Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Qupperneq 67

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Qupperneq 67
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 LPS var bætt í hluta ræktanna á mismunandi tímapunktum. T-frumur voru ræstar a) gegnum T-frumuviðtakann með mótefnum gegn CD3 og CD28 eða b) með angafrumum á mismunandi þroskastigi í sex daga. Tjáning viðtaka á yfirborði T-frumnanna var metin með mótefnalitun og greiningu í frumuflæðisjá fyrir ræsingu og eftir sex daga. Niðurstöður: T-frumur sem voru ræstar með einstofna mótefnum sýndu mun meiri CCR4 tjáningu en T-frumur ræstar með angafrumum. T-frumur ræstar með angafrumum tjáðu hins vegar meira CLA en T-frumur ræstar með einstofna mótefnum. Alyktanir: Fyrstu niðurstöður benda til þess að ólíkar aðferðir við ræsingu T-frumna hafa mikil áhrif á tjáningu ýmissa viðtaka sem miðla ratvísi T-frumna til húðar, meðal annars CLA og CCR4. E 156 Ættlæg einstofna mótefnahækkun og æxli af B-eitilfrumuuppruna. Afbrigði í kímstöð? Sóley Valgeirsdóttir', Helga Ögmundsdóttir1, Hlíf Steingrímsdóttir1-2, Vilhelmína Haraldsdóttir2, Hekla Sigmundsdóttir1'3 ‘Lœknadeild HÍ, 2blóðlækninga-, ^blóðmeinafræðideild Landspítala sov4@hi.is Inngangur: Verkefni þetta er hluti af stærri rannsókn sem kannar arfgengar orsakir afbrigðilegrar starfsemi B-eitilfrumna og tilhneigingar til myndunar mergæxla. Efniviðurinn er átta íslenskar fjölskyldur sem, auk tilhneigingar til mergæxlismyndunar, sýna einnig svokallaða einstofna mótefnahækkun (monoclonal gammopathy of undetermined significance - MGUS), sem ber um það bil 1% áhættu á ári til myndunar mergæxla. I fyrri rannsóknum á einni af þessum fjölskyldum kom í ljós ofursvörun B eitilfrumna meðal heilbrigðra fjölskyldumeðlima sem lýsti sér í aukinni mótefnaframleiðslu og langlífi B-eitilfrumna. Þessir einstaklingar voru skilgreindir sem ofursvarar. Talið er að æxlisvöxtur af B-eitilfrumuuppruna eigi rætur að rekja til mistaka eða afbrigða í B-frumuviðbragðinu í kímstöð. f þessari rannsókn voru frumur úr ofursvörum, ættingjum þeirra og óskyldum viðmiðum prófaðar í áður þróuðu ræktunarlíkani sem hermir eftir svari B-eitilfrumna í kímstöð og leitast var við að svara sértækum spurningum um afbrigði í f ru muviðbrögðum. Efniviður og aðferðir: Tekin voru blóðsýni úr 11 ofursvörum og samsvarandi skyldum og óskyldum viðmiðum þeirra. B-eitilfrumur voru einangraðar úr blóðsýnunum með Histopaque®-1077 þéttnistigli °g CD19 segulkúlum. Frumurnar voru ræstar með CHO frumum sem tjá CD40L, ásamt IL-4 og ræktaðar í þrjá vikur. B-eitilfrumum var safnað vikulega og þroskaferli þeirra metið með greiningu á nokkrum einkennissameindum í frumuflæðisjá. Niðurstöður: Fyrstu niðurstöður benda til þess að munur sé á tjáningu umritunarþáttanna Bcl-6 og Blimpl við ræktun í kímstöðvarlíkaninu þegar bornar eru saman B-eitilfrumur úr ofursvörum og óskyldum viðmiðum. Alyktanir: Fyrstu niðurstöður benda til afbrigðileika í þroskaferli E-eitilfrumna í kímstöð hjá ofursvörum séu þeir bornir saman við óskyld viðmið. E 157 Langlífi B-minnisfrumna gegn fjölsykruhjúpi Haemophilus influenzae gerð b Maren Henneken1, Sigurveig Þ. Sigurðardóttir12, Nicolas Burdin3, Emanuelle Trannoy3, Ingileif Jónsdóttir1-2'4 'Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild HÍ, ’sanofi pasteur, Marcy l'Etolie Frakklandi, 4íslenskri erfðagreiningu marenh@iandspitali.is Inngangur: Bólusetning ungbarna með prótíntengdum fjölsykrum (FS) Hemophilus influenzae, gerð b (Hib-conjugate) hófst á fslandi 1989. Því getum við rannsakað langtíma viðhald Hib-FS sértækra B-minnisfrumna í ungmennum, sem voru bólusett sem ungbörn og bera saman við ári eldri óbólusett ungmenni. Hib-bakterían hvarf úr samfélaginu eftir að bólusetningar hófust, svo náttúruleg útsetning er ólíkleg til að hafa áhrif á viðhald ónæmisminnis. Efniviður og aðferðir: Tíðni Hib-FS-sértækra B-frumna í blóði var ákvörðuð með flúrmerktum Hib-FS og greiningu í fræðifrumusjá (FACS). Mótefni í sermi voru mæld með ELISA. Blóðsýni úr 30 ungmennum hafa verið rannsökuð, 17 bólusettum og 13 óbólusettum samkvæmt bólusetningarskírteinum eða aldri. Til samanburðar var blóð átta óbólusettra ungbama undir sex mánaða aldri rannsakað, en ólíklegt er að þau hafi verið útsett fyrir Hib bakteríunni. Niðurstöður: Ekki reyndist marktækur munur á tíðni Hib-FS-sértækra B-frumna milli bólusettra 0,17% (N=16) og óbólusettra 0,26% (N=12) ungmenna, en tíðnin var hærri en hjá óbólusettum ungbörnum 0,02% (N=8, p=0,0001 og p=0,0003). Styrkur IgA og IgG mótefna var lágur, vegið meðaltal IgG var 0,8 pg/mL í bólusettum og 1,0 pg/mL í óbólusettum ungmennum. Ekkert samband var milii tíðni Hib-FS sértækra minnisfrumna og styrks IgG mótefna. Ályktanir: Hægt er að greina Hib-FS-sértækar B-minnisfrumur 23 árum eftir bólusetningu ungbarna með prótíntengdu Hib-FS bóluefni. Tíðni Hib-FS-sértækra B-frumna og styrkur IgG og IgA mótefna var svipaður í bólusettum og óbólusettum ungmennum. Niðurstöðurnar benda til að í óbólusetta hópnum hafi náttúruleg útsetning fyrir Hib bakteríunni í frumbernsku vakið myndun Hib-FS-sértækra minnisfrumna sem hafa viðhaldist í áratugi, jafnvel án útsetningar fyrir sýklinum. E 158 Langtíma T- og B-frumu ónæmisminni gegn kúabóluveiru Halla Halldórsdóttir1-2, Maren Henneken1, Ingileif Jónsdóttir1-2'3 'Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild HÍ, ‘fslenskri erfðagreiningu halla.hallclorsdottihSgmail.com Inngangur: Bólusótt er einn skæðasti smitsjúkdómur sem þekkst hefur. í faraldri á íslandi, 1707-1708, sýktust tugir þúsunda og 26% þeirra létust. Bólusótt var útrýmt í heiminum (WHO, 1979) með bólusetningu með kúabóluveiru. Á fslandi var bólusett með kúabólu til 1978. Um <3% fólks svara bólusetningunni ekki klxnískt og hún getur valdið aukaverkunum. í þessari rarmsókn körmum við langtíma ónæmismirmi, svörun T- og B-minnisfrumna áratugum eftir kúabólusetningu, með tilliti til klínískrar svörunar og aukaverkana. Efniviður og aðferðir: Eitilfrumur voru einangraðar úr blóði einstaklinga sem voru bólusettir sem böm fyrir meira en 20 árum og hlutu aukaverkanir eða svöruðu ekki bólusetningu eða svöruðu eðlilega (n=30). T-frumuminni var metið með ELISA mælingum á boðefnum (IL-2,11-5 og IFN-y) í frumufloti eftir örvun með kúabóluveiru in vitro. B-frumumirmi var metið sem tíðni B-frumna sem seyta kúabólusértækum mótefnum af heildarfjölda mótefnaseytandi frumna LÆKNAblaðið 2011/97 67 L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.