Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 78

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 78
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 hvaða áhrif slökunarmeðferð hefur á ýmis einkenni sem hrjá krabbameinssjúklinga. Frá árinu 2007 hafa krabbameinssjúklingar sem þiggja slökunarmeðferð verið beðnir um að meta líðan sína og einkenni fyrir og eftir slökunarmeðferð með einkennamatstækinu Edmonton Symptom Assessment Scale. Gagna var aflað úr sjúkraskrá tvö hundruð fimmtiu og eins sjúklings með krabbamein sem fékk slökunarmeðferð frá janúar 2007 til ágúst 2008. Gerður var tölfræðilegur samanburður á tíðni, fjölda og styrk einkenna hjá sjúklingum fyrir og eftir slökunarmeðferð. Niðurstöður: Niðurstöður sýndu marktækt færri sjúklinga með einkenni, meðalfjöldi einkenna var marktækt lægri og meðalstyrkur allra einkenna á ESAS mælitækinu var marktækt minni eftir slökun. Mest fækkaði sjúklingum sem fundu fyrir vanlíðan úr 92% í 59%, með kvíða úr 78% í 59%, með þreytu úr 87% í 65% og með mæði úr 60% í 40%. Fyrir slökunarmeðferð var meðalfjöldi (SF) einkenna 6,2±2,2 og þeim fækkaði í 4,8±2,8 (p<0,01) eftir meðferð. Meðalstyrkur einkenna lækkaði mest fyrir vanlíðan úr 3,8 í 1,8 (p<0,01), þreytu úr 3,9 í 1,9 (p<0,01) og kvíða úr 3,5 í 1,5 (p<0,01). Ályktanir: Álykta má að slökunarmeðferðin hafi haft jákvæð og að minnsta kosti tímabundin áhrif til þess að draga bæði úr tíðni og styrk einkenna sem eru algeng hjá sjúklingum með krabbamein. E 191 Fjórlitnun í BRCA2 brjóstakrabbameinum Ásta Björk Jónsdóttir', Ólafur Andri Stefánsson1, Jóhannes Bjömsson23, Jón G. Jónasson2'34, Helga M. Ögmundsdóttir1’2, Jórunn E. Eyfjörð1-2 ‘Rannsóknastofu í krabbameinsfræðum HÍ, 2læknadcild HÍ, 'rannsóknastofu í meinafræði Landspítala, 4Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands ABJ26@hutchison-mrc.cam.ac.uk Inngangur: Fjórlitnun og fjöllitnun getur orðið til í frumum sem ekki hafa gengið í gegnum eðlilega frumuskiptingu. Þess konar litningaóstöðugleiki er algengur í krabbameinsfrumum. Við höfum sýnt fram á að frumur sem arfblendnar eru fyrir BRCA2 geninu hafa lengri frumuskiptingatíma en þær frumur sem ekki bera BRCA2 stökkbreytingu og að BRCA2 próteinið safnast fyrir í skiptimiðju fruma sem eru að ljúka mítósu, sem gefur til kynna að próteinið taki þátt í lokaskrefum frumuskiptingaferilsins. I þessari rannsókn bárum við saman litnun (fjölda eintaka litninga) BRCA2 stökkbreyttra brjóstaæxla við stök brjóstakrabbameinstilfelli. Efniviður og aðferðir: Flæðigreinigögn á brjóstakrabbameinssýnum, sem áður höfðu verið stökkbreytigreind með tiliiti tii BRCA2 999del5 stökkbreytingar, voru greind og litnun brjóstakrabbameinsæxla sem voru BRCA2 stökkbreytt (n=71) borin saman við pöruð stök æxli (n=165). Munur á litnun æxlanna var borinn saman við undirflokkun þeirra samkvæmt mótefnalitun á vefjasneiðum á örflögum (tissue microarrays (TMA)). Niðurstöður: Þegar á heildina var litið var engin marktækur munur á milli litnunar BRCA2-æxla og stakra tilfella. Fjórlitnun var aftur á móti marktækt 2,9 sinnum algengari í BRCA2-æxlum en stökum tilfellum (P-gildi 0,029). Fjórlitnun í BRCA-æxlum tengdist luminal svipgerð, en meðal stakra æxla var fjórlitnunum tengd þríneikvæðri svipgerð. Ályktanir: Aukin tíðni fjórlitnunar í BRCA2 stökkbreyttum brjóstakrabbameinum er hugsanlega tengd óeðlilegum frumu- skiptingum, sér í lagi galla við aðskilnað dótturfrumna í lokaskrefum frumuskiptingahringsins. E 192 Áhrif BRCA2 kímlínustökkbreytingar á krabbameinsmyndun og sjúkdómsframvindu Ólafur Andri Stefánsson1-2, Jón Gunnlaugur Jónasson2-3, Hörður Bjamason12, Kristrún Ólafsdóttir3, Óskar Þór Jóhannsson4, Sigríöur Klara Böðvarsdóttir1-2, Sigríður Valgeirsdóttir4, Jórunn Erla Eyfjörð1-2 ’Rannsóknastofu í krabbameinsfræðum, 2læknadeild HÍ, 3rannsóknastofu HÍ í meinafræði, 4krabbameinsdeild Landspítala, 5Roche Nimblegen á íslandi jorunne@hi.is Inngangur: Arfgengar breytingar í BRCA2 geni auka áhættu á brjóstakrabbameini í konum og körlum og illvígu krabbameini í blöðruhálskirtli. Skilningur á hlutverki BRCA2 við krabbameinsmyndun er mikilvægur við áhættumat og þróun meðferðarúrræða. Fyrri rannsóknir okkar bentu til að íslensk BRCA2 stökkbreyting, 999del5, hefði breytilega sýnd og tjáningu. Við höfum áður nýtt örgreiningatækni til að greina brjóstaæxli með tilliti til fjöldabreytinga og sjúkdómshorfa og meðal annars sýnt fram á að BRCA2 æxli skiptist í tvo undirhópa. Hér gerum við nákvæmar fingreiningar á BRCA2 brjóstaæxlum til að auka skilning á æxlisframvindu í BRCA2 arfberum Efniviður og aðferðir: Brjóstakrabbameinsæxli úr 34 arfberum BRCA2 999del5 stökkbreytingar voru skoðuð með tilliti til DNA fjöldabreytinga á aCGH (array comparative genomic hybridizatiori) örflögum með hárri upplausn (385 þúsund þreifarar, það er ~1 fyrir hver 7kbp), og tjáningar á genum tengdum svipgerð á TMA (tissue microarrays) flögum. Niðurstöður: Við sýnum að BRCA2 æxli af luminal svipgerð annars vegar og basal/þríneikvæðum (triple-negative phenotype, TNP) svipgerð hins vegar eru ólík með tilliti til DNA fjöldabreytinga og tjáningar á pRb/pl6. Þetta gefur til kynna að æxlisframvinduferlar séu ekki þeir sömu. Tap á villigerðar samsætu BRCA2 tengdist vaxtaryfirburðum BRCA2 æxla sem tjá luminal erfðamörk á meðan þetta er sjaldgæfara í æxlum af basal/TNP svipgerð. Ennfremur sýnum við fram á að úrfelling á villigerðar samsætu BRCA2 á 13q er hluti af stærra tengslaneti erfðabreytinga sem inniheldur úrfellingar á 6q og llq ásamt mögnun á lq. DNA fjöldabreytingar á þessum svæðum tengjast hraðari æxlisframvindu og meinvarpamyndun. Ályktanir: Niðurstöður gefa til kynna að tap á villigerðar samsætu BRCA2 sé ekki nauðsynlegt til að æxlismyndun eigi sér stað, en gegni hins vegar mikilvægu hlutverki við þróun æxla í átt að illvígari meinum í BRCA2 arfberum. E 193 Tap á BRCA2 villigerðarsamsætu í brjósta-, blöðruháls- og briskrabbameinum í arfberum 999del5 kímlínustökkbreytingar og DNA viðgerðarhæfni í arfblendum brjóstaþekjufrumum Hörður Bjarnason', Ólafur Andri Stefánsson1, Jón Gunnlaugur Jónasson2, Hólmfríður Hilmarsdóttir', Jórunn Erla Eyfjörð’, Sigríður Klara Böðvarsdóttir1 ‘Rannsóknarstofu í krabbameinsfræðum HÍ, :meinafræðideild Landspítala, læknadeild HÍ og Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands hob3@hl.is Inngangur: Ættlægar stökkbreytingar f BRCA2 geni auka verulega líkur á krabbameini í brjóstum og eggjastokkum. Á íslandi finnst kímlínustökkbreytingin 999del5 í BRCA2 geni í um 6-7% greindra bq'óstakrabbameina. BRCA2 tekur þátt í viðgerðum á tvíþátta DNA brotum og er leið krabbameinsmyndunar talin vera óvirkjun á heilbrigða eintaki gensins sem valdi vanvirkum DNA viðgerðum og þar með uppsöfnun stökkbreytinga. Markmið rannsóknarinnar er að sannreyna hvort brottfall heilbrigðu BRCA2 samsætunnar sé afgerandi í ættlægum BRCA2 krabbameinum og að kanna viðgerðavirkni BRCA2 prótínsins í arfblendnu ástandi. 78 LÆKNAblaðið 2011/97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.