Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Side 135

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Side 135
VÍSUR OG VÍSNASÖFNUN menn enn að taka undir, ekki aðeins lög í útvarpi heldur einkum grunntón alls íslenzks menningarlífs: lj óðrækt- ina, framsetningarhæfnina, hag- mælskuna, sem til þessa dags hefur bætt mest íslenzkar byggðir allt síðan Egill Skallagrímsson kvað og hélt á lofti æskuvísu sinni um andaregg og kufunga. Nú er oft rætt um list ýmissar teg- undar, jafnvel klessulist. Kunnugt er einnig orðið gervimálari og er for- liður þess víðar látandi. En til þess að sleppa við þá vafasömu prýði framan við starfsheiti sitt þurfa menn að læra, læra mikið. Málari hefur t. d. aldrei neinn fæðzt né annar listamaður. Allt það kyn er til orðið við strangt upp- eldi til viðbótar þeirri eðlisgáfu, sem erfðirnar höfðu í blóðið gefið, og þetta hagyrðingabæli, sem ísland hef- ur talið verið, verður ekki svo lengur en á meðan vísnagerðin er stunduð, æfð engu síður en knattspyrna, vísan eða smákvæðið þrautræktað, ljóðið, sem er svo stutt að lintækur barnshug- ur getur leikið sér með það og hamp- að því, og rímið: söngur hins söng- raddarlausa, er hert og stælt unz kveð- ur við. En með náttúrugreind og slíkt upp- eldi að farnesti getur líka höfundar- efnið gengið til kappleiks um fremd- ina þá að gleðja bezt eða refsa ræki- legast þjóð og umhverfi, sem sé orðið til nota sem maður og listamaður. Við íslendingar erum vopnlaus þjóð að sögn. Eitt sinn segir þó sagan að forfeðrum okkar hafi — sem heild — runnið í skap við erlendan þjóð- höfðingja. Þá var gripið til vopna — vopnanna þeirra, sem enn eigum við — vísnanna og ort um konunginn níð- vísa fyrir nef hvert á íslandi. Hugs- um okkur að þá hefði einhver Ari eða Snorri safnað kviðlingunum öllum og nú fyndist pakkinn. Skyldi ekki koma handagangur hj á fleirum en málfræð- ingum einum — að ná í það safn og kynnast því? Jafnvel Danir kynnu að vilja eiga það til viðbótar við Árnasafn. Sá kveðskapur er nú samt löngu týndur og mun aldrei finnast, en enn er ort á íslandi og það geðslegar en svo, hver sem hirðir. Víða, einkum til sveita, er enn svo, að vísufær maður er til á hverju heim- ili og sums staðar eru allir hagorðir. Ef óttast þyrfti um nokkurn samstæð- an flokk manna að skorta kynni hann andlega fimi til að klambra saman stöku, yrði það efalaust yngra fólkið. Þetta kann að vera fagnaðarboð- skapur þeim til handa, sem lítt unna ljóðum, en öðrum er það harmsaga. Allt það, sem hefur að þessu haldið við íslenzku þjóðlífi, svo illt eða gott sem það nú er, byggist á bókmennt- um okkar: ljóðum og lausu máli. Snorri hefði aldrei Heimskringlu skrifað, hvað þá Eddu, hefði hann ekki ungur maður „agað mál sitt við stuðlanna þrískiptu grein“; Jónas 325
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.