Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 85

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 85
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA H í F Y L G 1 R I T 6 6 sjúkdómum eða sjúkdómsframvindu, þar sem sérhæfð vefjagenatjáning getur breyst í sjúkum vef. V 7 Áhrif kítíns á tjáningu kítínasa og kítínasa líkra gena í mónócýtum og makrófögum Bjami Þór Sigurðsson* 1, Jón M. Einarsson2, Ólafur E. Sigurjónsson34, Pétur H. Petersen1, Jóhannes Gíslason2, Finnbogi R. Þormóðsson1 1 Rannsóknastofu í líffærafræði HÍ, ^Genís ehf., 3Blóðbankanum, 4tækni- og verkfræðideild HR bths2@hi.is Inngangur: Kítínasar og kítínasalík prótein eru hluti af ósérhæfða ónæmiskerfinu. í manni eru tveir virkir kítínasar (chitotriosidase (CHITl) og AMCase), sem kljúfa kítín og fjórir óvirkir kítínasar (þar á meðal YKL-39 og YKL-40) sem binda kítín en kljúfa það ekki. Tengsl hafa fundist milli tjáningar þessara próteina og ýmissa sjúkdóma. Aukin tjáning á YKL-39 finnst í slitgigt og á YKL-40 í ýmsum öðrum bólgusjúkdómum og eru makrófagar oft taldir uppruni þess. Fyrirtækið Genís hefur þróað kítín fásykrur (T-ChOS™) sem bindast þessum próteinum og hindra þau mögulega. Athuguð var magnbundin genatjáning virks kítínasa og tveggja óvirkra kítínasa (YKL-39 og YKL- 40) í THP-1 frumulínunni við umbreytingu mónócýta í makrófaga og hvort kítín fásykrur hafi áhrif á þessa tjáningu. Efniviður og aðferðir: THP-1 frumulínu var viðhaldið £ rækt með DMEM:F12 æti með 10% FBS, 100 U/ 100 pg P/S per ml (Gibco). Frumur voru meðhöndlaðar með 6,18 ng/ml PMA (Sigma) og 100 Hg/ml T-ChOS (Genís). RNA var einangrað með RNeasy (Qiagen) og cDNA búið til með revertAid (Fermentas) með oligo(dT)18 primerum. Rauntíma PCR var framkvæmt með TaqMan (ABI) aðferð. Niðurstöður: Við umbreytingu mónócýta í makrófaga með PMA jókst tjáning á bæði CHITl og YKL-40 en YKL-39 tjáningin minnkaði. T-ChOS hafði lítil áhrif á tjáningu CHITl og YKL-40 en talsverð áhrif til minnkunar á tjáningu YKL-39. Ályktanir: T-ChOS hefur ekki áhrif á sérhæfingu en lækkun á YKL-39 gæti bent til sértækra áhrifa T-ChOS á tjáningu þessa gens. Þakkir: Verkefnið er styrkt af Rannís. V 8 Eru utangenaerfðir að verki í arfgengri heilablæðingu? Astríður Pálsdóttir1, Birkir Þór Bragason1, Gustav Östner1-3, Björn Þór Aðalsteinsson1, Ásbjörg Ósk Snorradóttir1, Elías Ólafsson2 ‘Tilraunastöð HÍ að Keldum, 2taugalækningadeild Landspítala, 3Dept. of Clinical Chemistry and Pharmacology háskólasjúkrahúsinu í Lundi asthpal@hi.is Inngangur: Arfgeng heilablæðing (Hereditary cystatin C amyloid angiopathy) er séríslenskur erfðasjúkdómur sem erfist ríkjandi á ókynbundin hátt og stafar af stökkbreytingu í cyststin C geninu (L68Q). Stökkbreytta próteinið hleðst upp sem mýlildi (amyloid) 1 heilaslagæðum arfbera, sem leiðir til rofnunar á æðum og heilablæðinga. Nú á dögum lifa arfberar að meðaltali rúmlega 30 ár. Nýlegar niðurstöður okkar benda til að mikil bandvefsuppsöfnun eigi sér stað í heilaslagæðum sjúklinga. Þetta sést með Masson-Trichrome vefjalitunum og ónæmislitunum gegn kollagenum. Ættrakning á heilblæðarafjölskyldum sýndi að fyrir 200 árum lifðu arfberar eðlilega ®vilengd, sem bendir til að sýnd stökkbreytingarinnar var lág eða engin. Á 19. öldinni (upp úr 1820) fór ævilengd arfbera (miðað við viðmið) hratt lækkandi uns nútímagildum var náð í kringum aldamótin 1900. Á sama tíma komu fram mæðraáhrif sem lýstu sér í því að þeir sem erfðu genið frá mæðrum lifðu 9,4 árum skemur en hinir sem fengu það fá feðrum. Efniviður og aðferðir: Microarrays (NimbleGen) rannsókn var notuð til þess að meta genavirkni í ræktuðum húðbandvefsfrumum arfbera miðað við viðmiðunarfrumur. Niðurstöður: Við fundum mikinn mun á genavirkni þegar frumur arfbera eru bornar saman við frumur viðmiðunareinstaklinga. Niðurstöður voru sannreyndar með rauntíma PCR. Niðurstöður benda til þess að vöðvatrefjakímfrumur (myofibroblasts) séu í ræktum arfbera en ekki í viðmiðum. Vöðvatrefjakímfrumur eru viðgerðarfrumur sem eru af ýmsum uppruna. Óvænt sáum við mikinn mun á genatjáningu gena sem eru undir stjórn utangenaerfða (epigenetics) en einnig var munur á tjáningu próteina sem stýra utangenaerfðum. Ályktanir: Utangenaerfðir eru skilgreindar sem breytingar í genastjórn sem ekki eru breytingar í sjálfu erfðaerfninu. Histón deacetýlasa ensím fjarlægja acetýlhópa af histónum sem venjulega leiðir til þöggunar gena sem histónar tengjast á. Histón deacetýlasa ensíma latar geta komið £ veg fyrir sérhæfingu frumna yfir £ vöðvatrefjakfmfrumur og minnkað bandvefsmyndun. Þessir latar geta meðal annars komið úr fæðu og valdið umhverfisáhrifum. V 9 Arfgerðir vefjaflokkasameinda í lófakreppusjúkdómi Þorbjörn Jónsson1, Kristján G. Guðmundsson2, Kristjana Bjarnadóttir1, ína B. Hjálmarsdóttir1, Sveinn Guðmundsson1, Reynir Amgrímsson3 ‘Blóðbankanum, 2Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í Glæsibæ, 3lífefna- og sameindalíffræðisviði læknadeildar ogerfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala thorbjorQlandspitali. is Inngangur: Lófakreppusjúkdómur (Dupuytren's disease, Dupu- ytren's contracture) einkennist af myndun á bandvefshnútum og bandvefsstrengjum í lófum. Með tímanum kreppast einn eða fleiri fingur með tilheyrandi skerðingu á hreyfigetu fingranna. Lófakreppa er oft ættlæg og er tiltölulega algeng £ Norður-Evrópu. Ýmsir áhættuþættir eru þekktir svo sem reykingar, mikil áfengisneysla, flogaveiki, sykursýki og erfiðisvinna. Markmið rannsóknarinnar var að kanna HLA (human Ieukocyte antigens) arfgerðir hjá lófakreppusjúklingum á fslandi og kanna hvort tengsl væru við alvarleika eða útbreiðslu sjúkdómsins. Efniviður og aðferðir: EDTA blóðsýnum var safnað úr 172 karlmönnum sem þátt tóku £ framvirkri rannsókn á lófakreppusjúkdómi. Af þeim var 121 með einkenni sjúkdómsins en 51 var einkennalaus. Sjúkdómurinn var stigaður með tilliti til alvarleika í stig 1 og stig 2. Arfgerð HLA- DRBlvar greind með hefðbundinni kjamsýrumögnun (SSP low resolution aðferð frá Invitrogen). Niðurstöður: Af lófakreppusjúklingunum voru 72 einungis með bandvefsstrengi eða hnúta £ lófum (stig 1) en 49 voru með kreppta fingur eða höfðu gengist undir skurðaðgerð (stig 2). Tíðni HLA-DRBl’01 var marktækt aukin hjá lófakreppusjúklingunum borið saman við einkennalausa (OR=3,22 ; 95% CI=l,06-9,75; P= 0,03). Ályktanir: Marktæk tengsl fundust milli vefjaflokkasameinda og lófakreppusjúkdóms. Niðurstöðurnar benda til þess að einstaklingar með HLA-DRB1*01 arfgerð séu í aukinni áhættu á að fá lófakreppusjúkdóm. LÆKNAblaðið 2011/97 85
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.