Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 99

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 99
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 V 51 Hjúkrunarþyngdar- og vinnuálagsmælingar á gjörgæsludeildum. Lýsandi rannsókn Gunnar Helgason1, Helga Bragadóttir1-2 ‘Landspítala, 2Háskóla íslands helgabra@hi.is Inngangur: Tilgangur rannsóknar var að meta tvö mælitæki, Nursing Activities Score (NAS) og aðlagað RAFAELA (sem samanstendur af aðlöguðu Oulu hjúkrunarþyngdarmælitæki og PAONCIL vinnuálagsmælitæki). Efniviður og aðferðir: Úrtak rannsóknarinnar var: 1) sjúklingar og 2) hjúkrunarfræðingar á tveimur gjörgæsludeildum Landspítala og fór gagnasöfnun rannsóknarinnar fram í janúar til febrúar 2009. Mælingar fólust í: 1) forprófun og áreiðanleikamati á þýddum NAS og aðlöguðu Oulu mælitækjum, 2) hjúkrunarþyngdarmælingum á sjúklingum á gjörgæsludeildum með NAS og aðlöguðu Oulu mælitækjum, 3) vinnuálagsmælingum með PAONCIL mælitækinu og 4) mati hjúkrunarfræðinga á NAS, aðlagaða Oulu og PAONCIL mælitækjunum. Niðurstöður: Áreiðanleiki mælitækjanna var metinn í forprófun með samræmi svarenda og var samræmið 92% fyrir NAS og 78% fyrir aðlagaða Oulu mælitækið. Framkvæmd var 341 hjúkrunarþyngdarmæling á 98 sjúklingum. Tölfræðilega marktæk meðalsterk jákvæð fylgni reyndist vera milli niðurstaðna úr NAS og aðlagaða Oulu mælitækinu, r (341)=0,72, p=0,000. Meðaltalsniðurstaða mælinga með NAS mælitækinu var 73,6% (SD=24,2, miðgildi = 69%, möguleg niðurstaða 0-177%) og 13,9 stig með Oulu mælitækinu (SD=3,4, miðgildi 14, möguleg niðurstaða 6-24 stig). Hærra hlutfall eða stig gefur aukna hjúkrunarþyngd til kynna. í mælingum með PAONCIL mælitækinu fengust 556 svör og var meðaltalsstigun hjúkrunarfræðinga +0,50 (SD=1,06, möguleg stigun -3 til +3 þar sem 0 þýðir ásættanlegt vinnuálag). I 48,1% mælinga mátu hjúkrunarfræðingar vinnuálag sitt ásættanlegt og 42,4% frekar hátt til mjög hátt. Flestir þátttakendur eða 72% vilja að NAS mælitækið verði notað til hjúkrunarþyngdar- og vinnuálagsmælinga á gjörgæsludeildum. Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að áreiðanleiki NAS mælitækisins sé meiri en aðlagaða Oulu mælitækisins. Samleitniréttmæti Oulu mælitækisins í samanburði við NAS er meðal sterkt og hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeildum kjósa frekar að NAS mælitækið verði notað til hjúkrunarþyngdar- og vinnuálagsmælinga. V 53 Hjúkrun eftir hjartastopp og endurlífgun. Samþætt fræðilegt yfirlit Hildur Rut Albertsdóttir1'2, Auður Ketilsdóttir2, Helga Jónsdóttir1 ’Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2hjartadeild Landspítala hra@hi.is Inngangur: Fjöldi sjúklinga sem fer í hjartastopp utan sjúkrahúsa og lifir af fer vaxandi. í bataferlinu fyrsta árið eftir hjartastopp hafa rannsóknir sýnt að sjúklingar fást við hugræn, líkamleg og sálræn einkenni. Tilgangurinn er að afla þekkingar á einkennum og hjúkrunarmeðferðum sjúklinga sem lifað hafa af hjartastopp og aðstandendum þeirra með það að markmiði að bæta þjónustu sjúklingahópsins. Efniviður og aðferðir: Gerð var leit í fjórum gagnasöfnum að birtum rannsóknum frá árinu 1990 til 2009 um hugræn, líkamleg og sálræn einkenni sjúklinga sem lifað hafa af hjartastopp. Einnig var leitað að rannsóknum um aðstandendur sjúklinga, hjúkrunarmeðferðum og tillögum að hjúkrun bataferlinu. Rannsóknirnar voru settar fram í töflum, samþættar í fræðilegu yfirliti og gæði þeirra metin. Niðurstöður: Alls voru samþættar 37 rannsóknir á hugrænum (23), líkamlegum (20) og sálrænum (20) einkennum, rannsóknum á aðstandendum (9) og meðferðarrannsóknum (5). Almennt var útkoma sjúklinga talin góð en rannsóknir sýna einnig skerðingu á hugrænni, líkamlegri og sálrænni virkni. Hjúkrunarmeðferðir fyrir sjúklinga reyndust árangursríkar. Aðstandendur upplifa einnig líkamleg og sálræn einkenni en einungis fundust tillögur að hjúkrun fyrir aðstandendur. Ályktanir: Hjúkrunarmeðferð sjúklinga sem lifað hafa af hjartastopp á að fela í sér eftirlit með hugrænum, líkamlegum og sálrænum einkennum í bataferlinu fyrsta árið. Mikilvægt er að aðstandendur fái einnig slíka meðferð. Hjúkrun sjúklinga og aðstandenda þeirra ætti að vera hluti af alhliða meðferð sem veitt er á öllum stigum heilbrigðisþjónustu þessa sjúklingahóps. V 54 Viðhorf hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á skurðlækningasviði Landspítala til fjölskylduhjúkrunar fyrir og eftir innleiðingu á hugmyndafræði fjölskylduhjúkrunar Katrín Blöndal1-2, Sigríður Zoega2, Ólöf Á. Ólafsdóttir2, Sigrún A. Hafsteinsdóttir2, Auður Þorvarðardóttir2, Jórunn Hafsteinsdóttir2, Herdís Sveinsdóttir1,2 'Skurðlækningasviði Landspítala, 2hjúkrunarfræðideild HÍ katrinbl@landspitali. is LÆKNAblaðið 2011/97 99
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.