Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 117

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 117
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 komu á stofu, hjartsláttur hjá 24 (13%) og líkamshiti hjá sjö (4%). Lungnahlustun var lýst hjá 188 (98%) og voru 53% með brak og 30% með slímhljóð. Alls fóru 23 (11%) í blóðrannsókn og 68 (32%) í röntgenmynd við fyrstu komu. Hjá sjö (3%) sjúklingum voru gerðar aðrar rannsóknir þar af tekið hrákasýni hjá þremur (1%). Amoxicillín var fyrsta val í 33% tilfella, amoxicillín-klavúlansýra hjá 24% og azíþrómýcín hjá 23%. Nokkur munur var á sýklalyfjanotkun á milli heilsugæslustöðva. Innúðalyf voru gefin hjá 13% sjúklinga sem hluti af meðferð. Alyktanir: Lungnabólgugreining virðist í flestum tilfellum fengin út frá sjúkrasögu og lungnahlustun. Skráning lífsmarka var minni en búast mátti við. Marktækur munur var á milli heilsugæslustöðva við val á sýklalyfjum og einungis í þriðjungi tilfella var fyrsta val amoxicillín. V 108 Kalkkirtill í brjóstholi sem orsök kalkvakaóhófs. Sjúkratilfelli Hrund t'nrhallsdóttir1, Kristján Skúli Ásgeirsson1'3, Maríanna Garðarsdóttir2, Tómas Guðbjartssonu ‘Skurðdeild, 2myndgreiningardeild Landspítala, 3læknadeild HÍ hrundth@landspitali.is Inngangur: Kalkvaki (PTH) er framleiddur af fjórum kalkkirtlum sem oftast eru staðsettir aftan við skjaldkirtil. Kalkvakaóhóf (primary hyperthyroidism) getur sést við góðkynja stækkun á kalkirtlum en þeir eru yfirleitt staðsettir aftan við skjaldkirtil og framleiða kalkvaka. I einstaka tilfellum geta stækkaðir kalkkirtlar fundist utan hálssvæðis. Hér er lýst slíku tilfelli. Tilfelli: Sjötíu og tveggja ára karlmaður með fyrri sögu um háþrýsting og vinstri helftarlömun leitaði á bráðamóttöku Landspítala vegna dreifðra lið- og vöðvaverkja, stirðleika, þreytu og minnisleysis. Við skoðun bar á rugli, smáliðir handa voru bólgnir og greinilega eymsli í nærvöðvum efri og neðri útlima. Blóðprufur við innlögn sýndu hækkað S-CRP (140 mg/L) án merkja um sýkingar og gigtarpróf reyndust eðlileg. Daginn eftir komu var mælt S-jóniserað Ca2+ og reyndist það hækkað (1,53 mmól/L) líkt og S-PTH (215 ng/L). Ekki var með vissu hægt að sjá stækkun á kalkkirtlum við ómskoðun á hálsi og var því gert kalkkirtlaskann. Þar sást aukin upptaka í fremri hluta miðmætis sem á tölvusneiðmyndum reyndist 1,5 cm fyrirferð í hæð við neðanverðan ósæðarboga. Ákveðið var að fjarlægja fyrirferðina með skurðaðgerð og varð að opna efri hluta bringubeins til að komast að æxlinu. Sjúklingur var útskrifaður tveimur dögum eftir aðgerð með eðlilegt S-jóniserað Ca2+. Þremur vikum síðar voru liðeinkenni horfin og vitsmunageta eðlileg. Rúmu ári frá aðgerð er hann einkennalaus og með eðlileg blóðpróf. Ályktanir: Einkenni kalkvakaóhófs eru fjölbreytt eins og sást í þessu tilfelli þar sem lið- og vöðvaeinkertni voru mest áberandi. Sjaldgæft er að stækkaðir kalkkirtlar finnist í brjóstholi. Sjúkdóminn er hægt að lækna með skurðaðgerð. V 109 Blæðingarlost og loftrek vegna fistils á milli berkju og bláæðakerfis, óvenjulegurfylgikvilli æxlisbrottnáms í berkju. Sjúkratilfelli Martin Ingi Sigurðsson1, Hjörtur Sigurðsson2, Kári Hreinsson2, Tómas Guðbjartsson1-3 'Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, Tæknadeild HÍ mis@hl.is Inngangur: Hraustur karlmaður á fertugsaldri leitaði læknis vegna vaxandi mæði og öndundarerfiðleika. Ári áður hafði hann verið greindur með astma sem ekki svaraði berkjuvíkkandi lyfjameðferð. Fengnar voru tölvusneiðmyndir af brjóstholi sem sýndu æxli neðarlega í barka sem lokaði honum næstum að fullu. Tilfelli: Ákveðið var að taka sjúklinginn í aðgerð, opna loftveginn og ná sýni til greiningar. Sjúklingurinn var svæfður og síðan gerð speglun með stífum berkjuspegli. Æxlið var losað með rafhníf sem tengdur var við sog. Skyndilega blæddi innan úr barkanum og sjúklingurinn fór í blæðingarlost á nokkrum mínútum. Strax var reynt að tengja hjarta- og lungnavél við æðar í nárum en ekki var hægt að koma vélinni af stað vegan mikils lofts í bláæðakerfi. Því var bringubein opnað, nýjum slöngum komið fyrir í hægri hjartagátt, ioft sogað út og hjartað fyllt af vökva. Alls liðu 22 mínútur frá því blóðþrýstingur féll uns hægt var að koma vélinni í gang. Allan þennan tíma var beitt beinu hjartahnoði en án mælanlegs blóðþrýstings. í ljós kom að rafhnífurinn hafði rofið gat á hægri berkjuna en einnig azygous bláæðina og grein frá hægri lungnaslagæð. Götin voru lagfærð og mest af æxlinu fjarlægt. Aðgerðin tók 10 klst. Og alls voru gefnar 46 einingar af blóðhlutum. Heildarlegutími var 43 dagar, þar á meðal 12 dagar á gjörgæslu vegan alvarlegrar fjölkerfabilunar. Vefjagreining sýndi mucoepidermoid æxli af lágri gráðu. Rúmu ári frá aðgerð er sjúklingur einkennalaus og stundar háskólanám. Ályktanir: Tilfellið lýsir vel afar sjaldgæfum en lífshættulegum áverka sem getur fylgt skurðaðgerðum á stærri loftvegum. Fistli milli berkju og azygous bláæðar hefur ekki verið lýst áður sem fylgikvilla berkjuspeglunar. Þrátt fyrir langvarandi blóðþrýstingsfall má leiða líkum að því að komið hafi verið í veg fyrir heilaskaða með beinu hjartahnoði. V 110 Árangur skurðaðgerða við risablöðrum í lungum Sverrir I. Gunnarsson1, Kristinn B. Jóhannsson2, Hilmir Ásgeirsson1, Marta Guðjónsdóttir3'5, Hans J. Beck3, Bjöm Magnússon4, Tómas Guðbjartsson25 'Lyflækninga-, 2hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 3hjarta- og lungnarannsókn Reykjalundi, 4Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað, 5læknadeild HÍ sverrirgunnarsson@gmail. com Inngangur: Risablöðrur (giant bullae) í lungum eru sjaldgæf fyrirbæri sem ná yfir að minnsta kosti þriðjung lungans. Þær greinast oftast í efri lungnablöðum miðaldra stórreykingamanna og skerða lungnastarfsemi með því að þrýsta á aðlægan lungnavef. Mælt er með skurðaðgerð ef einkenni eða fylgikvillar (til dæmis loftbrjóst) hafa gert vart við sig. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur aðgerða við risablöðrum hér á landi. Efniviður og aðferðir: Frá 1992-2008 gengust 12 sjúklingar (aldur 60 ár, 11 karlar) undir risablöðrubrottnám á íslandi. Stærð blaðranna var >30% af heildarrúmmáli lungans í öllum tilvikum og átta sjúklingar höfðu blöðrur í báðum lungum. Flestir sjúklingarnir voru með alvarlega lungnaþembu (GOLD-stig III eða IV) og höfðu reykt í að meðaltali 33 ár. Blöðrumar voru fjarlægðar í gegnum brjótholsskurð (n=4) eða bringubeinsskurð (n=8). Lungnamælingar voru gerðar fyrir og eftir aðgerð. Meðaleftirlitstími var 8,8 ár og miðast við 31. des. 2009. Niðurstöður: Aðgerðirnar tóku 91 mínútu að meðaltali (bil 58-150) og fylgikvillar komu ekki fyrir í aðgerð. FEV, fyrir aðgerð mældist að meðaltali 1,0 L (33% af spáðu) og FVC 2,9 L (68% af spáðu). Tveimur mánuðum eftir aðgerð hækkaði FEV, marktækt um 80% í 1,8 L (58% af spáðu) (p=0,008) en FVC hækkaði um 7% í 3,1 L (81% af spáðu) (p=0,18). Helstu fylgikvillar eftir aðgerð voru viðvarandi loftleki (>7 d.) (n=9) og lungnabólga (n=2). Einn sjúklingur þurfti enduraðgerð vegna LÆKNAblaðið 2011/97 117 L
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.