Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Síða 69

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Síða 69
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA H í F Y L G I R I T 6 6 að auki samanstóð af framkvæmdastjórum hjúkrunar á stofnunum. Viðtölin fóru fram í október og nóvember 2010. Niðurstöður: Við frumgreiningu viðtalanna hafa komið fram nokkur meginþemu. Þau eru meðal annars skortur á upplýsingum, biðin, óvissa um framtíðina, stuðningur, að halda í vonina og sorg og sorgarviðbrögð. Alyktanir: Ljóst er að hjúkrunarstjórnendur Kragasjúkrahúsanna hafa staðið frammi fyrir mörgum og erfiðum vandamálum í starfi og upplifað erfiðleika við að leysa þau. Við það bætast síðan önnur vandamál sem starfsmenn upplifa vegna þeirrar kreppu sem fyrir er í þjóðfélaginu. E 162 Notkun sjúkrahúsþjónustu eftir búsetu Sigríður Haraldsdóttir12, Unnur A. Valdimarsdóttir', Sigurður Guðmundsson1-2 'Miðstöð í lýðheilsuvísindum, heitbrigðisvísindasviði HÍ, 2landlætoiisembættinu sigridur.haraldsdottir@gmail.com Inngangur: íslenska heilbrigðiskerfið er í stöðugri þróun, þar með talin þjónusta sjúkrahúsa eða sjúkrasvið heilbrigðistofnana um allt land. A árinu 2011 er ráðgert að draga verulega úr starfsemi sjúkrasviða heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni. Við skipulag heilbrigðisþjónustu er mikilvægt að greina og skilja notkun hennar. Markmið rannsóknar er að varpa ljósi á notkun sjúkrahúsþjónustu í heilbrigðisumdæmum á Islandi og skilja að hve miklu leyti þörfum íbúa hvers svæðis vegna sértækra heilsufarsvandamála er sinnt af stofnunum innan svæðisins. Einnig að skilja hvort fjarlægð frá heilbrigðisstofnun í heimaumdæmi íbúa hefur áhrif á notkun þeirra á þjónustu stofnunarinnar. Efniviður og aðferðir: Innlagnir á öll sjúkrahús eða sjúkrasvið heilbrigðisstofnana í öllum heilbrigðisumdæmum eru kortlagðar eftir búsetu. Til þess eru notuð gögn úr vistunarskrá sjúkrahúsa sem er ein af heilbrigðisskrám landlæknis en skráin inniheldur tilteknar upplýsingar um allar legur á sjúkrahúsum. Með lýsandi tölfræði er varpað ljósi á hlutfall þjónustunnar sem sinnt er á sjúkrahúsum innan heilbrigðisumdæmisins annars vegar og á sérgreinahúsunum (Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri) hins vegar. Einnig er greint hvaða sértæku heilsufarsvandamál eru helst send til innlagnar á stofnanir utan heilbrigðisumdæmis. Niðurstöður: Hlutfall innlagna sem sinnt er innan héraðs var nokkuð breytilegt eftir heilbrigðisumdæmum en gjarnan öðru hvoru megin við 50%. Á landsbyggðinni var hlutfallið hæst á Norðurlandi en þar sinna sjúkrahúsin í umdæminu 83% lega sjúklinga í sínu svæði. bá gefa gögn vísbendingar um að fjarlægð frá umdæmissjúkrahúsi hafi áhrif það hvort þjónusta í héraðinu er notuð eða hvort farið er á höfuðborgarsvæðið. Ályktanir: Fyrstu niðurstöður gefa ákveðnar vísbendingar um að það sé mismunandi að hve miklu leyti þörfum íbúa hvers svæðis varðandi sjúkrahúslegur er sirmt af stofnunum innan umdæmis einstaklinga E 163 Kynheilbrigðisþjónusta. Þróun mælitækis Sóley S. Bender Hjúkrunarfræðideild HÍ, Landspítala ssb@hi.is Inngangur: Mælitæki sem hafa verið notuð í erlendum rannsóknum til að skoða viðhorf ungs fólks til kynheilbrigðisþjónustu hafa byggst á handahófskenndum spurningum en ekki hugmyndafræðilegri nálgun. Tilgangur þessarar rannsóknar var að þróa mælitæki sem byggði á hugmyndafræðilegum grunni. Efniviður og aðferðir: Gerð var fræðileg úttekt á erlendum rannsóknum um viðhorf ungs fólks til kynheilbrigðisþjónustu sem náði til áranna 1998-2008. Niðurstöður rannsóknanna voru flokkaðar eftir efni þeirra. Fimm efnisflokkar voru greindir og var hver þeirra skilgreindur. Efnisflokkamir voru aðgengi að þjónustu, skipulag þjónustunnar, gæði þjónustunnar, mikilvægir aðilar og persónulegir þættir. Þróað var mælitæki sem byggðist á þessum efnisflokkum. Lögð var fyrir landskönnun vorið 2009 meðal ungs fólks 18-20 ára þar sem mælitækið var prófað. Gerð var þáttagreining á 29 atriðum. Niðurstöður: Þáttagreiningin leiddi í ljós fjóra þætti sem endurspegluðu fjóra af fimm efnisflokkum sem greindir voru. Þetta voru gæði þjónustunnar, mikilvægir aðilar, skipulag þjónustunnar og persónulegir þættir. Tveir þættir voru með áreiðanleika (Cronbach's alfa) a0,70. Gæði þjónustunnar samanstóð af 12 atriðum og var með hæstan áreiðanleika, 0,88. Hinir þættirnir byggðust á tveimur til fjórum atriðum. Ályktanir: Þáttagreining studdi fjóra af flmm efnisflokkum sem lagðir voru til grundvallar. Einn þátturinn kom best út en það var sá þáttur er laut að gæðum þjónustunnar. I þessari gagnagreiningu voru eingöngu greind atriði sem gætu stuðlað að notkun þjónustunnar en ekki atriðum sem gætu dregið úr notkun hennar. Athyglisvert væri að setja þetta tvennt saman. Þróun gagnreynds mælitækis sem byggist á hugmyndafræðilegri nálgun er mikilvægt til að geta betur greint hvað skiptir ungt fólk máli varðandi notkun kynheilbrigðisþjónustu. E 164 Upplifun ungs fólks af kynheilbrigðisþjónustu Sóley S. Bender Hjúkrunarfræðideild HÍ, Landspítali ssb@hi.is Inngangur: Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á bæði jákvæð og neikvæð viðhorf ungs fólks til kynheilbrigðisþjónustu. Hér á landi hefur aðeins ein rannsókn verið gerð (2007) á upplifun ungs fólks af því að fara á göngudeild húð- og kynsjúkdóma. Sú rannsókn byggði á einni tegund kynheilbrigðisþjónustu. Efniviður og aðferðir: Landskönnun á kynheilbrigðisþjónustu, sem byggði á slembiúrtaki úr þjóðskrá, var gerð vorið 2009 meðal 2500 ungmenna af báðum kynjum sem voru á aldrinum 18-20 ára. Var þátttakendum gefinn kostur á að skrá athugasemdir sínar um þá kynheilbrigðisþjónustu sem þau höfðu notað. Um margvíslega kynheilbrigðisþjónustu var að ræða. Skráð svör voru greind eftir þemum. Niðurstöður: Alls voru um 25% (n=260) þátttakenda sem gáfu skriflegar upplýsingar um reynslu sína af þjónustunni. Svör þeirra voru greind í þrjú meginþemu, það er persónulega þætti, fagmennsku og skipulag. Ungt fólk upplifði ýmist mjög persónulega, fagmannlega, vel skipulagða og góða þjónustu en einnig andstæðu þess. Þau lýsa til dæmis neikvæðri upplifun af því að þjónustan sé óskipulögð og ópersónuleg þar sem ekki er borin virðing fyrir þeim, litlar upplýsingar veittar, vandræðalegar aðstæður, mæta fordómum og kuldalegri framkomu. Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að bæta megi fagmennsku og ýmislegt verðandi skipulag þjónustunnar. Margt ungt fólk þarf að hafa heilmikinn kjark til að leita sér kynheilbrigðisþjónustu, einkum í fyrstu heimsókn og þeir sem yngri eru. Þegar þangað er komið er mikilvægt að upplifa þjónustuna á jákvæðan hátt. Jákvæð reynsla byggir upp einstaklinginn og stuðlar að kynheilbrigði hans. LÆKNAblaðið 2011/97 69
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.