 'Hjarta- og lungnarannsókn Reykjalundi endurhæfingarmiðstöð, 2Lífeðlisfræðistofnun HÍ Marta@REYKJAL UNDUR. is Inngangur: Sjúklingar með langvinna hjartabilun eða langvinna lungnateppu þjást af úthaldsleysi vegna óeðlilegrar mæði eða þreytu eða hvorutveggja. Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif þjálfunar á úthald og mæði sjúklinga með langvinna hjartabilun eða langvinna lungnateppu. Efniviður og aðferðir: Tuttugu og þrír sjúklingar með langvinna hjartabilun (21 karl, 55±10 ára, NYHA II-III, með s35% útstreymisbrot vinstri slegils) og 24 sjúklingar með langvinna lungnateppu (10 karlar, 64±9 ára, GOLD 3 & 4) fóru í hámarksþolpróf fyrir og eftir endurhæfingu þar sem mæld var súrefnisupptaka (V'O,), öndun (V'E) og púls auk þess sem sjúklingar mátu mæði sína með Borg-mæðiskala (0-10 stig) við hámarksáreynslu. Þjálfimin í endurhæfingunni byggði á þol- og styrkþjálfun, þjálfað var alla virka daga að meðaltali í 5,8±1,1 vika. Niðurstöður: Þolið var mjög skert hjá báðum hópum f upphafi endurhæfingar þar sem þoltala sjúklinga með langvinna hjartabilun var 11,9±4,1 og sjúklinga með langvinna lungnateppu 10,7±3,2 ml/ kg/mín en báðir hópar juku þol sitt við endurhæfinguna (p<0,05). Hjá sjúklingum með langvinna hjartabilun hækkaði súrefnispúlsinn úr 10,4±3,8 í 11,9±3,7 ml/slag en úr 5,9±2,2 í 6,7±2,8 ml/slag hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu. Púlsleifin var 32±21% hjá sjúklingum með langvinna hjartabilun en lægri hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu eða 21±9% fyrir þjálfun og breyttist hjá hvorugum hópnum. Mat sjúklinga með langvinna lungnateppu og langvinna hjartabilim á mæði var sambærilegt fyrir og eftir þjálfun; fór 4,8 í 5,2 stig hjá sjúklingum með langvinna hjartabilun en úr 5,7 í 5,5 stig hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu. Mæðistuðull (V'Emax/ V'Emax áætlað) var hins vegar marktækt hærri hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu (0,82 fyrir og 0,93 eftir) en hjá sjúklingum með langvinna hjartabilun (0,44 fyrir og 0,51 eftir) fyrir þjálfun og hækkaði hjá báðum hópum við þjálfun. Ályktanir: Báðir sjúklingahópar bættu þol sitt við þjálfunina þar sem bæði þoltala og súrefnispúls hækkuðu án breytinga á púlsleif. Hvorugur hópurinn skynjaði frekari mæði (á Borg-skala) þrátt fyrir að mæðistuðullinn hafi hækkað hjá báðum hópum, sem bendir til aðlögunar á mæðitilfinningu við þjálfun. LÆKNAblaðið 2011/97 57
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.