Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Page 18

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Page 18
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ekki aðeins Pétur Gaut og ýmsar þýð- ingar aðrar heldur sín stórbrotnu kvæði með yrkisefnum teknum erlend- is sem lýstu upp sögu og aldir heilla þjóða. Stephan G. sendi íslandi dýr- mætar gjafir úr annarri álfu. Allir hlóðu þeir skip sín auði erlendis til að flytja heim til íslands. Þeir bentu þá leið sem Magnús Ásgeirsson fór: leið- ina út og heim. Engu að síður er Magnús af ann- arri kynslóö en þeir og ber flest höf- uðeinkenni hennar og hefur safnað, eins og er fjallsins eðli, öllum gróðri hennar til sín. Henni var eins og að framan segir gefin af fyrri kynslóð víð útsýn um heiminn, og veröldin opnaðist henni sem auðlegðargnótt til að vinna úr gersemar. Þessi kynslóð hlaut ekki að- eins í arf vængi hugsjónar, heldur nýjan efnahagslegan grundvöll sem íslendingar höfðu ekki þekkt áður, og þó að hver einstakur nyti ekki þeirrar aðstöðu, og fjölmargir lifðu eftir sem áður í fátækt, þá gaf hinn stórum rýmkaði efnahagur ungu kynslóðinni, 20. aldar íslendingum, nýjar þjóðlífs- sveiflur, víkkaðan hugsunarhátt og flutti með sér breyttar lífsvenjur. Eitt af aðaleinkennum kynslóöar- innar varð frjálslyndur, opinn og næmur hugur sem þorstlátur vildi drekka í sig sem flest af því sem heim- urinn hafði lystilegt á boðstólum. Magnús Ásgeirsson gat ekki verið bet- ur í samræmi við anda kynslóðar sinnar en með því að teyga þyrstum vörum af bikar heimsbókmenntanna, af ljóðadrykknum, og sú skáldgáfa sem honum var gefin freistar hans um leið til að vera ekki aÖeins viðtak- andi, ekki nautnamaður bókmennt- anna eingöngu, heldur endurgjafi þeirra og skapandi sjálfur. Þannig var honum leiðin mörkuð, svo eðlileg sem hugsazt gat, bæði af kynslóöinni á undan og ekki síður kynslóð þeirri sem hann var sjálfur af. Frjálslyndi, ef það kann sér ekki takmörk, vill oft fylgja lausung, og hefur það einkenni þótt brenna sterkt við aldamótakynslóÖina. Hún hefur þótt lauslát í fleiru en ástum. Vel má játa að lauslynd hugarstefna, sem var einkenni kynslóðarinnar, hafi sum- part allmiklu ráðið um kvæðaval Magnúsar til þýðingar. Hann fór eðli- lega að smekk sinnar tíðar, valdi kvæði sem fólu í sér lífstón bóhems- ins, lofsungu ástir, vín og nautnir, eins og söngvar Ómars Khajjams. Og lausung kynslóðarinnar lýsti sér einn- ig í því að kvæðavalið varð nokkuð af handahófi, gripið hingað og þang- að niður, en ekki staðnæmzt við mikil verk eins og Matthías og Einar höfðu gert. Þarna dró tíðarandinn úr átök- um Magnúsar sem hann hefði getaö beitt að dýrmætum verkefnum. Hann einbeitti sér þó öðru hvoru að heil- um verkum eða ákveðnum skáldum, eins og Hjalmar Gullberg og Nordahl 208
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.