Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 62
TIMARIT MALS OG MENNINGAR og heimspeki eru fyrirmyndir að þeim myrkrahöfðingja sem hann selur sál sína. Með því að ganga nazismanum á hönd seldi einnig þýzka þjóðin sál sína djöflinum. Sá er lokadómur Thomasar Manns í Doktor Faustus. Faust Goethes og Adrian Leverkiihn Eins og nafnið bendir til á Doktor Faustus með sönnu skylt við Faust eftir Goethe, en mjög með einstæðum hætti. Hann er hvorki framhald hans né endurmat, en saminn með ná- kvæmri hliðsjón af honum. Doktor Faustus í sögu Thomasar Manns er aldrei látinn koma fram í eigin per- sónu, en síðasta tónsmíð Adrians Leverkiihns her heitið .,Torrek dr. Fausti“ (Dr. Fausti Weheklage). Faust Goethes og Adrian Leverkiihn eru hvorttveggja í senn, hliðstæður og andstæður. Þeir eiga svo marga sam- eiginlega drætti, uppistaðan í báðum verkum er svo lík, að ekki dylst að Thomas Mann er hér að semja nýjan Faust. En sá hinn nýi Faust er um leið alger andstæða hins fyrra. Hans Meyer hefur í nýútkominni bók sinni um Thomas Mann gert ljósan saman- burð á eðliseinkennum og atvikum úr lífssögu beggja og sýnt fram á hvern- ig Thomas Mann vitandi vits dregur mynd Adrians Leverkiihns sem and- stæðu við Faust Goethes með hliðsjón af því að þeir eru fulltrúar gerólíkra tíma. Faust Goethes varð til á æsku- skeiði borgarastéttarinnar. Adrian Leverkiihn lifir á lokaskeiði hennar. Það gerir allan muninn. Faust Goethes þyrstir eftir vizku og alhliða þroska, vill kanna alla heima, djúp himins og jarðar. Adrian Le- verkuhn fýsir ekki að vita neitt, er inniluktur í sjálfan sig, óttast alla lífs- reynslu, hefur ekki brennandi áhuga á neinu. Faust Goethes elskar lífið og menn- ina; hann á fossandi lífsafl, er heill og heilbrigður. Adrian Leverkúhn er mannfæla, forðast heiminn og fyrir- lítur. Hann er sjúkur frá bernsku, leit- ar uppi sjúkdóm á pútnahúsi og vill enga lækningu. I Faust Goethes veit kölski um vizkuþorsta Fausts og leitar að hent- ugu tækifæri til að freista hans til að gera samning við sig um sál hans, og Faust fær ótakmarkaðan frest og hugsar sér alltaf að sleppa. Adrian Le- verkúhn sem fulltrúi auðvaldsins á lokaskeiði, á dögum fasisma, kallar sjálfur á myrkrahöfðingjann og er löngu ánetjaður honum áður en hann selur honum sál sína, svo að samning- ur þeirra er ekki annað en staðfesting á orðnum hlut, enda setur kölski alla kostina og gefur Adrian takmarkaðan frest, tuttugu og fjögur ár. í viðtali þeirra segir djöfsi ekkert sem Adrian hefur ekki sjálfur hugsað áður. Hann er djöfulsins með húð og hári áður en þeir semja með sér. Faust Goethes er mannlegur, Adri- 252
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.