Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 72

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 72
XV VISINDARAÐSTEFNA FYLGIRIT 66 H í til og með 2005. Leitað var að tilfellum eftir ICD númerum (KS og atýpískur KS) og gögnum safnað úr sjúkraskrám. Öllum, sem greindust á Barnaspítala Hringsins, var boðið í ómskoðun af hjarta til að meta starfsemi hjartans nokkrum árum eftir sjúkdóminn. Niðurstöður: Alls greindust 30 með Kawasaki sjúkdóm á árunum 1996-2005. Nýgengi var 10,7/100.000 börn innan fimm ára á ári og kynjahlutfall 2,3:1 (drengir/stúlkur). Öll börnin fengu meðferð með mótefnum án alvarlegra fylgikvilla. Enginn sjúklinganna dó. I bráðafasa sjúkd msins fengu tveir (6,7%) kransæðagúla og önnur eða báðar meginkransæðarnar víkkuðu hjá þremur (10%). Við mat á langtímaáhrifum á hjarta reyndust sex vera með míturlokuleka (25%) og tveir með víkkun á kransæð. Alyktanir: Nýgengi og kynjahlutfall er sambærilegt við fyrri íslenska rannsókn og rannsóknir frá Norðurlöndunum. Fá börn greindust með kransæðabreytingar í bráðafasanum, þær breytingar gengu til baka í öllum nema tveim án alvarlegra fylgikviila. Horfur barna sem greinast með Kawasaki-sjúkdóm á íslandi eru góðar. Sérstaka athygli vekur að við mat á langtímaáhrifum á hjarta greindist míturlokuleki hjá sex einstaklingum. E 172 Langtímaárangur og lifun eftir lokuskiptaaðgerðir vegna ósæðarlokuþrengsla á íslandi Sindri Aron Viktorsson1, Inga Lára Ingvarsdóttir1, Kári Hreinsson3, Ragnar Danielsen1-2, Tómas Guðbjartsson1-4 ‘Læknadeild HÍ, -hjartadeild, 3svæfinga- og gjörgæsludeild, 4hjarta og lungnaskurðdeild Landspítala sav2@hi.is Inngangur: Arangur ósæðarlokuaðgerða hefur lítið verið rannsakaður á Islandi. Markmið okkar var að kanna árangur ósæðarlokuskipta vegna ósæðarlokuþrengsla með sérstaka áherslu á langtímafylgikvilla. Efniviður og aðferðir: Eitt hundrað fimmtíu og sex sjúklingar, sem gengust undir ósæðarlokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla á Landspítala 2002-2006. Sleppt var sjúklingum sem áður höfðu farið í hjartaaðgerð (n=17) eða fóru í aðgerð vegna ósæðarlokuleka eða hjartaþelsbólgu (n=5). Meðalaldur sjúklinga var 71,7 ár (bil 41-88) og voru tveir þriðju karlar. Gerviloku var komið fyrir hjá 29 (18,6%) sjúklingum en lífrænni loku hjá 127. Ur sjúkraskrám og stofunótum sérfræðinga voru skráðir langtímafylgikvillar og lokutengdar innlagnir til 1. apríl 2010. Einnig voru kannaðar hjartaómanir og reiknuð heildarlifun samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu. Meðaleftirfylgd var 4,8 ár. Tíðni langtímafylgikvilla er miðuð við 100 sjúklingaár. Niðurstöður: EuroSCORE fyrir aðgerð var 9,6%, hámarksþrýstingsfall (P) yfir lokuna 74,1 mmHg og útfallsbrot (EF) 57%. Þremur til tólf mánuðum eftir aðgerð mældist þrýstingsfallandi yfir nýju lokunni 19,8 mmHg (bil 2,5-38) og útfallsbrot hélst óbreytt. Hjá 50 sjúklingum virðist ómskoðun ekki hafa verið gerð eftir aðgerð. Rúmur fjórðungur sjúklinga var lagður inn vegna lokutengdra vandamála; fjórir oftar en einu sinni, sem eru 6,0 innlagnir/100 sjúkl./ár. Algengustu ástæður endurinnlagna voru hjartabilun (1,74/100 sjúkl./ár), blóðsegarek (1,60), blæðing (1,6), hjartaþelsbólga (0,67) og hjartadrep (0,40). Eins og fimm ára lifun eftir aðgerð var 93% og 90%. Ályktanir: Tíðni langtímafylgikvilla eftir ósæðarlokuskipti hér á landi er tiltölulega lág samanborið við erlendar rannsóknir, sérstaklega tíðni alvarlegra blæðinga vegna blóðþynnandi meðferðar. Tíðni blóðsegareks og hjartaþelsbólgu er hins vegar svipuð. Of snemmt er að segja til um endingu lífrænu lokanna en lifun sjúklinga er góð. E 173 Efnasmíð A/-fjórgildra kítósanafleiða og rannsóknir á sambandi byggingar og örverudrepandi virkni Már Másson1, Ögmundur V. Rúnarsson1, Martha Hjálmarsdóttir2 ’Lyfjafræðideild, 2Iæknadeild lífeindafræði HÍ mmasson@hi.is Inngangur: Kítósan er misleit fjölsykra gerð úr þ-1-4 tengdum glúkósamín- og asetýglúkósamín-einingum. Kítósan hefur verið notað í vefjalækningum, við lyfjagjöf og sem örverhemjandi efni. Notkun þess er hins vegar takmörkuð af vatnsleysanleika. Markmið verkefnisins var að þróa aðferðir við vendina efnasmíði vatnsleysanlegra N-fjórgildra kítósanafleiða og rannsaka samaband byggingar og örverudrepandi virkni. Efniviður og aðferðir: Efnasmíðavinna var framkvæmd á rannsóknstofu lyfjafræðideildar í Haga. Himnuskiljur voru notaðar til að hreinsa lokaefnin. Allar afurðir voru greindar með IR og NMR til þess að ákvarða byggingu. Virkni gegn Gram-jákvæðum S. aureus stofnum og Gram-neikvæðum E. coli, P. aeriginosa og E. Facialis stofnum var mæld með stöðluðum aðferðum Clinical Laboratory Standard Institute (CLSI). Niðurstöður: N-vendin efnasmíð á .fjórgildum 2-ammóníumýl-asýl kítósanafleiðum með umbreytingarstig (US) 0,81-0,87 reyndist möguleg án notkunar verndarhópa. Þessi aðferð var ekki nothæf við efnasmíði N, N-dímetýl-N-dódesýl og N,N-dímetýl-N-bútýlafleiða, en þær voru smíðaðar út frá TBDMS kítósani. Sambærilegar afleiður glúkósamínu og kítófásykrunga voru einnig smfðaðar. Næmismörk (MIC) 50 afleiða með breytilegan mólþunga voru á bilinu a8192-2 pg/ml. Minniháttar breytingar á byggingu höfðu veruleg áhrif á virkni en hækkun US yfir O, 5 hafði lítil áhrif. I sumum afleiðum hafði umbreyting 2-amínóhópsins neikvæð áhrif á virkni en jákvæð í öðrum tilvikum. Ályktanir: Samband byggingar og virkni er með öðrum hætti í afleiðum kítósanfjölliða en í afleiðum glúkósamínu og kítófásykrunga. N,N,N- trímetýlkítósan og N-(2-(l,4,4-trímetýlpiperazíndííumýl)-asetýl)-kítósan voru virkustu efrdn í þessari rannsókn. E 174 Leynast lyfjasprotar í íslenskum soppmosum? Jenny Sophie R.E. Jensen1, Sesselja Ómarsdóttir1, Helga M. Ögmundsdóttir2, Jerzy W. Jaroszewski3, Elín Soffía Ólafsdóttir1 ’Lyfjafræðideild, 2Iæknadeild HÍ, 3lyfjafræðideild Kaupmannahafnarháskóla jennyj@hi.is Inngangur: Soppmosar (Hepaticae) tilheyra mosafylkingunrd (Bryophyta) og er talið að um sex til átta þúsund tegundir séu til í heiminum. Soppmosar teljast frumstæðastir allra landplantna en framleiða samt flókna blöndu annars stigs efnasambanda. Rannsóknir hafa sýnt að mörg þessara efna hafa áhugaverða lífvirkni, þar á meðal hemjandi áhrif á krabbameinsfrumur. Hins vegar hafa malaríuhemjandi áhrif þessara efna ekki verið könnuð. Markmið þessa verkefnis er að kanna áhrif efna úr íslenskum soppmosum á krabbameinsfrumur og malaríusníkilinn Plasmodium falciparwn in vitro. Efniviður og aðferðir: Lækjareifa (Chiloschyphus pallescens) og stjörnumosa (Marchantia polymorpha) var safnað við Fossá í Hvalfirðir og í Esjunni. Utbúnir voru díetýleterútdrættir sem voru þáttaðir niður á VLC (Vacuum Liquid Chromatography) súlu með n-hexan: etýlasetat stigli. Hemjandi áhrif þátta voru könnuð annars vegar á þrjár gerðir krystal víólet litun eftir 48 klst. rækt og hins vegar gegn P. falciparuin in vitro í styrkjum 100, 50, 25 og 12,5 pg/mL og lifun metin með 3H-thýmidín upptöku. Niðurstöður: Þættir úr báðum soppmosatgundunum höfðu hemjandi 72 LÆKNAblaðið 2011/97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.