Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Qupperneq 87

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Qupperneq 87
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 ur rannsóknarmælitækjum. Þátttakendur voru 18 ára og eldri sem leituðu á bráðamóttöku Landspítala með brjóstverk og fór gagnasöfnun fram 1. febrúar til 4. mars 2010. Leitað var svara við eftirfarandi rannsóknarspurningum: 1. Hvert er verkjamat sjúklinga í brjóstverkjauppvinnslu samkvæmt NRS-verkjamatskvarða við upphaf meðferðar og við lok meðferðar á bráðamóttöku? 2. Hvaða einkenni upplifa sjúklingar með brjóstverk? 3. Hvaða meðferð fá sjúklingar á bráðamóttöku við brjóstverk? Niðurstöður: Þátttakendur rannsóknarinnar voru 101 talsins og var svarshlutfall 40%. Orsök brjóstverks var í flestum tilvikum út frá hjarta (57%). Við innlögn á bráðamóttöku var verkjamat brjóstverkjasjúklinga að meðaltali 3,24 á NRS-verkjamatskvarðanum og lækkaði umtalsvert við lok meðferðar. Meirihluti (55%) greindi frá brjóstverk fyrir miðjum brjóstkassa. Þá var leiðni brjóstverks algengust í vinstri handlegg og margir fundu fyrir seyðing. Sú meðferð sem brjóstverkjasjúklingar fengu á bráðamóttökunni var í 40% tilvika súrefnisgjöf og 17% fengu verkjalyf. Alyktanir: Rannsóknin sýnir að verkjamat brjóstverkjasjúklinga er lágt við komu á bráðamóttöku. Þá eru einkenni brjóstverks sambærileg öðrum rannsóknum sem gerðar hafa verið á brjóstverkjasjúklingum. Meðferð sem veitt var á bráðamóttöku var í samræmi við klínískar leiðbeiningar og má því álykta að fullnægjandi meðferð hafi verið veitt í flestum tilvikum þar sem verkjamat hafði lækkað við lok meðferðar. V 14 Tíðni PD-1.3A stökkbreytingar hjá íslenskum sjúklingum með iktsýki Helga Kristjánsdóttir, Gerður Gröndal, Kristján Erlendsson, Gurrnar Tómasson, Kristján Steinsson Rannsóknastofu f gigtsjúkdómum Landspítala helgak@landspitali.is Inngangur: Rannsóknir okkar hafa sýnt fram á tengsl stökkbreytinga f PDCDl geninu við sjálfsofnæmissjúkdóminn rauða úlfa. PDCDl genið skráir fyrir ónæmisviðtakanum PD-1, sem er tjáður á ræstum T og B eitilfrumum. PD-1 er talinn gegna mikilvægu hlutverki í viðhaldi útvefjaþols með bælingu á ræsingu T og B frumna sem þekkja og svara sjálfsameindum. Ræsing slíkra sjálfvirkra T og B frumna getur leitt til sjálfsofnæmissjúkdóma, þar sem ónæmissvarið sem beinist gegn eigin sameindum. PD-1.3A stökkbreytingin breytir bindistað DNA bindipróteins (RUNXl), sem stýrir tjáningu PDCDl gensins. PD-1-3.A breytingin getur því leitt til minnkaðrar tjáningar á PDCDl gensins og minnkaðrar tjáningar á PD-1 viðtakanum. Rannsóknir á pdcdl- /- genabreyttum músum hafa sýnt fram á mikilvægi PD-1 í viðhaldi sjálfsþols, en mýsnar fá einkenni sjálfsofnæmissjúkdóma sem líkjast iktsýki (RA) og rauðum úlfum. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna tíðni PD-1.3A hjá þremur hópum, RA sjúklingum, ættingjum þeirra og viðmiðunarhópi. Einnig að kanna hvort munur er á tíðni PD-13.A hjá CCP jákvæðum og neikvæðum RA sjúklingum, en cyclic citrullinated peptíð (CCP) gegnir mikilvægu hlutverki í meingerð RA. Efniviður og aðferðir: íslenskar fjölskyldur þar sem iktsýki er ættlæg: 261 RA sjúklingur og 242 1° ættingjar. Viðmiðunarhópar heilbrigðra (n=263). Arfgerðagreining PD-1.3 A/G: PCR og RFLP (PStl skerðiensím). Mæling á mótefnum gegn CCP með ELISA. Niðurstöður: Tíðni PD-1.3A arfgerða er 32% hjá RA og 23% hjá ®ttingjum og marktækt hækkuð samanborið við 10% tíðni hjá viðmiðunarhópi (p=0,0016 og 0,0093). Munur á milli RA sjúklinga og ®ttingja er ekki marktækur. CCP mótefni mældust hjá 47% sjúklinga með RA. Ekki er marktækur munur á tíðni PD-1.3A allels hjá CCP jákvæðum og neikvæðum RA sjúklingum. Ályktanir: Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna marktækt hækkaða tíðni PD-1.3A arfgerða hjá sjúklingum með RA og ættingjum samanborið við viðmiðunarhóp. Niðurstöðurnar styðja niðurstöður fyrri rannsókna okkar um tengsl PD-1.3A við ólíka sjálfsofnæmissjúkdóma og styðja jafnframt hugmyndir um mikilvægi PD-1 viðtakans í viðhaldi sjálfsþols. V 15 Algengi og einkenni hryggiktar á íslandi Ámi Jón Geireson1, Helga Eyjólfsdóttir1, Gyða Bjömsdóttir3, Kristleifur Kristjánsson3, Björn Guðbjörnsson1-2-4 'Gigtlækningardeild, 2rannsóknarstofu í gigtarsjúkdómum Landspítala, 3íslenskri erfðagreiningu, 4læknadeild HÍ arnijon@landspitali.is Inngangur: Hryggikt (Ankylosing spondylitis) er langvinnur bólgusjúkdómur sem einkennist af mjóbaksverkjum og morgunstirðleika hjá ungu fólki. Einkenni byrja yfirleitt í kringum tvítugsaldur með hægfara og langvinnum bakverkjum og stirðleika. Hryggikt tengist vefjaflokknum HLA-B27 og algengi hryggiktar í mismunandi þjóðflokkum tengist yfirleitt HLA-B27 undirflokkum og algengi þeirra. Skilmerki þau sem oftast eru notuð við sjúkdómsgreiningu eru svokölluð New York skilmerki, sem birt voru 1984. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða algengi hryggiktar á landinu öllu og að lýsa einkennum og hegðan sjúkdómsins í íslensku þýði. Algengi HLA-B27 vefjaflokksins er mjög hátt á íslandi eða um 15%. Efniviður og aðferðir: Efniviði var safnað með skoðun sjúkraskráa sjúkrahúsa á Reykjavíkursvæðinu og Fjórðungssjúkrahúsa. Einnig var leitað eftir samvinnu við gigtarlækna á Islandi og ennfremur var efniviður sóttur í erfðafræðirannsókn á vegum gigtarlækna og ÍE. Einstaklingum greindum með hryggikt, samkvæmt endurskoðuðum New York skilmerkjum, var boðin þátttaka í rannsókninni. Þátttakendur svöruðu spumingalistum og komu til staðlaðs viðtals og líkamsskoðunar. Niðurstöður: Samtals uppfylltu 256 einstaklingar endurskoðuðu New York skilmerkin fyrir greiningu á hryggikt (169 karlmenn og 87 konur). Af þessum einstkalingum voru 84% HLA-B27 jákvæðir borið saman við 15% af almennu þýði (p<1016). Af þessum hópi svömðu 223 sjúklingar (87,1%) stöðluðum spumingalista og voru teknir með í rannsóknina. Algengi hryggiktar á íslandi var 0,13% (CI 0,11-0,14%). Algengi miðað við skoðaða sjúklinga var 0,10% (CI 0,09-0,11%). Meðalaldur við upphaf einkenna var 24±8 ár og við greiningu 32±10 ár fyrir karlmenn og 34±10 ár fyrir konur. Konur höfðu oftar liðbólgur í útlimaliðum, en karlmenn voru oftar greindir með lithimnubólgu. Blöðruhálskirtilsbólga var greind hjá 27% karlanna. Ályktanir: Hryggikt er sjaldséðari meðal íslendinga heldur en meðal ýmissa hvítra kynstofna með sambærilegt algengi á HLA-B27. V 16 Hryggikt er ættlægur sjúkdómur Árni Jón Geirsson’, Kristleifur Kristjánsson3, Björn Guðbjömsson1'2'4 'Gigtlækningardeild, 2rannsóknastofu í gigtarsjúkdómum Landspítala, 3íslenskri erfðagreiningu, 'læknadeild HÍ arnijon@landspitali. is Inngangur: Hryggikt (Ankylosing spondylitis) er langvinnur bólgusjúkdómur sem einkennist af mjóbaksverkjum og stirðleika. Rannsóknir benda til þess að algengi hryggiktar sé á bilinu 0,1-1,4%. Ættlægni sjúkdómsins hefur verið lýst í fjölmörgum rannsóknum, sem aðallega byggja á sjúkrahúsaefniviði. Við höfðum áður rannsakað LÆKNAblaðið 2011/97 87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.