Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Qupperneq 92

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Qupperneq 92
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 iðrasýkinga vegna þess að flest saursýni eru rannsökuð með tilliti til baktería eingöngu. Þessi rannsókn veitir fyrstu upplýsingar um innbyrðis hlutfall sýkla í greindum tilfellum hér á landi, og er búist við að niðurstöður muni nýtast læknum við val á þjónusturannsóknum. Rannsóknin leiddi til endurbóta á sýklafræðideild Landspítala; nú er leitað að Cryptosporidium í öllum saursýnum sem send eru í sníkjudýrannsókn, en áður þurfti að panta leitina sérstaklega. V 29 Lýs og mítlar á íslenskum nautgripum Matthías Eydal, Sigurður H. Richter Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum meydai@hi.is Inngangur: Erlendis er þekkt að ytri sníkjudýr á nautgripum geta haft veruleg áhrif á heilbrigði gripanna, afurðagetu og gæði húða. Hér á landi er naglúsin Bovicola bovis vel þekkt, soglúsin Solenopotes capillatus hefur fundist stöku sinnum en aðrar tegundir ekki. Markmiðið var að leita nánar að ytri sníkjudýrum, kanna tíðni þeirra á búum, sýkingartíðni, staðsetningu á gripunum og tengsl við sjúkdómseinkenni. Efniviður og aðferðir: Kembd voru fimm ákveðin svæði á fimm kúm og fimm kálfum frá 10 búum, alls 100 gripum.Við slátrun voru fimm húðsýni tekin á ákveðnum stöðum af allt að þremur geldneytum og þremur kúm frá hverjum 10 búa, alls 55 gripum. Bú voru valin af handahófi á Suðvesturlandi. Niðurstöður: Við kembingu fundust lýs á sjö af 10 búum. Á fimm búum fundust naglýs og á fjórum búum soglýs. Báðar tegundir fundust á tveimur búanna. Naglúsin fannst á 28% kálfanna og 2% kúnna. Soglúsin fannst á 16% kálfa og á 2% kúa. Naglúsin fannst oftast á lend/baki en sjaldnar á haus, hálsi og hala og ekki á framfæti. Soglúsin fannst oftast á hálsi, haus og framfæti en sjaldnar á lend/baki og hala. Fjöldi lúsa virtist yfirleitt lítill og eigendur ekki þess áskynja að gripir þeirra væru lúsugir. Minniháttar ummerkja, sem tengja mætti lúsasýkingum, varð vart á húð þriggja kálfa og tveggja kúa. í húðsýnum fannst hársekkjamítillinn Demodex bovis af hálsi á einum grip. Ekki voru sjáanleg ummerki um húðbreytingar af völdum mítla. Ályktanir: Naglúsin B. bovis reyndist álíka algeng og í nágrannalöndum okkar en soglúsin S. capillatus mun algengari. Aftur á móti finnast fleiri tegundir soglúsa í nágrannalöndunum. Mítillinn D. bovis hefur ekki fundist áður hér á landi. Líklegt er að hann sé algengari en þessi rannsókn gefur til kynna, því húðsýnin voru lítil og hann er hnappdreifður. Aðrar mítlategundir sem hafa fundist á nautgripum í nágrannalöndunum, fundust ekki. V 30 ífarandi sýkingar af völdum streptókokka af flokki B í fullorðnum á íslandi 1975-2009 Cecilia Elsa Línudóttir1, Helga Erlendsdóttir'-2, Magnús Gottfreðsson ’Læknadeild HÍ, 2sýklafræðideild, 3smitsjúkdómadeild Landspítala magnusgo@landspltali.is Inngangur: ífarandi sýkingar vegna streptókokka af flokki B (Group B streptococcus, GBS) í fullorðnum hafa aukist síðustu þrjá áratugina og eru orðnar verulegt heilbrigðisvandamál. Markmið þessarar rannsóknar er að safna klínískum upplýsingum og lýsa klínískum auðkennum ífarandi GBS sýkinga í fullorðnum yfir 35 ára tímabili á íslandi. Efniviður og aðferðir: Fyrir lá listi yfir alla fullorðna sjúklinga (>16 ára) með ífarandi GBS sýkingar á landinu öllu á árunum 1975-2009, alls 128 sýkingar. Skráðar voru upplýsingar um einkenni, birtingarmyndir, 92 LÆKNAblaðið 2011/97 heilsufar og aðra sjúkdóma. Alvarleiki sýkinganna var metinn með APACHE II. Niðurstöður: Konur voru alls 75, þar af sex barnshafandi, en karlar voru 53. Meðalaldur fullorðinna annarra en barnshafandi kvenna var 65 ár og dánartíðnin 16% innan 30 daga frá greiningu. Við upphaf tímabilsins var nýgengið 0,62/100.000/ár en 3,38/100.000/ár við lok þess. Aukningin var mest meðal >65 ára. Alls voru GBS sýkingar í spítalalegu í 17 tilfellum (16.8%). Bakterían ræktaðist úr blóði í 85% tilvika, úr liðvökva í 12% og mænuvökva í 2% tilvika. Algengustu birtingarmyndir voru húð- og mjúkvefjasýkingar (35%), lið- og beinsýkingar (16%) og blóðsýkingar án þekkts uppruna (12%). Alvarlegir aðrir sjúkdómar voru til staðar í öllum þeim 106 tilfellum þar sem upplýsingar um heilsufar lágu fyrir. Algengustu voru illkynja sjúkdómar (34%), hjartasjúkdómar (28%), taugasjúkdómar (23%) og sykursýki (19%). Ályktanir: Mikil aukning hefur orðið á ífarandi sýkingum með GBS í fullorðnum síðustu þrjá áratugina á íslandi. Ástæður þessarar aukningar eru ekki að fullu ljósar. Eldra fólk og einstaklingar með langvinna aðra sjúkdóma eru aðal áhættuhóparnir og dánartíðni er há. V 31 Um fjölbreytileika sníkjudýra rjúpunnar á íslandi Ute Stenkewitz12'3, Karl Skímisson2, Ólafur K. Nielsen3 ‘Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ, 2Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 3Náttúrufræðistofnun íslands kartsk@hi.is Inngangur: Stærð íslenska rjúpustofnsins sveiflast og er sveiflutíminn um 11 ár. Rannsóknir hófust árið 2006 á hugsanlegum tengslum heilbrigðis fuglanna og stofnsveiflunnar. Hér er fjölbreytni sníkjudýrafánunnar gerð að umtalsefni, það er tegundir, lífsferlar og hvernig sníkjudýrin deila líkama rjúpunnar á milli sín. Efniviður og aðferðir: Árin 2006-2009 var safnað ár hvert 60 ungum og 40 fullorðnum rjúpum í Þingeyjarsýslum, alls 400 fuglum. Leitað hefur verið skipulega að sníkjudýrum í þessum efniviði, tegundir greindar og sýkingarmagn metið. Niðurstöður: Alls hafa fundist 16 tegundir sníkjudýra. Sex eru innri sníkjudýr: hníslarnir Eimeria muta og Eimeria rjupa; kímfrymillinn Blastocystis sp.; bandormurinn Passerilepis serpentulus og þráðormarnir Capillaria caudinflata og Trichostrongylus tenuis. Þráðormurinn T. tenuis lifir í botnlöngum en hinar tegundirnar í smáþörmum. Tíu tegundir teljast til ytri sníkudýra: mítlarnir Metamicrolichus islandicus, Strelkoviacarus holoaspis, Tetraolichus lagopi, Myialges borealis og Mirinovia lagopus; naglýsnar Coniodes lagopi, Lagopoecus affinis og Amyrsidea lagopi; lúsflugan Ornithomya chloropus; og flóin Ceratophyllus garei. Sjö þessara 16 sníkjudýra (hmslamir og mítlarnir) voru áður óþekktar tegundir fyrir vísindin. Ályktanir: Líkami rjúpunnar er míkrókosmos, athvarf fyrir fjölbreytilega fánu sníkjudýra. Hver þessara tegunda hefur sínar sérstöku þarfir varðandi búsetustaði, fæðu og smitleiðir. Glögg dæmi eru mítlategundirnar, ein þeirra býr milli fana á þekjum handflugfjaðranna, önnur í dúni á líkama fuglsins, að minnsta kosti ein tegund lifir í húðinni og önnur inni í fjaðurstöfum. Sumar lifa á vaxi, aðrar á keratíni og enn aðrar á frumum og vessum hýsilsins. Sumar smitast beint frá fugli til fugls, aðrar nota lúsfluguna sem ferju milli fugla. i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.