Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 63

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 63
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 um tegund aðgerðar, alvarlega fylgikvilla og skurðdauða (<30 dagar) fengust úr sjúkraskrám. Heildarfjöldi greindra lungnakrabbameina (ÖES) fékkst úr Krabbameinsskrá, en þau voru 1.568. Æxli voru stiguð samkvæmt TNM-kerfi og lífshorfur reiknaðar. Borin voru saman þrjú fimm ára tímabil. Niðurstöður: Alls gengust 397 sjúklingar undir 404 aðgerðir; þar af voru 73,5% blaðnám, 14,9% lungnabrottnám og 11,6% fleyg-/geiraskurðir. Hlutfall sjúklinga sem fóru í aðgerð var 25,3% og breyttist ekki marktækt milli tímabila. Sama átti við um hlutfall kirtilfrumukrabbameina, tilviljunargreindra æxla og sjúklinga á stigum I+II. Alvarlegir fylgikvillar greindust í 8,4% tilfella, oftast eftir lungnabrottnám (18,3%). Skurðdauði var 0,7% eftir blaðnám, 3,3% eftir lungnabrottnám og 0% eftir fleygskurð (p>0,l). Fimm ára lífshorfur fyrir allan hópinn voru 40,7% samanborið við 4,8% fyrir þá sem ekki fóru í aðgerð. Lífshorfur voru marktækt betri eftir blaðnám (44,5%) og fleyg-/geiraskurð (41,2%) samanborið við lungnabrottnám (22,3%) (p<0,005) og á síðustu fimm árunum miðað við fyrstu fimm (p=0,04). Ályktanir: Hlutfall sjúklinga sem gengust undir skurðaðgerð var 25,3% sem er í hærra lagi miðað við önnur Evrópulönd. Árangur fyrst eftir aðgerð er mjög góður (skurðdauði 1%) og langtímalífshorfur í meðallagi. E 144 Fleyg- og geiraskurðir við lungnakrabbameini á íslandi Asgeir Alexandersson1, Steinn Jónsson1-2, Helgi J. Isaksson3, Tómas Guðbjartsson1-4 'Læknadeild HÍ, 2lungnadeild, 3rannsóknastofu í meinafræöi, 4hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala alexandersson@gmail.com Inngangur: Hefðbundin aðgerð við lungnakrabbameini öðru en smáfrumukrabbameini (ÖES) er blaðnám. I völdum tilvikum er þó gripið til fleyg- eða geiraskurðar, tildæmis ef lungnastarfsemi er mikið skert. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna árangur þessara aðgerða hér á landi. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á sjúklingum sem gengust undir fleyg- eða geiraskurð vegna lungnakrabbameins (ÖES) á Islandi 1994-2008. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og voru kannaðar ábendingar aðgerðar, TNM-stigun, fylgikvillar og heildarlífshorfur. Öll vefjasýni voru endurskoðuð. Niðurstöður: Alls gengust 44 sjúklingar (52,3% konur) undir samtals 47 fleyg- eða geiraskurði. Meðalaldur var 69,1 ár og greindust 38,3% sjúklinga fyrir tilviljun. Alls höfðu 55,3% sögu um kransæðasjúkdóm og 40,4% langvinna lungnateppu. Meðal ASA-skor var 2,6. Aðgerðirnar tóku að meðaltali 82,5 mínútur (bil 30-131), blæðing í aðgerð var 260 ml (bil 100-650) og miðgildi legutíma níu dagar (bil 4-24). Sýni úr eitlum voru tekin í 12,8% aðgerðanna en miðmætisspeglun aðeins gerð einu sinni. Helstu fylgikvillar voru lungnabólga (14,9%), langvarandi loftleki (12,8%) og blæðing í aðgerð (>500 ml) (8,7%). Tveir sjúklingar fengu alvarlega fylgikvilla, 36,2% dvöldu á gjörgæslu yfir nótt, en enginn lést <30 daga frá aðgerð. Meðalstærð æxlanna var 2,3 cm (bil 0,8-5). Kirtilmyndandi krabbamein var algengasta vefjagerðin (66,7%) og 43,8% aexlanna illa þroskuð. Eftir aðgerð voru 78,7% sjúklinga á stigi IA/IB, 17,0% á stigi IIA/IIB og tveir á stigi IIIA. Eins og fimm ára lífshorfur voru 85,1% og 41,2%. Ályktanir: Tíðni fylgikvilla eftir fleyg- og geiraskurði er lág á íslandi, svipuð og eftir blaðnám. Lífshorfur eru einnig sambærilegar. Þetta er athyglisvert þar sem flestir þessara sjúklinga hafa undirliggjandi hjarta- og æðasjúkdóma. E 145 Meðgöngusykursýki á íslandi 2007-2008 Ómar Sigurvin Gunnarsson1-2, Hildur Harðardóttir3, Arna Guðmundsdóttir4 ‘Landspítala, -læknadcild HÍ, 3kvenna- og bamasviði, 4göngudeild sykursjúkra Landspítala omarsg@gmail. com Inngangur: Tíðni fylgikvilla á meðgöngu, í fæðingu og hjá nýbura eykst ef móðir hefur meðgöngusykursýki (MGS). Eldri rannsóknir sýna að hjá konum með meðgöngusykursýki er líklegra að fæðing sé framkölluð og að fæðing verði með keisaraskurði. Fylgikvillar barns eru með annars axlarklemma, fósturköfnun, nýburagula og blóðsykurfall. Tíðni meðgöngusykursýki fer hratt vaxandi í hinum vestræna heimi og var 2,3% á íslandi árið 2003 en erlendis er tíðnin á bilinu 3-14%. í þessari rannsókn var könnuð tíðni meðgöngusykursýki og fylgikvilla móður og barns á íslandi 2007-8. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin tók til allra kvenna sem greindust með og/eða komu til meðferðar vegna meðgöngusykursýki á Landspítala 1. janúar 2007 til 31. desember 2008. Skráður var aldur móður, þyngdarstuðull, þjóðerni, ættarsaga um sykursýki og niðurstöður sykurþolprófs, fylgikvillar á meðgöngu og í fæðingu, fæðingarmáti, fæðingarþyngd, fæðingaráverkar og fylgikvillar nýbura. Niðurstöður voru bornar saman við almennt þýði á sama tíma og lýsandi tölfræði notuð til að bera saman hópana. Niðurstöður: Meðgöngusykursýki greindist á 4,6% meðganga. Af 289 konum þurftu 113 konur (39%) insúlínmeðferð en 61% dugði mataræðisbreyting og hreyfing til sykurstjórnunar. Ef rannsólcnarhópur er borinn saman við almennt þýði sést að framköllun fæðingar var algengari (44,3% og 18,5%; p<0,0001) sem og fæðing með keisaraskurði (29,4% og 17,6%; p<0,0001), bæði val- (11,8% og 6,1%; p=0,0004) og bráðaaðgerð (17,6% og 11,5%; p=0,0027). Algengara var að þungburar (>4.500gr) fæddust með keisaraskurði (63% og 27%; p=0,003). Ekki var marktækur munur á tíðni fyrirbura (7,6% og 6,6%; p=0,47) eða andvana fæðinga (0,7% og 0,4%; p=0,ll). Börn kvenna með meðgöngusykursýki voru líklegri til að fá blóðsykurfall (13,5% og 2,4%; p<0,0001), nýburagulu (12,8% og 8,5%; p=0,018) og viðbeinsbrot (2,4% og 1%; p=0,027) en tíðni axlarklemmu var ekki aukin (1,4% og 0,6%; p=0,ll). Ályktanir: Tíðni meðgöngusykursýki á íslandi hefur tvöfaldast frá árinu 2003 en 4,6% þurvgaðra kvenna greinast með meðgöngusykursýki. Meðgöngusykursýki eykur líkur á inngripum, bæði framköllun fæðingar og fæðingu með keisaraskurði, val- og bráðaaðgerð. Fylgikvillar barns eru algengari en axlarklemma ekki. E 146 Erfðafræðilegar orsakir endurtekinna fósturláta Helga Hauksdóttir1-3, Halldóra Sunna Sigurðardóttir1, Hjörleifur Skorri Þormóðsson3, Ástrós Arnardóttir1, Vigdís Stefánsdóttir1-3, Jóhann Heiðar Jóhannsson1, Margrét Steinarsdóttir1, Hildur Harðardóttir2, Jón Jóhannes Jónsson13 'Ertða- og sameindalæknisfræðideild, Tæðinga-, meðgöngu- og fósturgreiningardeild Landspítala, 3lífefna- og sameindalíffræðistofu læknadeild HÍ heh12@hl.is Inngangur: Um 20% af þekktum þungunum enda í fósturláti. Litningagallar greinast í 50-60% tilfella fósturláta á fyrsta þriðjungi meðgöngu og örflögugreiningar finna skýringu í um 10% í viðbót. Mislitun (aneuploidy) er algengasta tegund litningagalla. Stökkbreytingum í SYCP3 geni hefur verið lýst í tveimur konum, en það gen tjáir hluta af pörunarborða (synaptonemal complex) í rýriskiptingu. Við rannsökuðum hjá hópi kvenna með endurtekin fósturlát hvort stökkbreytingar í SYCP3 geni skýra mislitnun hjá fóstrum og hvort háskerpuörflögugreining með þreifara fyrir allar útraðir í erfðamengi mannsins greini úrfellingu eða tvöföldun í fóstrum með eðlilega litningagerð. LÆKNAblaðið 2011/97 63
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.