Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Síða 22
Tímarit Máls og menningar
Jóni verður hins vegar meira úr kvæðum tveggja norrænna skáldjöfra sem
standa honum nær í tíma og hugsunarhætti, meitluðum hendingum Hen-
riks Ibsen í kvæðinu Námumaður og löngum og tignarlegum ljóðlínum
Bertels Gripenberg í hinu áhrifamikla kvæði Aköllun.
Talið hefur áður borist að svonefndum alþýðuballöðum sem lifðu í þjóð-
legri geymd allt þar til rómantíska stefnan fór að hrista upp í mönnum og
opna augu þeirra fyrir ágæti þjóðlegs skáldskapar á seinni hluta átjándu
aldar. En skáld og andans menn gerðu meira en að grúska og dást að forn-
um kvæðum, því margir þeirra bættu um betur og ortu sjálfir í hinum al-
þýðlega stíl af mikilli andagift. Þetta á ekki síst við um þjóðskáldið skoska,
Robert Burns, sem náði meistaralegum tökum á ballöðuforminu og á hér
eina slíka í þýðingu Jóns, en það er kvæðið um Jón Bygg eða John Barley-
corn eins og það heitir á frummálinu. Þetta danskvæði er öðrum þræði
skopstæling á kveðskap af þessu tagi með hetjulegu ívafi, þar sem ofan-
nefnd hetja, eftir að hafa gengið í gegnum ótrúlega og frækilega píslar-
göngu, rís upp í þjóðardrykk Skota sem svo vel kann að gleðja geð guma.
Jón þýðir kvæðið af miklu öryggi, og nær vel hinum alþýðlega blæ þess,
þótt hann kippi því burt úr sínu skoska umhverfi í síðustu vísunni:
Then let us toast John Barleycorn,
Each man a glass in hand;
And may his great posterity
Ne’er fail in old Scotland!
Því brögðum nú Jón Bygg um stund,
sinn bikar taki hver;
og lifi ætt hans lengi gædd
því lofi er henni ber.
Annað skáld á ensku sem stendur að miklu leyti á sama grunni og yrkir í
þjóðkvæðastíl er A. E. Housman, þótt hann sé talsvert yngri og lifi fram á
þessa öld, þegar bylgjur módernismans eru teknar að flæða eins og hol-
skefla yfir grandalaust fólk. En ballaða hans, Tveggja manna tal, er aftur
önnur algeng tegund þar sem byggt er á samtali á dramatískan hátt, líkt og í
Játvarðskvæðinu, sem miðar að ákveðinni afhjúpun lið fyrir lið. Þessi þýð-
ing er einnig vel heppnuð, enda er Housman um margt sambærilegur við
Jón Helgason, þessi prófessor í latínu í Lundúnum og Cambridge sem gaf
út tvær Ijóðabækur með löngu millibili og stóð einnig fastur mót straumum
tímans og naut í skáldskap sínum meir lærdóms síns um liðna hluti en þess
að tíðarandinn hefði vitjað hans og herjað á hann.
En bæði Jón og Housman hafa sýnt og sannað að slíkur kveðskapur,
276