Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Side 33

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Side 33
Um beinfœtta menn undar fornsagnanna en um leið endurnýjar hann skáldsöguformið á líkan hátt og ýmsir rithöfundar á meginlandinu, þar með talinn Brecht, höfðu gert þegar á 3. og 4. áratugnum. Hann dregur upp söguheim sem ber flest megineinkenni kvikmyndaskáldsögunnar, sem svo er kölluð af því að hún þiggur sitthvað frá tækni kvikmynda. Til einkenna kvikmyndaskáldsögunnar telst til dæmis sú aðferð að lýsa persónum og atburðum utan frá (þ. Aussenschau). Það er sem sé ekki bara £g/«höfundur sem lætur brúnir aðalpersónunnar síga niður á vanga henni til marks um að henni hafi runnið í skap, hið sama gerir höfundur eða leik- stjóri kvikmyndarinnar Kvenholli kúrekinn. I Gerplu gegna ytri lýsingar einkum því hlutverki að halda lesendum í ákveðinni fjarlægð frá per- sónunum svo að þeir skoði menn og málefni í samhengi fremur en týni sér í sálarlífi einstaklinga. Þessar lýsingar bera þá vitni um andúð höfundarins á súbjektífum skáldverkum en um miðja öldina talaði Halldór gjarna af lítilli virðingu um tóman einkamálaskáldskap sem gerðist „í sálarfylgsnum á ein- hverjum dulrænum sviðum“.9) Á sama tíma lýsti hann einnig þeirri skoðun sinni að skáldskapurinn væri umfram annað tæki mannsins til að ná stjórn á veruleikanum og hélt því fram að milli vestrænna rithöfunda og alþýðu manna hefði opnast djúp gjá, m.a. vegna þess að drjúgur hluti rithöfunda helgaði sig sjálfsupptekningu og afneitaði lífinu og hverju því sem talist gæti „alþýðlegt, blátt áfram og áþreifanlegt“.l0) Annað kvikmyndaeinkenni Gerpht, heimildaívafið (þ. Quelleneinbau) sýnir einmitt löngun höfundarins til að færa skáldskapinn nær lesendum, lífi þ eirra og reynslu. Kvikmyndir eru jafnan dokúmentarískar, hafa viss einkenni heimildaverka af því að persónur og hlutir á tjaldinu eru ekki að- eins þáttur í ákveðinni skáldaðri veröld, heldur eru einnig til utan hennar. Sambærileg einkenni hefur Gerpla af því að veruleikinn utan sögunnar, bæði á sögutíma og frásagnartíma, er ofinn markvisst og opinskátt inn í hana. Með heimildaívafinu leitast söguhöfundur við að víkka form skáld- sögunnar, hann gerir sitt til að koma í veg fyrir að lesendur upplifi sögu- heiminn sem lokaða heild án tengsla við umheiminn. Athugasemdir sögu- manns um ástand og aðstæður á 11. og 20. öld eru þá ekki aðeins fram sett- ar til að ná yfirbragði fornsögunnar heldur reynast harla oft heimildaívaf og styðjast við forna annála eða skrif mannfræðinga og sagnfræðinga um miðaldir eða samtímann. Svipaða sögu er oftast að segja um skírskotanir sögumanns til ýmissa bóka, þó fyrir komi að þær þjóni paródíunni og séu augljós tilbúningur höfundar til að vekja með hlátri athygli á einhverjum þeim atriðum sem stangast á við fyrri vitneskju lesenda. Annars kemur heimildaívafið víðar fram en í athugasemdum sögumanns og er þá nútíma- saga ekki fyrirferðarminnst, einkum saga fasismans og kalda stríðsins. 287
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.