Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Síða 7
Árni Hallgrímsson sjötugur
Einkennt hefur hin beztu tímarit á íslandi að þau eiga sér stuttan dag en
bjartan, að þeim bregður eins og leiftri á loft í þjóðarsögunni. Þau hafa
komið og gegnt sinni sögulegu köllun, að vekja þjóðina og glæða með henni
nýjar hugsjónir og leiða hana á braut framfara, og að því búnu vikið af svið-
inu. Hverju sinni hafa þau kostað djarft átak og áræði, og við þau verið tengd
nöfn ágætustu skálda og menntamanna og fremstu brautryðjenda í þjóðmál-
um. Eitt af þessum sögulegu tímaritum íslands er Iðunn, sú gamla og hin
nýja.
Hinn yngsti af ritstjórum Iðunnar, Árni Hallgrímsson, varð sjötugur í haust.
Hann tók við ritstjórn hennar úr góðra höndum, en hóf hana þó til aukinna
áhrifa og leiddi með djörfum hætti hlutverk hennar til lykta í íslenzkri menn-
ingarsögu.
Árni Hallgrímsson stjórnaði Iðunni rúman áratug, eða tímabilið 1926—
1937. Hann hafði lag á að draga til sín hina hæfustu og aðsópsmestu rithöf-
unda og gefa tímaritinu þann hressandi andblæ sem dró menn að því. Einmitt
þetta tímabil var hin mesta gróska í bókmenntunum og róttækir menn á ferð
með storm um sig. En Árni hélt saman hinum sundurleitasta hópi, svo að Ið-
unn varð aldrei einlit né bundin þröngum hópi. Þó hafði hún undir forustu
hans ljósan tilgang og ákveðinn, þann að vera íslendingum heilbrigð leiðsögn í
bókmenntum og þjóðmálum. Hann hélt ekki mikið fram skoðunum sjálfs sín,
en hann var andinn á bak við ritið og stjórnaði í rauninni stefnu þess fastri
hendi. Um leið og hann gerði Iðunni að vettvangi ólíkra skoðana, leyndi sér
eigi að honum voru þeir bezt að skapi sem djarfastir voru í hugsun og höfðu
víðasta útsýn. Iðunn komst ekki heldur hjá að verða fyrir aðkasti afturhalds-
ins, en við það hljóp henni og ritstjóra hennar aðeins kapp í kinn.
Árni Hallgrímsson er heitur í anda, gáfaður, gagnmenntaður, með þroskað-
an smekk á bókmenntir, víðsýnn, með áhuga á hverju máli sem til þjóðheilla
horfir. Eins og Iðunn vakti traust lesenda sinna vekur Árni með persónuleik
sínum traust allra sem kvnnast honum. Undir yfirborði þess er í ljós kemur við
kynningu á honum og af starfi hans rennir mann grun í mikil djúp ókönnuð,
hæfileika sem aldrei reyndi á til fulls eða ekki var beitt vegna áskapaðrar hlé-
drægni. Ungur kvað Árni hafa starfað ötullega að félagsmálum. Áður en hann
197