Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 128

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 128
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 og stabíliseraðir eru með HPMC, gáfu háan styrk í bæði framhluta (augnvökva) og afturhluta (sjónhimnu og sjóntaug) augans. Forðavirkni augndropanna gerir það að verkum að hugsanlega nægir að gefa dropana einu sinni á dag í stað þrisvar. V 142 Dexametasón/sýklódextrín/pólýmer aggregöt í augndropum: In vitro og ex-vivo rannsóknir Phatsawee Jansook1-2, Einar Stefánsson13, Þorsteinn Loftsson12 'Oculis ehf., 2lyfjafræðideild, 3læknadeild HÍ, Landspítala phj1@hi.is Inngangur: Sýklódextrín (CD) mynda vatnsleysanlegar fléttur með mörgum torleysanlegum lyfjum. Myndun slíkra fléttna getur aukið leysanleika lyfjanna í augndropum, stöðugleika þeirra, upplausnarhraða, aðgengi og dregið úr staðbundinni ertingu lyfjanna í augum. Markmið verkefnisins var að rannsaka áhrif y-sýklódextríns (yCD) og 2-hýdroxýprópýl-Y-sýklódextrís (HPyCD) í biöndu á eðlisefnafræðilega eiginleika dexametasóns (Dex). Áhersla var lögð á rannsóknir á kornum og notkun þeirra í augndropa. Efniviður og aðferðir: Dex/CD fléttukorn voru framleidd og eðlisefnafræði kornanna rannsökuð með ýmsum aðferðum (til dæmis Fourier transform infrared litrófsgreiningu, differential scanning calorimetry, X-ray diffractometry og með upplausnarhraðaprófi). Augndropar voru framleiddir sem innihéldu Dex, blöndur af yCD og HPyCD, poloxamer 407 og pólývínýlpýrrólídón í vatni. Losun Dex úr augndropunum var mæld og flutningur lyfsins í gegnum hvítu (sclera) úr svínum rannsakaður. Niðurstöður: Rannsóknir á eðlisefnafræði kornanna sýndu að þau innihéldu fléttur Dex og vCD/HPyCD. Upplausnarhraði komanna og losunarhraði lyfsins var miklu meiri en úr kornum sem innihéldu aðeins annað hvort Dex/yCD eða Dex/HP'/CD fléttur. Með því að stjórna yCD:HPvCD hlutfallinu var hægt að stjórna leysanleika lyfsins í vatni, losunarhraða lyfsins úr augndropunum og flutningi þess í gegnum hvítuna inn í augað. Ályktanir: Blöndur yCD og HPyCD höfðu meiri leysanleika áhrif en einstök sýklódextrín. Með því að stjóma yCDiHPyCD hlutfallinu í Dex/ CD fléttukornunum var hægt að stjórna losun Dex úr lyfjaforminu og flutningu lyfsins í gegnum hvítuna. V 143 Áhrif hýdrókortisóns á hópun 2-hýdroxyprópýl-p-sýklódextríns Sergey V. Kurkov1, Amani E1 Fagui2, Catherine Amiel2, Þorsteinn Loftsson' ‘Lyfjafræðideild HÍ, 2East Paris Institute of Chemistry and Material Sciences, Frakklandi kurkov@hi.is Inngangur: Sýklódextrín em hringlaga fásykrungar sem hópa sig stundum saman í vatnslausnum og mynda aggregöt. Markmið verkefnisins er að rannsaka hópmyndun 2-hýdroxyprópýl-þ- sýklódextríns (HPþCD) í vatnslausnum og áhrif hýdrókortisóns (Hc) á hópmyndunina. Nokkrar óháðar aðferðir vom notaðar við rannsóknirnar. Efniviður og aðferðir: Samhengið á milli styrks og osmótísks þrýstings (gufuþrýstings) var rannsakað með gufuþrýstings-osmómæli (vapor pressure osmometry) og niðurstöðurnar notaðar til að meta umfang hópmyndunarinnar (það er myndun aggregata), endurvarp ljósgeisla (dynamic light scattering (DLS)) var notað til að ákvarða stærðardreifingu agnanna og rafeindasmásjá (transmission electron microscopy (TEM)) var notuð til að greina agnirnar í vatnslausnum sem innihéldu HPþCD og Hc. Niðurstöður mælinganna vom bomar saman, bæði innbyrðis og við niðurstöður sem birtar hafa verið í alþjóðlegum tímaritum. Niðurstöður: Mælingar á osmótískum þrýstingi lausna sem innihéldu annars vegar HPjiCD og hins vegar blöndu af HPflCD og Hc við 25°C gáfu til kynna að Hc auki hópmyndun HPþCD. DLS mælingamar við 25°C sýndu að tvær agnastærðir voru til staðar í lausninni og var sú minni á stærð við einstakar Hc/HPpCD fléttur. Hópmyndun í hreinum HPpCD lausnum var nær engin. Þegar Hc var bætt í HPþCD lausnirnar jókst hópmyndunin sem kemur heim og saman við mælingar á breytingum á osmótískum þrýstingi. TEM myndir af Hc/HPpCD lausnum sýndu nanóagnir sem voru þó nokkuð stærri en einstakar 1:1 Hc/HPpCD fléttur. Niðurstöðurnar koma heim og saman við birtar rannsóknir okkar þar sem flæði um hálfgegndræpar himnur var notað til að nema hópmyndun. Ályktanir: Hópmyndun í hreinum vatnslausnum HPpCD er nær engin, að minnsta kosti við þá HPpCD styrki þar sem mælingarnar voru gerðar. Þegar Hc var bætt í HPpCD lausnimar hópuðu Hc/HPpCD flétturnar sig saman og mjmduðu aggregöt. Tilgáta okker er að Hc/HPpCD fléttur hópi sig saman til að mynda aggregöt sem líkjast mísellum. V 144 Ensím fyrir framleiðslu á chondróitín súlfat fásykrum Varsha A. Kale1,2, Jón Óskar Jónsson1, Ólafur Friðjónsson1, Guðmundur Ó. Hreggviðsson1, Sesselja Ómarsdóttir2 ’Matís ohf., 2lyfjafra‘ðideild HÍ sesselo@hi.is Inngangur: Rannsóknir hafa sýnt að chondróitín súlfat (CS) fjölsykrur, sem er ein uppistaðan í byggingarefni brjóskvefs, hafa ýmiskonar lífvirkni til dæmis áhrif á ónæmiskerfi, oxunarferla, bólguferla og gigt. Hins vegar er talið að aðgengi fjölsykra úr meltingarvegi sé lítið en frásog CS fásykra gæti verið meira. Því er markmið þessa verkefnis að framleiða CS fásykmr úr brjósksykmm og nota til þess sérvirk ensím sem klippa fjölsykrur niður í fásykrur. Efniviður og aðferðir: Bakteríustofnar úr sjávammhverfi voru einangraðir á lágmarksæti sem innihélt CS úr hákarlabrjóski, sem eina kolefnisgjafa. Ensímvirkni í frumuútdrætti og floti nokkura stofna var rannsökuð. Erfðamengi valins bakteríustofns var raðgreint með FLX 454 raðgreini með 20 faldri þekju. Gen sem talið var skrá fyrir CS niðurbrotsensím var magnað með PCR og klónað í tjáningarferju í E. coli. Tjáning var virkjuð með rhamnósa. Ensímvirkni og niðurbrotsafurðir vom rannsakaðar með CS hvarfefnum ásamt DiNitroSalicylic sýru (DNS) ljósgleypnimælingum, þunnlagsskiljun (TLC) og háþrýstivökvaskilju (HPLC). Niðurstöður: Nokkrir stofnar sýndu töluverða CS niðurbrotsvirkni og var einn þeirra (Arthrobacter stofn) valinn fyrir erfðamengja raðgreiningu. Borin voru kennsl á gen ensímsins sem líktist þekktu CS niðurbrotsensími (um það bil 35% amínósýru samsvörun). Genið var klónað og tjáð í E. coli. Ensímið var því næst hreinsað og eiginleikar þess kannaðir. Ensímið braut niður CS fjölsykrur úr hákarlabrjóski og brjóski nautgripa í fásykrur á skilvirkan hátt. Hámarks virkni mældist við 40°C og pH 7. Ályktanir: Eiginleikar ensímsins gefa vonir um að nota megi það við framleiðlu á CS fásykmm sem ef til vill verður hægt að hagnýta í náttúrulyf eða fæðubótarefni. 128 LÆKNAblaðið 2011/97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.