Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Qupperneq 120

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Qupperneq 120
XV VISINDARAÐSTEFNA FYLGIRIT 66 H í tengsl voru við lyfjameðferð, kvíða eða þunglyndi. Alyktanir: Langtímadánartíðni var há eftir sjúkrahúsinnlögn vegna langvinnrar lungnateppu. Helstu áhættuþættir voru hærri aldur, skert lungnastarfsemi, lægri líkamsþyngdarstuðull og sykursýki. Frekari rannsókna er þörf á því hvaða áhrif bætt meðferð áhættuþátta getur haft á dánartíðni. V 117 Ósértæk millivefslungnabólga á íslandl. Faraldsfræðileg rannsókn Sigurður James Þorleifsson1, Jónas Geir Einarsson2, Helgi ísaksson3, Gunnar Guðmundsson1 ’Lungnadeild Landspítala, 2lungnadeild háskólasjúkrahússins í Lundi, 3rannsóknastofu í meinafræði sigjames@gmail. com Inngangur: Lungnatrefjun er almennt hugtak sem er notað til að lýsa hópi millivefssjúkdóma sem valda bandvefsmyndun í millivef lungna og geta leitt til öndunarbilunar. Alþjóðleg flokkun þessara millivefssjúkdóma var endurskoðuð árið 2001. í flokkuninni var sett inn ný gerð af millivefslungnabólgu sem er ósértæk millivefslungnabólga sem heitir á ensku nonspecific interstitial pneumonia (NSIP). Vefjafræðilegt útlit skiptist í tvo flokka: bólgu og bandvef. Ósértæk millivefslungnabólga getur verið hluti af sjúkdómsmynd ýmissa sjálfsofnæmisjúkdóma en getur einnig verið ein sér án sjúkdóma í öðrum líffærum. Lítið er vitað um sjúkdóminn í almennu þýði og ekkert um hann hjá heilli þjóð. Efniviður og aðferðir: Við könnuðum ósértæka millivefslungnabólgu á íslandi á tímabilinu 1999-2010. Tilfellin voru fundin með leit í gagnabanka rannsóknastofu í meinafræði við Landspítala og á meinafræðideild Sjúkrahússins á Akureyri. Eingöngu voru tekin með tilfelli sem greind höfðu verið með sýnatöku frá lunga í opinni skurðaðgerð. Lýðfræðilegir þættir voru kannaðir ásamt nýgengi og tengslum við aðra sjúkdóma. Niðurstöður: A tímabilinu greindust 18 tilfelli; 10 (56%) hjá körlum og átta (44%) hjá konum. Vefjafræðileg flokkun sýndi bólgu í þremur (17%) tilfellum og bandvefsmyndun í 15 (83%) tilfellum. Alls tengdust þrjú tilfelli (17%) öðrum sjúkdómum en í 15 (83%) tilfellum voru engin tengsl við aðra sjúkdóma. Þeir sjúkdómar sem tengdust voru eftirfarandi: Gigtarsjúkdómar í tveimur (66%) tilfellum (liðagigt, herslismein) og frumkomin gallskorpulifur í einu tilfelli. Nýgengi sjúkdómsins var 0,6/100.000 á ári. Alyktanir: Ósértæk millivefslungnabólga er fremur sjaldgæfur sjúkdómur á íslandi og tengist ýmsum öðrum sjúkdómum en getur einnig verið ein sér. V 118 Stöðugleiki fjöllaga ýra úr mismunandi gerðum kítósan til notkunar í örferjur fyrir lífvirk efni Þóra Ýr Árnadóttir1-2, Kristberg Kristbergsson1, Julian McClements2 'Matvæla- og næringarfræðideild heilbrígðisvísindasviðs HÍ, 2Dept. of Food Science University of Massachusetts, Bandaríkjunum kk@hi.is Inngangur: Fólk er að verða meðvitaðar um hvað það setur ofan í sig til þess að halda sér heilsuhraustu sem lengst. Hollt mataræði og regluleg hreyfing eru nauðsynleg til þess að ná þeim markmiðum. í Iýsi eru omega 3 fitusýrur en þær eru nauðsynlegar fyrir líkamann og getur því neysla á lýsi aukið heilsuhreysti. í>ar að auki gæh verið markaður fyrir lýsisbættan mat og markfæði. Þó eru nokkur vandamál sem þarf að leysa. Lýsi er mjög viðkæmt fyrir þránun og gæti það verið vandamál þegar því hefur verið komið fyrir í mat. Annað vandamál er að lýsi hefur afgerandi lykt og bragð. Möguleg leið til að verja lýsið er að mynda ýrulausnir þar sem ýrurnar eru gerðar úr fleiri en einu lagi sem hafa mismunandi eiginleika. Þannig er mögulegt að stjóma betur upptökunni í líkamanum, sporna við þránun og minnka lykt og bragð. Varnarlögin utan um ýruna má mynda með mismunandi lífrænum fjölliðum. Efniviður og aðferðir: I þessari rannsókn voru gerðar ýrulausnir með mismunandi mörgum lögum. 1° ýmlausn innihélt lýsi og natríumkasín sem myndaði lag utan um lýsisdropann, 2° ýrulausn innihélt þar að auki kítósan sem mynaði annað lag utan um natríumkasin lagið og 3° ýrulausn innihélt pektín sem myndaði þriðja lagið. Allar ýrulausnirnar innihéldu þar að auki búffer. Notað var mismunandi unnið kítósan (50% DDA, 70% DDA og 92% DDA). Stöðuleiki ýra gagnvart mismunandi pH, ítrekaðri frystingu/þiðnun og þránun var mældur í þessum ýrulausnum. Stöðugleiki var mældur með laser light scatter, smásjá og með berum augum. Niðurstöður: í niðurstöðum kom í ljós að 2° ýrulausn með 70% DDA kítósan var stöðugust við breiðasta pH sviðið. Aftur á móti voru 1° og 3° ýrulausnirnar stöðugri við ítrekaða frystingu/þiðnun. Ályktanir: Niðurstöðurnar gefa til kynna að hægt sé að auka stöðugleika ýrulausna gagnvart mismunandi umhverfistþáttum með því að húða lýsisdropana með yfirborðsefnum. V 119 Fæðuvenjur íslendinga fyrir og eftir bankahrun Laufey Steingrímsdóttir1, Hólmfríður Þorgeirsdóttir2, Stefán Hrafn Jónsson2 ‘Rannsóknastofa í næringarfræði HÍ og Landspítala, 3Lýðheilsustöð laufst@landspitali.is Inngangur: Eftir hrun íslensku bankanna í október 2008 hækkaði verð matvæla og nauðsynjavara jafnframt því sem fjárhagur flestra heimila þrengdist. Frá október 2008 til október 2009 hækkuðu innfluttar matvörur um 61%, grænmetisverð hækkaði um 45% en ýmsar aðrar matvörur hækkuðu minna. í þessari rannsókn eru fæðuvenjur íslendinga bomar saman fyrir og eftir bankahrun. Efniviður og aðferðir: Nýttar voru niðurstöður könnunar Lýðheilsustöðvar, Heilsa og líðan Islendinga, sem fram fór í október 2007 og 2009. Þátttakendur árið 2007 voru 5913 manns, 18-79 ára, eða 60,9% lagskipts slembiúrtaks úr Þjóðskrá. Haft var samband við sömu einstaklinga tveimur árum síðar til að kanna aftur aðstæður, líðan og félagslega áhrifaþætti heilsu, meðal annars tíðni neyslu á völdum fæðutegundum, í kjölfar bankahmnsins. Svör bárust frá 4.092 manns (77,3% af 5.294 aðspurðra). Reiknuð var punktspá og öryggismörk fyrir tíðni neyslu. Niðurstöður: Tíðni neyslu á mjólk og mjólkurvörum, grænmeti, sælgæti og skyndibitafæði var marktækt mirrni haustið 2009 en 2007. Engin marktæk breyting varð hins vegar á tíðni neyslu á kjöti eða fiski, gosdrykkjum, kexi eða brauði. Tölur um framboð fæðu sem Lýðheilsustöð reiknar ár hvert sem kg/íbúa/ár sýna einnig minni neyslu grænmetis og ávaxta milli ára og er það gjörbreyting frá fyrri þróun þar sem stöðug aukning hefur verið í neyslu grænmetis og ávaxta undanfarna áratugi. Mjólkurneyslan hefur hins vegar minnkað ár hvert um langa hríð samkvæmt tölum um fæðuframboð, sjá www. lydheilsustod.is. Ályktanir: Fæðuvenjur Islendinga hafa breyst samfara minni kaupmætti og hækkuðu verðlagi. Minni neysla er á þeim matvörum sem hafa 120 LÆKNAblaðið 2011/97
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.