Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 98

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 98
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 V 48 Áhrifaþættir í vinnu hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða sem gætu ógnað öryggi í heilbrigðisþjónustu Helga Bragadóttir Sigrún Gunnarsdóttir1, Helgi Þór Ingason3 ■Hjúkrunarfræðideild, HÍ, 2Landspítala, 3iðnaðarverkfræði-/ vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, HÍ helgabra@hi.is Inngangur: Hjúkrun skiptir sköpum fyrir árangur meðferðar og afdrif sjúklinga á sjúkrahúsum. Mönnun í hjúkrun, menntun hjúkrunarfræðinga og öruggt vinnuumhverfi er tengt öryggi sjúklinga og árangri svo sem dánartíðni. Tilgangur rannsóknar var að varpa ljósi á vinnu hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og áhrifaþætti vinnunnar á bráðalegudeildum með það fyrir augum að bæta verkferla og vinnuumhverfi svo veita megi sjúklingum betri og öruggari hjúkrun. Efniviður og aðferðir: Um lýsandi rannsókn var að ræða þar sem fer saman verkfræðileg og hjúkrunarfræðileg nálgun. Notuð var blönduð aðferð og megindlegum og eigindlegum gögnum safnað með athugunum og viðtölum. Gerðar voru vettvangsathuganir á fjórum legudeildum Landspítala 2008. Niðurstöður: Af átta vöktum hjúkrunarfræðinga og 10 vöktum sjúkraliða kemur fram að mestur tími þeirra fer í beina og óbeina umönnun sjúklinga. Tíð athyglisfærsla af einu verkefni á annað, tíð rof á vinnu, oft vegna truflana og kerfisvilla og tíðar hreyfingar milli staða bera vitni um að vinna hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða er flókin og margþætt. Einkenni vinnu hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða er: 1) fjölverkavinnsla, 2) að vera títt truflaður eða tafinn við vinnuna, 3) tíðar hreyfingar á milli staða til að vinna vinnuna. Ályktanir: Hjúkrun er í eðli sínu flókin og margþætt og því mikilvægt að draga úr áhrifaþáttum í umhverfinu sem auka á tíðni athyglisfærslu, rofa og tafa í vinnunni. Lagt er til að rýnt verði í niðurstöðumar með það fyrir augum að greina tækifæri til umbóta á: 1) samstarfi starfsmanna svo sem úthlutun verkefna, samskiptum og upplýsingaflæði og -aðgengi; 2) skipulagi vinnunnar svo sem verkferlum innan deildar og sem ná til annarra deilda sjúkrahússins og heilbrigðisþjónustunnar í heild; 3) skipulagi deilda svo sem staðsetningu rýma, birgða og vinnuaðstöðu. V 49 Starfsmannavelta hjúkrunarfræðinga, hjúkrunarþyngd og veikindafjarvistir Halldóra Hálfdánardóttir', Helga Bragadóttir2 'Landspítala, 2Háskóla íslands helgabra@hi.is Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort tengsl væru á milli hjúkrunarþyngdar og starfsmannaveltu og veikinda- fjarvista hjúkmnarfræðinga. Því er oft haldið fram að vinnuálag á hjúkmnarfræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk sé of mikið og alltaf að aukast og að það geti leitt til þess að það gefist upp og segi starfi sínu lausu. Aukið vinnuálag getur einnig orðið til þess að hjúkrunarfræðingar séu meira frá vinnu vegna veikinda. Efniviður og aðferðir: Þýði rannsóknarinnar var hjúkrunarfræðingar á öllum deildum Landspítala en úrtakið var fastráðnir hjúkrunarfræðingar á legudeildum á lyflækningasviðum I og II og skurðlækningasviði árið 2008. Meðalfjöldi hjúkrunarfræðinga á þessum þremur sviðum var 334 árið 2008. Það eru rúm 26% allra hjúkrunarfræðinga á Landspítala. Rannsóknarsniðið var megindlegt, lýsandi rannsóknarsnið. Fengin voru gögn úr starfsemisupplýsingum Landspítala um starfsmannaveltu og fjarvistir hjúkrunarfræðinga og gögn úr skrám yfir hjúkmnarþyngd úr sjúklingabókhaldi. Niðurstöður fengust með tíðnidreifingu, meðaltölum og fylgniprófum. Niðurstöður: Helstu niðurstöður voru að tengsl milli starfsmannaveltu hjúkrunarfræðinga, hjúkrunarþyngdar og veikindafjarvista voru ekki tölfræðilega marktæk. Meðalstarfsmannavelta var 10,89% árið 2008 og meðalbráðleiki sjúklinganna var 1,10. f samanburði á sviðunum þremur kom fram að meðalbráðleiki var hæstur á lyflækningasviði II, eða 1,16. Þar vom veittar hjúkrunarklukkustundir færri en æskilegar en á lyflæknissviði I og skurðlækningasviði var því öfugt farið. Heildarfjöldi veikindafjarvista hjúkrunarfræðinga á sviðunum þremur voru um 4.000 dagar árið 2008. Ályktanir: Niðurstöður benda ekki til þess að tengsl séu á milli hjúkrunarþyngdar og starfsmannaveltu og veikindafjarvista hjúkrunar- fræðinga. Nauðsynlegt er að skoða fleiri þætti í vinnu og vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga í bráðaþjónustu sem geta haft áhrif á upplifun þeirra á vinnu sinni og ánægju þeirra í starfi. V 50 Viðbótarvinnuálag á klínískum hjúkrunarfræðingum. Lýsandi rannsókn Sveinfríður Sigurpálsdóttir', Helga Bragadóttir1 'Heilbrigðisstofnuninni Blönduósi, 2Háskóla íslands, 3Landspítala heigabra@hi.is Inngangur: Störf hjúkrunarfræðinga em margbreytileg og flókin og miklar kröfur eru gerðar til þeirra um ábyrgð, menntun, hæfni til verka og að þeir skapi gæði sem heilbrigðisþjónustu eru ætluð. Verkefni bætast við dagleg og venjubundin störf sem ekki eru séð fyrir og skyggja á kröfuna um gæði. Vinnuaðstæður hjúkrunarfræðinga eru margvíslegar sem gætu valdið þeim viðbótarvinnuálagi. Til dæmis má nefna manneklu, mikla ábyrgð, vinnutíma, yfirvinnu, tækni auk vinnutengdrar streitu og sálfélagslegra þátta. Til samans stuðla fjölmargir samverkandi þættir að viðbótarvinnuálagi, sem geta tafið fyrir eða hindrað árangursríka gæðahjúkrun og vellíðan í starfi. Efniviður og aðferð: Rannsakað var viðbótarvinnuálag á klíníska hjúkrunarfræðinga. Rannsóknaraðferð var lýsandi og megindleg. Úrtakið var valið sem hentugleika úrtak meðal hjúkmnarfræðinga af deildum á Sjúkrahúsi Akureyrar og voru þátttakendur 68. Notaður var spumingalisti og gagna aflað í póstkönnun. Við úrvinnslu gagna voru þættir aðskildir eftir breytum í stjórnunarþætti, hjúkrunarþætti og einstaklingsþætti. Niðurstöður: Það sem flestir þátttakendur voru sammála um að ylli viðbótarvinnuálagi og upplifðu oftast, lýtur að stjórnunarþættinum: fjármnl og mönnunarketfi, að hjúkrunarþáttunum: kennsla og leiðsögn og vinnuumhverfi og að einstaklingsþættinum: líkamleg og andleg örmögnun. Tölfræðilega marktæk fylgni (p<0,05) mældist milli viðbótarvinnuálags og lífaldurs, starfsaldurs, starfsvettvangs, fjölda vinnustunda, starfsánægju og fjarlægðar til vinnu. Ályktanir: Niðurstöður benda til að ákveðnir stjórnunarþættir, hjúkrunarþættir og einstaklingsþættir valdi viðbótarvinnuálagi á hjúkrunarfræðinga. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar og stjórnendur í heilbrigðiskerfinu geri sér grein fyrir og viðurkenni mögulega viðbótarvinnuálags þætti. 98 LÆKNAblaðið 2011/97
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.