Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Side 116

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Side 116
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hafði tekið það form, að hann hafði á óskiljanlegan hátt fundið lífið seitla úr sínum eigin kroppi yfir til hennar. Og það stúlka, sem hann gat ekki fyrir sitt líf haft hinar minstu mæt- ur á. Þvert á móti, honum bauð við hinum grófa og þurftuga líkama hennar, hinum klám- feingnu snertíngum hennar og þukli, hinum blautu og óþverralegu kossum hennar, sem fluttu ekki með sér neina blíðu né neinn fínleik, og að lokum hina gráðugu og samvisku- lausu þágu hennar á hinum ósjálfráðu fýsnum hans, — þessa líkama hennar, sem var frá hvirfli til ilja ekki annað en eitt einasta blygðunarlaust kynfæri. Upp frá þessari túnglskins- nótt hafði hann verið háður vilja hennar, — kom þegar hún kallaði, gerði það sem hún dá- leiddi hvatir hans til að gera, og fór þegar hún benti honum á dymar. Og þetta endurtók sig jafnvel kvöld eftir kvöld, nótt eftir nótt, þótt hann væri nær dauða en lífi. 208—-209 Á göngu út nteð sjónum í döprunt hugleiðingum lendir drengurinn hjá skó- aranum og segir honum þá m. a., að það megi vel fara svo, að hann hætti við ameríkuferðina. Þessu tekur skósmiðurinn sem gleðifrétt, því í augum hans „geta eingir verið þektir fyrir að fara til Ameríku nema sveitarómagar og óbótamenn11: Og síst eiga úngir efnilegir piltar að láta sér til hugar koma að yfirgefa fósturjörð sína, þegar hún þarfnast svo nauðsynlega hvers einasta átaks bama sinna! Sonur fjallkonunnar, gerðu ekki útlend stórborgastræti að föðurlandi þínu. Hvaða erindi átt þú í land þar sem einginn þekkir Jónas og einginn man Snorra. — Guð hefði ekki gróðursett ætt þína og mína og ætt skálda vorra, málsnillínga og annara fyrirmyndarhöfðíngja, ef Saskatchewan væri takmarkið og Vídalín ímynd hinna útvöldu —. 212 Að þessum fyrirlestri skósmiðsins loknum rís skáldið Stefán Stefánsson á fætur, gengur yfir að heiðardrengnum og grét svo ákaft að hann misti af sér gleraugun og lá við að hann misti einnig út úr sér tanngarðinn. Ifann rétti dreingnum hendina og stamaði nær dauða en lífi af hrifníngu: — Ég elska ... elska ... Island. Nefið á honum var ákaflega blátt og augun á honurn týnd í þoku. 213 Tuttugasti og fyrsti kafli (bls. 213—220). — Guðmundur snýr sér í neyð sinni til kaupfélagsstjórans og biður hann um að útvega sér vinnu. En kaupfé- lagsstjórinn vill þá ekkert gera fyrir íslenzkan ungling, sem ætlar að setjast að í Ameríku, og heldur langa prédikun yfir drengnum. Að flytja búferlum til Ameríku álítur hann „þjóðernislegt sjálfsmorð, sem einga réttlætíngu geti fundið fyrir augliti Guðs né manna, því ef Guð hefði þurft þess með, að þú væri amerískur, þá hefði hann skapað þig amerískan frá upphafi“ (216): En nú skal ég segja þér, hvar þína eigin Ameríku er að finna. Hún er í heiðinni þar sem þú ert fæddur og uppalinn. Þar er þín Ameríka. Þar áttu að brjóta land, rækta tún, byggja hús, girða, leggja vatnsleiðslu, byggja vegi, stofna veiðibú, — í einu orði sagt nema land 306
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.