Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 109

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 109
XV VÍSINPARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 áratugi og metið ofnæmissjúkdóma á ýmsum aldursskeiðum. Síðasta mat á algengi ofnæmissjúkdóma var við 21 árs aldur. Efniviður og aðferðir: Úr 792 barna hópi sem fæddist á Landspítala árið 1987 var safnað naflastrengsblóði til mælinga. Úr þessum hópi hefur 179 börnum verið fylgt eftir. í rannsókninni nú var metið algengi ofnæmissjúkdómanna astma, exema og ofnæmiskvefs við 21 árs aldur. Niðurstöður: Af 179 börnum komu 120 (67%) til skoðunar og mats við 21 árs aldur. Ofnæmiskvef hafði greinst hjá 48 (40%) einstaklingum fram að þessum tíma og höfðu 36 notað lyf við kvillanum. Fjörutíu einstaklingar (33%) töldu sig enn með ofnæmiskvef. Af 120 einstaklingum höfðu 66 (55%) sögu um einkenni frá lungum en 35 (29%) verið greindir með astma, 16 (13%) einstaklingar höfðu haft einkenni undanfarna 12 mánuði og voru því enn með virkan sjúkdóm. Astminn var metinn vægur hjá öllum og enginn hafði lagst á sjúkrahús vegna hans undanfarið ár. Alls 54 einstaklingar af 120 (45%) höfðu sögu um einkenni frá húð, 28 (23%) höfðu haft atópískt exem og níu (8%) voru enn með einkenni. Jákvæð svörun við ofnæmisprófi (húðprófi) var hjá 44 einstaklingum af 120 (37%). Ályktanir: Niðurstöður okkar staðfesta að ofnæmissjúkdómar eru algengir á íslandi. Athygli vekur óvenju hátt algengi ofnæmiskvefs og astma hjá 21 árs gömlum einstaklingum. V 83 Litlir fyrirburar. Heilsufar og þroski á unglingsárum Gígja Erlingsdóttir', Ingibjörg Georgsdóttir2, Atli Dagbjartsson1-3, Ásgeir Haraldssonu ‘Læknadeild HÍ, -Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins, 3Barnaspítala Hringsins asgeirQlandspitali. is Inngangur: Fæðing lítilla fyrirbura (extremely low birth weight, <1000 g) hefur í för með sér aukna áhættu fyrir bamið, bæði í upphafi lífs og síðar. Lífslíkur lítilla fyrirbura hafa aukist verulega einkum vegna betri meðferðar á glærhimnusjúkdómi (hyaline membrane disease). Markmið rannsóknarinnar var að meta heilbrigði lítilla fyrirbura á unglingsárum. Efniviður og aðferðir: Úrtak rannsóknar voru 35 litlir fyrirburar (14- 19 ára) og 55 börn í samanburðarhópi. Viðtal og skoðun fór fram á Bamaspítala Hringsins. Fyrirburarnir og samanburðarbörn auk foreldra svöruðu spumingalistum og aflað var upplýsinga um heilsufar, vöxt, þroska, sjúkdóma, hegðun, líðan og námsárangur. Niðurstöður: Af 35 fyrirburum samþykktu 30 þátttöku í rannsókninni, 29 komu til skounar. Af 55 samanburðarbömum samþykktu 37 þátttöku og skiluðu 29 af þeim inn spurningalistum. Af fyrirburunum voru 11 (38%) með frávik við taugalæknisfræðilega skoðun og fimm (17%) voru greindir með fötlun. Tvö börn til viðbótar voru með vitsmunaþroska á mörkum þroskahömlunar. Fyrirburastúlkurnar reyndust marktækt styttri en samanburðarstúlkumar (p=0,04). Samkvæmt svörum foreldra eiga marktækt fleiri fyrirburar við félagsleg vandamál að stríða (13 á móti 3) hafa einkenni einhverfu á einhverfurófi (6 á móti 0) og einkenni athyglisbrests og ofvirkni (4 á móti 1) en samanburðarbörn. Fyrirburar fengu lægri einkunnir í samræmdum prófum í stærðfræði og íslensku í 4., 7. og 10. bekk en samanburðarbörn (marktækt í öllum tilfellum nema í íslenskuprófum í 7. og lO.bekk). Ályktanir: Litlir íslenskir fyrirburar sem eru komnir á unglingsár eiga við margvísleg vandamál að stríða, flest væg en sum alvarlegri, sérstaklega hvað varðar félagslega færni og nám. Flestir fyrirburanna virðast þó spjara sig afar vel miðað við veikindi við upphaf lífs þeirra. V 84 Litlir fyrirburar. Stöðustjórnun og heyrn á unglingsárum Amar Þór Tulinius', Einar J. Einarsson', Ingibjörg Georgsdóttir2, Ásgeir Haraldsson1-3, Hannes Petersen1,4 'Læknadeild HÍ, ^Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins, ’Barnaspítala Hringsins, 'háls- nef- og eymadeild Landspítala asgeir@landspitali. is Inngangur: Hreyfi- og jafnvægiserfiðleikar eru þekkt vandamál lítilla fyrirbura (fæðingarþyngd <1000 g). Stöðustjórnun og heyrn fela í sér mikla samhæfingu aðfærsluupplýsinga, úrvinnslu í miðtaugakerfi og viðbrögð. Markmið rannsóknarinnar var að meta heyrn- og jafnvægisskynjun hjá fyrirburum á unglingsárum. Efniviður og aðferðir: Rannsakaðir voru 29 litlir fyrirburar og 40 fullburða börn á aldrinum 14-19 ára. Metinn var stöðugleiki, líkamssveifla og aðlögunarhæfni stöðustjórnunarkerfisins með jafnvægisritun á POSTCON™ kraftplötu. Gert var tvíþætt heymarpróf og skoðaðir hreintónsheyrnarþröskuldar (Pure tone threshold) og „otoacoustic emissionir". Þáttakendur svöruðu tveimur spurningalistum, um upplifun þeirra á heyrn, svima og jafnvægi. Niðurstöður: Tveir úr hópi fyrirbura eru með heyrnarskerðingu. Ekki var marktækur munur á heyrnarþröskuldum hópanna. Leiðnitap var ekki greinanlegt. Bjögunarafurðir (distortion products) OAE voru frá 31%-516% sterkari hjá samanburðarhóp og var munurinn marktækur (hægra eyra p=0,01, vinstra eyra p=0,001). Úr jafnvægisritun greindist marktækur mrmur á hvíldartímabilum hópanna með opin augu bæði í fram og aftur stefnu (p=0,007) og til hliðanna (p=0,002) þegar hreyfingar með hærri tíðni en 0,1 Hz vom skoðaðar. Greina mátti mun milli hópa í hliðlæga stefnu með opin augun (p=0,018). Ekki var marktækur munur milli hópa úr spurningalistum. Ályktanir: Fyrirburarnir eru fæstir með greinanlega heyrnarskerðingu, styrkleiki bjögunarafurða og hreintónsþröskuldar bendir til að ástæða er til varfærni með heym. Við stöðustjórnun er aðlögunarhæfni fyrirbura svipuð og samanburðarhóps. Sérstaka athygli vekur að jafnvægi fyrirburahóps er hins vegar mun verra þegar hóparnir eru með augun opin en ekki finnst marktækur munur með lokuð augun. V 85 Hátt CRP hjá börnum Bryndís Baldvinsdóttir1, Sigurður Þorgrímsson1-2, Trausti Óskarsson2, ísleifur Ólafsson1-3, Sigurður Kristjánsson1-2, Ásgeir Haraldsson1-2 'Læknadeild Hí, 2Bamaspítala Hringsins og 3rannsóknastofu í klínískri lífefnafræði Landspítala asgeir@landspitali.is Inngangur: Mælingar á CRP (C-reactive protein) eru almennt taldar gagnlegar til aðstoðar við greiningu sýkinga hjá veikum einstaklingum, einkum bakterísýkinga. Sýkingar eru ein algengasta ástæða þess að börn þurfi læknisaðstoð. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta hvaða sjúkdómsgreiningar eru algengastar hjá börnum með há CRP-gildi, kanna afdrif þeirra einstaklinga og val meðferðar. Að auki voru ýmis faraldsfræðileg atriði skoðuð. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn. Upplýsinga var aflað úr sjúkraskrám barna sem mælst höfðu með CRP >100 mg/L á Barnaspítala Hringsins á árunum 2007 og 2008. Við úrvinnslu gagna var beitt lýsandi tölfræði og óháðu t-prófi. Niðurstöður: Alls voru 417 sjúkraskrár skoðaðar hjá börnum með CRP >100 mg/L. Af þeim voru 118 með staðfesta bakteríusýkingu, 19 með staðfesta veirusýkingu en 280 með aðrar eða óvissar greiningar. Áhættuhlutfall (odds ratio) fyrir að greinast með staðfesta bakteríusýkingu samanborið við staðfesta veirusýkingu í LÆKNAblaðiö 2011/97 109
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.