Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Qupperneq 134
SIGURÐUR JÓNSSON FRÁ BRÚN
Vísur og vísnasöfnun
Kvæðamannafélagið Iðunn er
nýlega orðið 25 ára og hélt í því
tilefni upp á afmælið 27. nóv. 1954.
Ég kom á þá samkomu.
Það er tilgangslaust að segja þeim,
sem þegar þykjast vita að kvæðalög
séu ljót, sönglaus og heimskuleg, að
þar hafi verið gaman að vera, en hitt
má segja og er satt, að svo stóran hóp
roskins fólks sem þar var saman kom-
inn hef ég aldrei séð áður jafnhýran
í augum og hressan í svörum, og þetta
fólk skemmti sér við vísur, nýjar vís-
ur, gamlar vísur, kveðnar, lesnar og
hvíslaðar vísur. Þá vaknaði upp hjá
mér gömul spurning: Skyldi nokkuð
það vera til, sem getur glatt íslend-
ings eyra eins og stakan, „ómþýð
falleg staka“?
Börnin göluðu hendinguna unz þau
urðu þess um komin að ráða við heila
vísu, og meira að segja þeir, sem
þykja — þykjast — eiginleg, mikil
skáld, líta í kringum sig hálfsmeykir
við hagmælsku almennings og sletta
úr sér einhverjum ónotum um „lag-
lega hagorðan Framsóknarbónda í
sveit“, minnugir þess, að enn kynni
hinn krýndi Sál að vera öruggari með
völd sín og virðingu ef drepinn yrði
Davíð hjarðsveinn og hörpuleikari.
Á ófriðarárunum síðari 1939—45
kom fram útvarpsþátturinn Takið
undir, og var auglýstur tilgangur hans
að vera þj óðernisvakning, áminning
um tive ísland væri fagurt, íslenzkan
göfug og skáldmennt, háttaval, söng-
hæfni og minjar þjóðarinnar mikils-
verð og kær.
Þá þótti mikils við þurfa og þurfti
í sannleika.
Þegar dr. Páll ísólfsson og fleiri
hóuðu saman mönnum í söngflokk til
að syngja þjóðrækni og fastheldni
við allt, sem íslenzkt er, inn í hugi og
hjörtu okkar hlustenda, var þjóðkór-
inn beðinn um fleira en góða radd-
beitingu og sæmilegt lagaval. Hann
skyldi engu síður leggja áherzlu á
kunnáttu ljóðanna og skilning.
En nú er þjóðkórinn þögull, kann
þó að vera að enn sé ástæða nokkur
að rumska við þjóðrækni og öðru því,
er hann skyldi ræktað hafa, og hiðja
324