Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Síða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Síða 42
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hann Heinrich Mann, var stórkaup- maður af gamalli höfðingjaætt í borg- inni. Móðir hans, Julia de Silva- Bruhns, var ættuð úr Argentínu. Thomas átti fjögur systkini, og varð bróðir hans Heinrich einnig frægur rithöfundur. Föður sinn missti Thomas er hann var seytján ára, og fluttist ári síðar með móður sinni til Múnchen (í Rambergstræti 2) þar sem liann átti eftir að eiga heima í fjörutíu ár eða þar til hann varð að hrekjast burt úr landi undan fasism- anum. Buddenbrooks nefnist fyrsta skáld- sagan eftir Thomas Mann. Hún varð snemma frægt verk og hann hlaut fyr- ir hana bókmenntaverðlaun Nobels 1929. Sagan kom út 1901 og var höf- undurinn þá 26 ára, en áður hafði birzt eftir hann smásagnasafn, Der kleine Herr Friedemann 1897. Bud- denbrooks gerist í Lúbeck. Hún er saga stórkaupinanns og höfðingja- ættar í borginni í fjóra ættliði og hef- ur undirtitilinn: Hnignunarsaga ætt- ar. Þegar höfundur semur bókina er hann kominn til Múnchen, en endur- minningarnar um Lúbeck, bernsku- stöðvarnar sem horfnar eru í fjarska, glæðast auðugu lífi, bæði sáru og ljúfu, eins og sjá má eigi síður af Tóníó Kröger. Skáldsagan Budden- brooks er heimur þessara endurminn- inga, þrungin borgaralegu andrúms- lofti hins forna kaupsýslustaðar. Hún er í meginatriðum saga af ætt höfund- arins sjálfs, og þau ættarörlög sem sagan leitast við að ráða fram úr eru dregin af reynslu hans og verða tilefni þeim mun dýpri íhugunar. Budden- brooksættin, stórkaupmenn, konsúlar og senatorar, er auðug og valdamikil og lieldur uppi virðingu og ströngum borgaralegum siðvenjum. Tveir fyrstu ættliðirnir eru dugmiklir og gengur flest að óskum. I þriðja lið fer ættin að eiga í vök að verjast, bæði út á við vegna harðnandi samkeppni um gróða og völd og inn á við af veilum sem koma fram í ættinni sjálfri. Thomasi Buddenbrooks, sem er þriðji ættliður, tekst þó að halda í horfinu jafnt verzluninni sem valdastöðu ætt- arinnar í borginni, en verður fyrir margs konar skakkaföllum. Tilraunir sem hann gerir til að styrkja sig með tengdum misheppnast allar og hnekkja í þess stað áliti hans og fvrir- tækisins. Tóníó er hin eina af systkin- um bans sem hefur sterka skapgerð og verulegan ættarmetnað. Bróðir hans, Christian, er óreglusamur og taugaveiklaður, til einskis nýtur. Kona Thomasar Buddenbrooks lifir mest í tónlist og liugur hennar dregst að öðrum. Einkasonur hans, Hannó, er mjög veiklyndur og viðkvæmur frá bernsku, lifir og hrærist í tónlist, þolir ekki minnsta andblæ, veikist og deyr 15 ára. Þar með er enginn til að taka við af Thomasi Buddenbrooks. Sjálf- ur er hann ekki heill í starfi sínu, ræk- ir það frekar af skyldurækni en 232
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.