Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Síða 125

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Síða 125
HEIÐIN verið vitað, að sagan um Bjart í Sumarhúsum á upptök sín í reynslu skáldsins frá því ferðalagi. Þann 8.—30. marz 1927 birti Alþýðublaðið langa og merki- lega grein eftir Laxness, „Raflýsing sveitanna“. Hún hefst á svohljóðandi inn- gangi: H. K. L. tók sér ferð á hendur á síðast liðnu sumri til að kynnast þjóð og háttum á þeim stöðum landsins, sem liggja fjærst Reykjavíkurmenningunni. Hann var í ferð þessari til jóla og fór í svartasta skammdeginu landveg yfir öræfi Austur- og Norðurlands, gekk á skíðum af Austfjörðum alla leið norður á Akureyri, og gisti hinar afskekktustu sveitir. Grein þá, er hér birtist, skrifar hann hér syðra um jólin, meðan áhrifin eru enn fersk í hug hans af því, sem bar fyrir hann á þessu ferðalagi hans um öræfin og óblíðustu héruð lands- ins í skammdegisbyljunum. I þeim hluta greinarinnar, sem birtist 16. marz, lýsir höfundurinn koti nokkru austur í Jökuldalsheiði, þar sem hann varð hríðtepptur á skíðagöngu sinni úr byggðum norður í Möðrudal. En einmitt þessi kafli var síðar endur- prentaður í Dagleið á fjöllum, undir fyrirsögninni „Skammdegisnótt í Jökul- dalsheiðinni“. Aðurnefnt kot mun hafa verið Sænautasel sunnanvert við Sæ- nautavatn. (Sbr. grein Bjarna Benediktssonar frá Hofteigi í Útvarpstíðindum, 6. hefti 1952: „Jökuldalsheiðin og ,Sjálfstætt fólk‘ “, erindi ílutt í útvarpinu á kvöldvöku Austfirðingafélagsins í Reykjavík, 19. apríl 1952.) En 40—50 kíló- metra í suðausturátt frá Sænautaseli stendur Veturhús við Veturhúsatjörn. 1 Dagleið á fjöllum er kotinu í Jökuldalsheiði og íbúum þess m. a. lýst þannig: Baðstofukytran var á loftinu, niðri var hey og fénaður. Hér bjó karl og kerling, sonur þeirra og móðir bónda, farlama gamalmenni. Bóndinn átti nokkrar kindur, en hafði slátrað einu kúnni til þess að hafa nóg handa kindunum. Ilann sagði að það gerði minna til þótt fólkið væri mjólkurlaust og matarlítið, aðalatriðið væri að hafa nóg handa kindunum. Fólk- ið var mjög guggið, einkum strákurinn og gamla konan. Hún sagðist vera veik, stundi í sífellu og kveinaði og sagði að sig langaði í mjólk. Hún sagðist alltaf vera að óska sér þess að hún hefði svolítinn mjólkurdropa; allan daginn og alla nóttina væri hún að óska sér þess, „bara svolítinn dropa“. Samferðamenn mínir komu með mjólk upp úr malnum og gáfu henni. Ilún hellti mjólk- inni í skál og saup einn sopa, setti síðan lok á skálina og lét hana upp á homhilluna. Seint um kvöldið saup hún aftur einn sopa og setti síðan lokið á skálina. Um miðja nótt fékk hún sér aftur einn sopa. „Ég með alla mjólkurílöngunina," tautaði hún fyrir munni sér. Hún sagðist ætla að geyma sér þennan leka í nokkur dægur. 16—17 Það leynir sér ekki, hvert höfundur Heiðarinnar hefur sótt fyrirmyndina að kotinu Sumarheiði og fólki þess. Skipun fjölskyldunnar í handritinu er ná- kvæmlega sú sania, og persónur þess mjög svipaðar. Sum atriði og tilsvör eru 315
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.