Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Page 112

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Page 112
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Sextándi kafli (bls. 168—177). — Fyllirafturinn og skáldið Stefán Stefáns- son ræðst á Mr Vídalín með miður kurteisu orðbragði: „Ert þú sendur híngað frá Ameríku til að segja Íslendíngum lygasögur og senda þá vestur í þitt and- skotans þjófa og morðíngjaland?“ (168) Hann kallar Mr Vídalín „þjóðernis- lausan lygara og föðurlandssvikara“ (169). En hinn svarar, tekur upp „þykkj- una fyrir Saskatchewan“: — You goddam íslenski idiot og drunkard! Hvem djöfulinn er þetta Island í saman- burði við Saskatchewan ? Hvað vex hér? Ekkert! Þetta er kríusker, helvítis kríusker norð- ur á hala veraldar, þar sem einginn lifandi maður ætti að réttu lagi að hafa tekið sér ból- festu. Þetta er land fyrir sjófugla og seli, en ekki fyrir hvíta kristna menn. Hvað vex hér? Ekkert, nema þáng og illgresi! Og hvað vex í Saskatchewan? Alt. Hveiti, hveiti, hveiti, þús- undir ekra, hundruð þúsundir ekra. Tíu sinnum stærra en ísland þótt fjöllin og hálsamir væru flött út, -— alt einn rennisléttur akur, forðabúr fyrir hálfan heiminn. 169—170 Mr Vídalín telur líka höfðingjana í Reykjavík montrassa og uppskafninga, sem ekki mundu vera í neinu áliti þar vestra: „Hvort þeir kalla sig ráðgjafa, þíngmenn eða háyfirembættismenn, — þeir mundu strax verða settir í skurði eða í myllu fyrir dollar á dag, ef þeir kæmu vestur.“ (170) En Stefán skáld er ekki af baki dottinn: Mr Vídalín er „bölvaður Bretaþræll og þjóðníðíngur“, sem með þrjátíu ára óslitnu basli ekki hefur haft neitt upp úr sér nema „sálar- lausan þrældóminn“ (171). Andskotans Bretinn sýgur blóðið úr þrælum sín- um, gefur þeim „aldrei frið til að hugsa mannlega hugsun, ekkert nema þræla, þræla, þræla fyrir eingu ...“: Svo komið þið heim, þjóðemislaus hálf-bresk, hálf-amerísk nýlendurægsni, ljúgandi alla fulla, skítandi út ykkar eigin þjóð, montandi yfir dýrð ykkar og æfintýrum í þessu dýrlega landi, þar sem þið hafið fyrir náð feingið að vera þrælar síðan þið voruð únglíngar, — flakkarar í þjóðlausu, sögulausu, menníngarlausu villimannalandi, sem er 100 þúsund sinn- um óbjörgulegra, kaldara og aumara en ísland, það er það sem þið emð, uppblásnir af aug- lýsíngadýrð auðvaldsblaðanna og miljónafélaganna. 172 Þeir Símon tala saman um atburði kvöldsins, og Símon reynir dálítið að nota „helvítið hann Fíólín“ og örlög hans til þess að draga úr löngun drengs- ins til vesturfarar. En Guðmundur situr við sinn keip. Seytjándi kajli (bls. 177—183). — Guðmundi gengur ágætlega að læra; hann stundar námið kappsamlega. Smátt og smátt verður hið nýja umhverfi hversdagslegt, ekki eins glæsilegt og æfintýralegt og í fyrstunni. Ekki sízt finnst honum snjórinn leiðinlegur í kaupstaðnum: Það vóm ekki aðrir eins snjóheimar með stílrænum brúnum og gámm, bárum og myndum,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.