Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 80

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 80
XV VISINDARAÐSTEFNA H I FYLGIRIT 66 raðir á 5' enda (stýrill, útröð 1 og innröð 1 sem inniheldur þrjár Alu- raðir) MLHl-gens í eðlilegri þarmaslímhúð, blóðfrumum og tveimur ristilkrabbameinsfrumulínum, RKO og SW48. Niðurstöður: Kortlagning fékkst á mynstri metýleringar Alu- raða í 5'-enda MLHl í eðlilegri þarmaslímhúð, blóðfrumum og ristilkrabbameinsfrumulínum. Yfirmetýlering á Alu-röðum greindist í eðlilegu frumunum og svæðið milli Alu-raða og stýrils voru ekki eða lítið metýleraðar í þeim frumum. Undirmetýlering á Alu-röðum, einkum tveimur þeirra og yfirmetýlering á stýrli og á svæðum milli stýrils og Alu-raða greindist í RKO og SW48 frumulínum. Ályktanir: Metýlering Alu-raða í fyrstu innröð MLHl-gens getur borist yfir á MLHl stýril í ristilkrabbameinsfrumulínunum RKO og SW48. E 197 Snemmkomnir fylgikvillar eftir lokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla á íslandi 2002-2006 Inga Lára Ingvarsdóttir1, Sólveig Helgadóttir1, Ragnar Danielsen1-2, Tómas Guðbjartsson14 ’Lœknadeild HÍ, 2hjartadeild, ^hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala ili1@hi.isv Inngangur: Ósæðarlokuskipti er önnur algengasta hjartaaðgerðin og eru ósæðarlokuþrengsli algengasta ábendingin. Tilgangur rannsóknarinnar var að gera ítarlega rannsókn á árangri ósæðarlokuskipta vegna ósæðarlokuþrengsla á íslandi. Efniviður og aðferðir: Aftursæ rannsókn sem náði til allra sjúklinga með ósæðarlokuþrengsl er gengust undir ósæðarlokuskipti á Landspítala á árunum 2002-2006, samtals 156 einstaklinga. Sleppt var 29 sjúklingum sem fóru í aðgerð vegna ósæðarlokuleka eða höfðu áður farið í hjartaaðgerð. Meðalaldur var 71,7 ár (bil 41-88) og karlar 64,7%. Skráðir voru áhættuþættir og fylgikvillar aðgerðanna, þar á meðal skurðdauði, en einnig niðurstöður hjartaómunar fyrir og fyrst eftir aðgerð. Niðurstöður: Algengustu einkenni voru mæði (80,8%) og hjartaöng (52,6%), en 11 sjúklingar voru án einkenna. Fyrir aðgerð var hámarksþrýstingsfall (AP) að meðaltali yfir lokuna 74,1 mmHg, útfallsbrot (EF) 57% og EuroScore 9,6%. Meðal aðgerðar- og tangartími voru 282 og 124 mínútur. Ríflega helmingur sjúklinganna gekkst samtímis undir kransæðahjáveitu og níu undir aðgerð á míturloku. Lífrænni loku var komið fyrir í 127 aðgerðanna (81,4%), í 102 tilvikum án grindar (stentless), og gerviloka hjá 18,6% sjúklinganna. Meðalstærð ígræddra loka var 25,6 mm (bil 21-29) og hámarksþrýstingsfallandi yfir nýju lokuna viku frá aðgerð 28,1 mmHg. Algengustu fylgikvillar eftir aðgerð voru nýtilkomið gáttatif (64%) og nýmaskaði (32%) en 19 sjúklingar (12,2%) fengu fjöllíffærabilun. Enduraðgerð vegna blæðingar þurfti í 12% tilfella. Miðgildi legutíma var 13 dagar, þar af einn á gjörgæslu. Skurðdauði (<30 d.) var 6,4%. Ályktanir: Fylgikvillar em tíðir eftir ósæðarlokuaðgerðir, sérstaklega gáttatif og nýmaskaði en einnigblæðingar sem oft krefjast enduraðgerðar. Skurðdauði er helmingi hærri en eftir kransæðahjáveituaðgerðir, sem er í samræmi við aðrar rannsóknir. E 198 Enduraðgerðir vegna blæðinga eftir opnar hjartaskurðaðgerðir á íslandi. Tíðni, fylgikvillar og afdrif sjúklinga Njáll Vikar Smárason1, Hannes Sigurjónsson2, Kári Hreinsson3, Þórarinn Arnórsson2, Tómas Guðbjartsson1'2 ‘Læknadeild HÍ, ^hjarta-og lungnaskurðdeild og ^svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítaia nvs1@hi.is Inngangur: Blæðing er algengur fylgikvilli opinna hjartaaðgerða. í alvarlegum tilfellum getur þurft að taka sjúklinga aftur á skurðstofu til að stöðva blæðinguna. Tíðni og afdrif í kjölfar enduraðgerðar er ekki þekkt hér á landi og er tilgangur rannsóknarinnar að bæta úr því. Efniviður og aðferðir: Sjúklingar 18 ára og eldri sem gengust undir enduraðgerð vegna blæðinga eftir opna hjartaskurðaðgerð á tímabilinu 2000-2005 voru fundnir eftir tveimur aðskildum skrám. Úr sjúkraskrám voru meðal ananrs skráð lyf sjúklings fyrir aðgerð, blóðgjafir, fylgikvillar og legutími. Niðurstöður: Alls voru gerðar 103 enduraðgerðir (meðalaldur 67,9 ár, 75 karlar) sem er 8% hjartaaðgerða á tímabilinu. Þriðjungur sjúklinganna tóku acetýlsalicýlsýru og átta klópídógrel síðustu fimm dagana fyrir aðgerð. Meðalblæðing í upphafi enduraðgerðar var 1523 ml (bil 300- 4.780ml) og á fyrsta sólarhring 3942 ml (bil 690-10.740ml). Helmingur sjúklinganna var tekinn í enduraðgerð innan tveggja klst. og 97% innan sólarhrings frá upprunalegri aðgerð. Samtals voru gefnar 16,5 ein af rauðkornaþykkni, 15,6 ein af plasma og 2,3 sett af blóðflögum. Helstu fylgikvillar eftir aðgerð voru hjartsláttaróregla, fleiðruvökvi sem þurfti að tæma, hjartadrep og sýking í bringubeinsskurði. Miðgildi legutíma var 14 dagar (bil 6-85 dagar), þar af tveir dagar (bil 1-38 dagar) á gjörgæslu. Alls létust 16 sjúklingar (15,5%) s30 daga frá aðgerð en 79,6% sjúklinganna voru á lífi ári eftir aðgerð. Ályktanir: Tíðni enduraðgerða vegna blæðinga (8%) er í hærra lagi hér á landi, án þess að skýringin á því sé þekkt. Um er að ræða hættulegan fylgikvilla sem lengir legutíma og getur dregið sjúklinga til dauða. Kostnaður er einnig verulega aukinn vegna blóðgjafa. Því er mikilvægt að leita lausna til að draga úr blæðingum og um leið fækka enduraðgerðum. E 199 Bringubeinsfistlar eftir opnar hjartaskurðaðgerðir, tíðni, áhættuþættir og horfur Steinn Steingrímsson1-1, Tómas Guöbjartsson1-1, Ronny Gustafsson2, Arash Mokhtari2, Richard Ingemansson2, Johan Sjögren2 'Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala og 2Háskólasjúkrahússins á Skáni, Svíþjóð, 3læknadeild HI steinnstein@gmail. com Inngangur: Bringubeinsfistlar er alvarlegur en fátíður fylgikvilli opinna hjartaaðgerða. Erfitt er að uppræta þessa fistla og oft þörf á langvarandi sýklalyfjameðferð og endurteknum skurðaðgerðum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tíðni þessara fistla, skilgreina áhættuþætti og kanna afdrif og lifun sjúklinganna. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggir á framsýnum gagnagrunni hjartaskurðdeildar Háskólasjúkrahússins á Skáni, eða 12.297 opnum hjartaaðgerðum frá 1999-2008. Af þeim greindust 30 sjúklingar með bringubeinsfistil. Fjölþátta aðhvarfsgreining var notuð við mat á áhættuþáttum og 120 (4:1) sjúklingar án fistla notaðir sem samanburðarhópur. Niðurstöður: Tíðni bringubeinsfistla var 0,23% einu ári frá aðgerð. Meðaldur sjúklinga var 68 ár, þar af 77% karlar. Flestir, eða 63%, höfðu farið í kransæðahjáveituaðgerð og 20% í ósæðarlokuskipti. Helstu áhættuþættir fistla voru fyrri saga um sýkingu í bringubeinsskurði (Áhættuhlutfall (odds ratio (OR))=15,7, p-gildi=0,002), nýmabilun (OR=12,5, p<0,001), reykingar (OR=4,7, p=0,01) og þegar beinvax var notað í upphaflegu aðgerðinni (OR=4,2, p=0,02). Sárasugu var beitt í 20 alvarlegustu tilfellunum og létust tveir sjúklingar meðan á meðferð 80 LÆKNAblaðið 2011/97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.