Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 95

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 95
XV VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 66 Efniviður og aðferðir: Mældur var styrkur, virkni og eiginvirkni CP í sermi í 41 sjúklings með Alzheimer og 41 heilbrigðs einstaklings af sama kyni og aldri. Að auki var mældur styrkur járns, transferríns, ferrritíns og reiknuð transferrínmettun í sermi. Könnuð var fylgni aldurs við ferritín, transferrín, CP styrk og CP virkni. Könnuð var fylgni CP styrks við CP virkni annars vegar og járnbúskap hins vegar. Niðurstöður: Virkni og eiginvirkni CP í sermi var marktækt lægri í sjúklingum með Alzheimer. Enginn munur var á hópunum með tilliti til CP styrks og járnbúskapar. Neikvæð fylgni fannst milli CP virkni og magns ferritíns í bæði sjúklingum með Alzheimer (P=0,042) og samanburðarhópi (P=0,001). Ekki fannst nein fylgni aldurs við ofangreinda þætti nema jákvæð fylgni við styrk CP í samanburðarhópi (P=0,007). Alyktanir: Virkni og eiginvirkni CP er marktækt lægri í sjúklingum með Alzheimer. Þessi breyting er þó ekki nægjanleg til að hafa marktæk áhrif á járnbúskap í sjúklingahópnum. Öfug fylgni milli CP virkni og ferritínstyrks í blóði í báðum hópunum gæti bent til aukinnar járnumsetningar í einstaklingum þar sem CP virkni er há. CP styrkur fer hækkandi með aldrinum í frískum einstaklingum sem er hugsanlega aðlögun að auknu oxunarálagi eða öðrum aldurstengdum breytingum á próteininu, meðan sú aðlögun bregst í sjúklingum með Alzheimer. V 39 Verndandi áhrif tómstundaiðkunar á rýrnun heilavefs og hvítavefsbreytingar í einstaklingum með Apólípóprótein E r4 erfðavísinn. Öldrunarrannsókn Hjartaverndar Sigríður H. Hafsteinsdóttir', Guðný Eiríksdóttir1, Sigurður Sigurðsson1, Thor Aspelund1-3, Tamara B. Harris2, Lenore J. Launer2, Vilmundur Guönason11 ‘Hjartavemd, 2Rannsókarstofu í faralds- og lýðfræðum, bandarísku heilbrigðisstofnuninni, 'í if sigridur@hjarta.is Inngangur: Rannsóknir á tengslum milli Apólípóprótein E e4 (APOE e4) og byggingu heilans hafa gefið misvísandi niðurstöður. Gögn úr rannsóknum Hjartaverndar benda til þess að tómstundaiðkun dragi úr afleiðingum hvítavefsbreytinga. Markmið þessarar þversniðsrannsóknar er að kanna áhrif APOE e4 og tómstundaiðkunar á rúmmál heilavefs. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggist á gögnum Öldrunar- rannsóknar Hjartaverndar og voru niðurstöður frá 4.336 þátttakendum notaðar í greininguna. Segulómmyndir voru teknar af heila þátttakenda. Myndirnar voru notaðar til að flokka heilann í hvítan og gráan heilavef, heila- og mænuvökva og hvítavefsbreytingar. Rúmmál hvers flokks var reiknað og leiðrétt var fyrir höfuðstærð. Uppýsingar um þátttöku tómstundaiðkunar voru fengnar með spurningalista. Allir þátttakendur voru APOE e4 arfgerðargreindir. Línuleg aðhvarfsgreining þar sem leiðrétt var fyrir aldri, kyni, menntun og öðrum heilsufarsbreytum var notuð til að ákvarða áhrif APOE e4 og tómstundaiðkun á rúmmál heilans. Niðurstöður: APOE e4 arfberar hafa meira rúmmál hvítavefsbreytinga og minna rúmmál gráa vefs en þeir sem ekki bera samsætuna. Ekki var marktækur munur á rúmmáli hvíta heilavefs. Rúmmál heilavefs fylgir línulegri aukningu á þátttöku í tómstundum þannig að þeir sem taka mestan þátt í tómstundum hafa meiri gráa- og hvítavef og minna af heila- og mænuvökva og hvítavefsbreytingum miðað við þá með minni þátttöku. Þessi fylgni var óháð APOE e4 arfgerð. Ályktanir: Niðurstöður þessarar þversniðsrannsóknar benda til þess að rúmmál heilavefs fylgi tíðni tómstundaiðkunar, óháð því hvort einstaklingur beri APOE e4 áhættusamsætuna. V 40 Tannsmiðir á tímamótum. Frá fagi í mótun til formlegs náms, áhrif kerfis- og bóknámsreks á menntun íslenskra tannsmiða Aðalheiður Svana Sigurðardóttir, Vigdís Valsdóttir Tannlæknadeild HÍ ass34@hi.is Inngangur: Megintilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á þróun fagsviðs tannsmiða, áhrif bóknámsreks á menntun stéttarinnar og áhrif námskrár- og kerfisreks á námskröfur í skólakerfinu. Leitað var svara við rannsóknarspurningunni: Hvernig hefur þróun fagsviðs og bóknámsrek haft áhrif á menntun íslenskra tannsmiða? Efniviður og aðferðir: Við rannsóknina voru notaðar eigind- og megindlegar rannsóknaraðferðir auk starfendarannsókna. Tekin voru viðtöl við heimildarmenn og spurningakönnun send til hentugleikaúrtaks. Leitað var íslenskra frumheimilda og stuðst við birt og óbirt gögn sem varða sögu Tannsmiðafélags íslands auk ýmissa heimilda sem varða kennsluþróun í tannsmíði hér á landi og erlendis. Samanburður var gerður á námskrá í tannsmíði frá byrjun skipulagðrar kennslu í faginu til gildandi kennsluskrár Háskóla íslands. Einnig var rakin þróun fagsins og starfsstéttarinnar á íslandi. Rakið var hvemig menntun tannsmiða hefur verið háttað hér á landi, hvað hefur breyst og hvers vegna. Hugtökin bóknámsrek (academic drift), kerfisrek (system drift) voru skoðuð. Niðurstöður: Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að framfarir í tannsmíði hafa verið miklar frá því að nám og kennsla hófst hér á landi í faginu. Hægfara áhrifa þeirra gætti í námskröfum og námskrám sem síðar leiddi til bóknámsreks og að lokum til kerfisreks innan stofnanna. Ályktanir: Breytingar á námi tannsmiða úr því að vera nám á framhaldsskólastigi í það að vera nám á háskólastigi má álykta að hafi verið í rökréttu samhengi við þróun fagsviðsins og samræmist kröfum gerðum til kunnáttu tannsmiða í dag. Eins muni breytingarnar stuðla að jákvæðri þróun námsins og tannsmíðafagsins á íslandi, bæði nemendum og skjólstæðingum til hagsbóta. V 41 Glerungseyðingarmáttur nokkurra vatnsdrykkja á íslenskum markaði Alís G. Heiðar, Inga B. Árnadóttir, W. Peter Holbrook Tannlæknadeild HÍ phol@hi.is Inngangur: Glerungseyðing (dental erosion) er óafturkræfanlegt tap tannvefs af völdum efnafræðilegra þátta sem ekki stafar af völdum baktería. Ein af meginástæðum fyrir glerungseyðingu er talin vera neysla súrra drykkja. Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif nokkurra bragðbættra vatnsdrykkja á íslenskum markaði á tennur í ljósi þess að markaðssetning drykkjanna sem heilsusamlegir kostir hefur aukist til muna að undanförnu. Efniviður og aðferðir: Annars vegar var sýrustig (pH) drykkjanna mælt með rafrænum sýrustigsmæli. Hins vegar voru krónur nýúrdregna fullorðinstanna sagaðar í fernt in-vitro. Eitt glerungstannbrot var lagt í 20 mL af viðkomandi bragðbættum vatnsdrykk í níu daga þar sem upphafssýrustig var mælt og stöðugt var hrært í. Drykkjarsýnin voru endurnýjuð daglega. Tannbrotin voru vigtuð á fyrsta, þriðja og niunda degi og glerungseyðingarmáttur þeirra metinn sem prósenta af þyngdartapi tannbrotanna. Niðurstöður: Um helmingur drykkjanna mældist með sýrustig (pH) undir 4 sem er talsvert undir viðurkenndum hættumörkum (pH 5,5) og þau glerungstannbrot sem í þeim láu sýndu töluvert þyngdartap. LÆKNAblaðið 2011/97 95
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.