Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Page 10

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Page 10
TIMARIT MALS OG MENNINGAR hluta af landi voru, byggir þar stóra borg, hefur byggt þar einn af stærstu herna'ð'ar- flugvöllum heimsins og heftir hér fjölmennt setulið. Um fjölda setnliðsins hefur að vísu hvorki stjóm vor né herstjómin í Keflavík gefið okkur ncinar upplýsingar, en þýzkur maður, sem hingað kom í vor og ritaði síð- an grein í vestur-þýzkt blað, Die Welt, segir í grein þessari að setuliðið sé um 10.000 manns, en það er svo margt í hlutfalli við fólksfjöldann hér að það svarar til 10.000.- 000 ef um Bandaríki Norður-Ameríku væri að ræða. Það er óþarfi að deila um það, að land, sem hýsir svo fjölmennt erlent setulið hefur í rauninni ekki snefil af sjálfstæði, enda þótt það kallist frjálst og fullvalda lýðveldi. Sé litið á stjórnmálasögu Bandaríkjanna síðasta áratug, virðist ekki vera ástæða til neinnar bjartsýni. Aldrei í veraldarsögunni mun nokkur þjóð hafa þanið svo út yfirráð sín á svo skömmum tíma. Bandaríkjamenn hafa á þessu tímabili komið sér upp nálega 1000 hernaðarbækistöðvum víðs vegar um heiminn, og stefnir stjórn þessa mikla ríkis að því af ofurkappi að efla áhrif sín og yfir- ráð hvar sem við verður komið. Bandaríkin hafa og hervæðzt með margfalt meiri til- kostnaði en nokkurs staðar eru dæmi til fyrr né síðar. Það er því eitthvað annað að etja kappi við þá en Dani. Herstöð sína í Keflavík telja þeir meira virði í baráttunni um heimsyfirráðin en flestar eða allar aðr- ar, enda má eflaust með sanni segja, að sá sem ræður yfir íslandi hann ræður yfir Norður-Atlantshafi. Meðan sú stefna, sem ríkt hefur í Banda- ríkjunum síðasta áratuginn, er farin, er því harla ólíklegt að Bandaríkjamenn muni kveðja heim lið sitt og afhenda okkur her- stöðvarnar hér af fúsum vilja, og myndi hver sá, sem léti sér detta slíkt í hug, varla vera talinn með öllum mjalla. En þá vaknar þessi spuming: Er þá nokkur minnsta von um það að Bandaríkjamenn hverfi héðan í fyrirsjáanlegri framtíð? Hver eða hverjir eru svo máttugir, að þeir megi koma slíku til leiðar, og þó þeir væru til, myndi þeim ekki standa algerlega á sama um hina fá- tæku og afskekktu eyju okkar? Þessari spurningu má hiklaust svara þannig, að við þurfum engan veginn að örvænta um hag okkar í þessu efni. Á síðustu árum hefur risið upp máttug hreyfing, sem krefst þess, að öll stórveldin hverfi frá yfirráðastefnu sinni, að hver einasta þjóð fái óskorað full- vcldi, og réttur komi í stað valds í viðskipt- um þjóðanna. Hreyfing þessi er nú þegar orðin máttugur gerandi í stjórnmálum heimsins. Ilenni fylgja fyrst og fremst öll þau ríki, sem stefna að því að koma á hjá sér sósíalistískum félagsháttum. Ennfremur eru Indverjar hinir traustustu fylgismenn hennar. Af undirtektum undir Vínarávarpið er það ljóst, að meginhluti japönsku þjóð- arinnar styður hana af alefli, enda er þess von, þar sem land hennar er hemumið af Bandaríkjamönnum og árásirnar á Híró- shima og Nagasaki og tilraunin með vetnis- sprengjuna á Bikini eru mönnum þar í fersku minni. Allar hinar kúguðu þjóðir í nýlendum og hálfnýlendum Asíu, Afríku og Suður-Ameríku, sem nú heyja harða bar- áttu fyrir frelsi sínu, eru nú óðum að vakna til skilnings á nauðsyn friðarsamtakanna, enda er stefnuskrá friðarhreyfingarinnar í raun og vem stefnuskrá þeirra sjálfra. Hreyfing þessi hefur valdið mestu um það, að leiðtogar stórveldanna hafa neyðzt til að halda með sér fund og ræða fyrir alvöru um afvopnun og friðsamlega lausn allra deilu- mála. Ríki þau, sem nú standa mest gegn stefnu friðarsamtakanna, eru Bandaríkin, Bretland og Frakkland, sem öll eru treg til að gefa upp yfirráð sín yfir nýlendum, hálf- nýlendum og öðrum áhrifasvæðum. En þó er svo komið að flestar nýlenduþjóðirnar 200
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.