Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 37

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 37
Um beinfxtta menn staðan er til slíkra manna og enn má vænta að skoðanir lesenda séu skiptar. Hvernig sem því er farið, reynist fjórða atriðið rökrétt framhald hins þriðja; Vermundur lifir af eignunum og gjaldmiðill hans er vörur - sá sem lesið hefur almenna sögu hnýtur enn. Fimmta atriðið fyllir upp í þá lýsingu sem áður er komin og ber svo lymskufullt yfirbragð fornsögufrásagnar að vafamál er að margir lesendur sjái að svo komnu máli annað fyrir sér en kostulegan stórbónda, stjórnsaman, kvensaman og snjallan. En sjötta at- riðið tekur af allan vafa um hverjum manni skal lýst: auðhyggjan er kjarn- inn í hugmyndaheimi Vermundar ekki síður en Þorgils; kvensemi hans er merkileg, konur hans eru fjárfesting sem til er kostað eftir því hvaða arður fæst af þeim. Það sem á undan er komið, tekur stakkaskiptum, sé allt skoð- að í samhengi eins og til er ætlast. Hugmyndaflugið kann að fara af stað og spurningar sem þessar að vakna: „Hann (leturbr. bk.) var búsýslumaður „góður“ - en hver vann verkin? hann var „vitur maður“ en til hvers notaði hann viskuna? „hafði áttar konur margar og gert til sumra skyndibrullaup” - hvað varð um þær og allar hinar? Ljóst er af þessum lýsingum að höfðingjarnir eru ekki einfaldlega menn friðar. Lýsingarnar afhjúpa einingu andstæðnanna: hin skoplega kvensemi Vermundar felur í sér samfélagslegan harmleik; friðarhyggja Þorgils grund- vallast á gróðahyggju sem aftur heldur við samfélagsskipan er daglega sviptir fólk lífi í beinni eða óbeinni merkingu - eins og sagan sýnir best sjálf í atburðanna rás. Þeir félagar eru njörvaðir niður með tilliti til stétta- stöðu og sýnt er hvaða þróunarferli hefur markað þá. Skoði lesandinn lýs- ingarnar tvær í samhengi, stendur hann á endanum uppi með tvo dæmi- gerða fulltrúa efnastéttar 11. aldar sem eru hliðstæður að eignum og áhrif- um en andstæður að öðru leyti. Þeir eiga sér ólíkan hugmyndaheim og ólíkan lífsstíl þar eð stéttastaða þeirra er á ólíkan hátt til komin; þeir bera vitni um samfélag þar sem ríkir „sambland peninga og landaurabúskapar“, þar sem skeið siðmenningar og hálfsiðunar mætist. 15) Lesendum er látið eftir að tengja nútíð og fortíð í kynningunum og deila má um hversu langt skal ganga í slíkum tengingum. Hins vegar getur naumast hjá því farið að hinar skipulögðu hliðstæður og andstæður veki at- hygli á því sem ósagt er látið: tengsla Þorgils Arasonar við fortíðina er hvergi getið. Og þá er varla órökrétt að sá sem nokkuð þekkir til íslensks samfélags og skrifa íslenskra sósíalista á ritunartíma Gerplu, sjái fyrir sér hina dæmigerðu tvennd íslenskrar borgarastéttar eftir heimsstyrjöldina síð- ari, annars vegar „the self-made man“, drifinn áfram af gróðahyggjunni einni án nokkurra tengsla við sögu og menningu þjóðarinnar; hins vegar „gamla aristókratíið" sem stendur föstum fótum í fortíðinni og hefur að því skapi annað gildismat og annan hugmyndaheim en hinir nýríku efna- 291
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.